Hagfræði Alþjóðabankans er gagnslaus

Sú hagfræði sem skín í gegnum yfirlýsingar Alþjóðabankans bera þess merki að þar á bæ hafi menn ekki lært eitt né neitt, og ætli sér það heldur ekki.

Samkvæmt þessari hagfræði er jákvætt að ríki prenti peninga í gríð og erg og auki þannig peningalega "veltu" í hagkerfum sínum. Það "mælist" sem "vöxtur" hagkerfis. 

Samkvæmt þessari hagfræði er það jákvætt að ríki keyri á bullandi hallarekstri sem stuðlar að mikilli "eyðslu" og "fjárfestingu". Það "mælist" sem "vöxtur". Ef ríki skera niður útgjöld sín, hætta að reka sig með halla og draga úr umsvifum sínum, þá mælist "samdráttur". Stöðvun skuldasöfnunar verður að vísu að plús á reikningum ríkissjóða, en mínus í Excel-yfirliti Alþjóðabankans.

Ef ríki hættir að prenta peninga, leyfir peningamagni jafnvel að dragast saman, og verði á alltof-hátt-verðlögðum eignum og gæðum að lækka að því marki að framboð og eftirspurn ná saman á ný, þá kvartar Alþjóðabankinn yfir "samdrætti".

Eða eins og segir á einum stað:

Contrary to the economic hocus pocus propagated on Wall Street, Washington and at American universities; economies grow not as a result of consumer spending, but as a result of savings. Under consumption is the true source of prosperity as it engenders capital formation, which lies at the root of sustainable economic growth.

Nákvæmlega!

Ef menn vilja rétta hagfræði, sem í raun og veru útskýrir orsakir og afleiðingar í hagkerfinu (bæði á hinum frjálsa og hinum ófrjálsa/opinbera markaði) þá get ég bent á þessa bók (t.d. kafla 22 og 23 ef menn vilja koma sér beint að efninu). Ef menn vilja "allan pakkann" í hagfræði, þá mæli ég hiklaust með þessari bók. Báðar bækur eru fríkeypis og hægt að sækja á PDF-formi. 


mbl.is Alþjóðabankinn varar við samdrætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband