Greinendur með gölluð verkfæri

Sá sem ætlar að spá fyrir um veðrið með notkun dýralíffæra spáir stundum rétt og stundum rangt. Sá sem ætlar að segja fyrir um þróun hagkerfis með notkun verkfæra "hagfræðinnar" eins og hún er kennd í flestum háskóla spáir stundum rétt og stundum rangt ("það eru alltaf einhverjir sem spá því að hallæri og kreppur séu á næsta leiti").

Eða eins og segir á einum stað:

When the husbandmen of remote antiquity sought to increase the produce of their land by means of symbolic rites, their action was based on the prevailing "technological" notions of their time. When today we proceed differently, our action conforms to the technological notions prevailing at the present time. He who considers them erroneous might attempt to uncover their errors and replace a useless theory by a more suitable one. If he is unable to do so, he should not criticize the procedure of those who work for the dissemination of the knowledge of modern agricultural technology.

Ég skil vel að helstu spekingar og seðlabankagúrúar hafi ekki séð nein teikn á loftið árið 2006. Módelin bentu ekki til þess að hrun væri á næsta leiti. Reiknilíkönin gátu ekki séð fram í tímann. Þeir sem treystu líkönunum gátu það þess vegna ekki heldur. Greiningin var rétt, miðað við aðferðirnar sem voru notaðar. En niðurstaða greiningarinnar reyndist röng, enda var aðferðafræðin röng.

Menn hafa ekki lært neitt af hruninu og það sést á aðgerðum stjórnmálamanna í dag, og ummælum helstu "sérfræðinga" í dag (t.d. þeirra sem styðja ríkisstjórnina). Í stað þess að leggja niður Seðlabanka Íslands, gefa peningaútgáfu á Íslandi frjálsa, loka hagfræðideild Háskóla Íslands, stöðva hallarekstur ríkisins, lækka skatta, afregla fjármálageirann, afnema innistæðutryggingar og aftengja viðskiptabankana og ríkisvaldið, þá hafa menn ákveðið að gera bara meira af því sem leiddi til hrunsins. Prenta fleiri peninga, auka reglugerðatakið á fjármálageiranum, bjarga bönkum á kostnað skattgreiðenda, koma í veg fyrir gjaldþrot, og svona má lengi telja.

Tryggi Þór Herbertsson er kannski í sviðsljósinu núna, en það er eitthvað allt annað sem er að. Hann er bara einn af mörgum sem styðjast við líffærarýni og stjörnuspeki nútímans (svokölluð þjóðhagfræði) til að spá fyrir um framtíðina. Aðrar aðferðir, betri og réttari finnast. Aðferðir sem hafa getið af sér rétta spádóma sem hafa ræst af réttum ástæðum (frekar en fyrir tilviljun). En þær hafa ekki náð hylli yfirvalda.


mbl.is Tryggvi Þór tekur til varna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hver getur tekið mark á manni eins og Tryggva Þór Herbertssyni, sem hefur fengið þau ólöglegu forréttindi að fá niðurfellingu á kúlulána-lottó-áhættuleik sínum. Það er brot á stjórnarskránni samkvæmt 65. gr. Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.

L. 97/1995, 3. gr.

Þetta er mjög skýr grein í stjórnarskránni, og ekki þarf að deila um merkingu hennar!

Siðblinda þeirra þingmanna sem ekki skilja að ólögleg þráseta á alþingi, í óþökk almennings, segir allt sem segja þarf um ó-áreiðanleika orða viðkomandi afbrotafólks! Kjósendur bera líka mikla ábyrgð á að kjósa afbrotafólk á þing!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.1.2012 kl. 13:26

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Skyldi Tryggvi sjá fyrir að kerfið er að hrynja aftur?

Sigurður Haraldsson, 6.1.2012 kl. 13:35

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Anna,

Ég er viss um að lögbrot Alþingismanna, liggi fyrir grunur um þau, séu á borði lögreglu og að þau fari sinn rétta farveg í gegnum dómskerfið.

Annars vil ég vara alla við því að taka pólitíska afstöðu til hagfræðiskoðana Tryggva, Þorvaldar Gylfasonar og fleiri af þeirra sauðahúsi. Þessir menn eru einfaldlega þjálfaðir upp á ákveðinn hátt, og sú þjálfun er í raun gagnslaus. Það ætti tilvitnun mín í Ludwig von Mises að hjálpa til við að skilja.

Sigurður,

Er handviss um að svo er ekki, og að hvorki Tryggvi né aðrir af hans "skóla" hafi nokkurn skilning á því sem er í uppsiglingu í fjármálakerfi heimsins. 

Geir Ágústsson, 6.1.2012 kl. 13:45

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er það kerfið, eða eru það einstaklingarnir sem hafa brugðist? Voru það ekki kapitalistarnir, fremur en kapitalisminn sem brást?

Greiningaraðilar eins og Tryggvi, þurfa tilteknar upplýsingar sem forsendur fyrir greiningum sínum. Þær upplýsingar voru að mestu rangar. Hver ber ábyrgð á því? Það er hægt að áfellast hin stóru og "virtu" alþjóðlegu matsfyrirtæki, hina heilögu þrenningu;  Moody’s Investors Service, Fitch Ratings og Standard & Poor’s.

 Þessi matsfyrirtæki gáfu mörgum af þeim bönkum, (ekki bara íslenskum) "Triple A", rétt áður en þeir hrundu með braki og brestum. Eigendum bankanna tókst að blekkja matsfyrirtækin og stjórnmálamennina... og reyndar einnig eigin starfsmenn (millistjórnendur) fram að hinstu stundu.

Skýring "and-kapitalistanna" er hins vegar sú, að þetta hafi verið eitt stórt samsæri... og þar með er það afgreitt mál.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.1.2012 kl. 16:09

5 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Vandamálið við Tryggva Þór er ákveðin veruleikafirring hjá honum. Hann á mjög erfitt með að horfast í augu við staðreyndir sem eru honum ekki að skapi, auk þess að fylgja móttóinu "Hafa skal það em borgar best". Þegar þetta er haft í huga auk þeirrar staðreyndar að manngarmurinn reiðir ekki beint vitið í þverpokum, þá á fólk auðveldara með að umbera bullið í greyinu.

Guðmundur Pétursson, 6.1.2012 kl. 18:39

6 Smámynd: Samstaða þjóðar

Ég ætla að fjalla um eitt alvarlegt aðfinnsluefni í málsvörn Tryggva. Hann ritar: 

...við erum greinendur (e. analysts), en ekki spámenn (e. forecasters)

 Við fyrstu sýn lítur þetta út fyrir að vera vitrænt, en við nánari skoðun er það ekki. Ef þeir Mishkins voru bara greinendur, þá hefðu þeir ekki sagt fyrir um þróun mála (spáð), en það var einmitt það sem þeir gerðu. Tryggvi ritar: 

Meginniðurstöður okkar Mishkins voru þær að hverfandi líkur væru á fjármálakreppu á Íslandi og var mat okkar byggt á opinberum hagtölum, greiningum alþjóðastofnana á borð við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn (AGS), Efnahags- og framfara-stofnunin (OECD), Sameinuðu þjóðirnar og Transparency International og þekktum hagfræðikenningum um orsakir fjármálakreppa. Einnig byggðum við álit okkar á greiningum Fjármálaeftirlitsins (FME) og Seðlabanka Íslands. Við sögðum að lítil sem engin merki fyndust um þá þætti sem leitt hefðu til fjármálakreppa annars staðar í heiminum á undanförnum áratugum og að við teldum því litlar líkur á fjármálakreppu á Íslandi.

 Ef Tryggvi er ekki þarna að tala um spá þá skjátlast mér illa. Hann talar um “hverfandi líkur” og “litlar líkur” á fjármálakreppu á Íslandi. Spár hagfræðinga byggja alltaf á líkum, þrátt fyrir að hagfræði er ekki vísindi heldur samfélagsfræði. Ég þori að fullyrða að Viðskiptaráð var ekki að greiða fyrir greiningu eingöngu, heldur spá sem átti að byggja á greiningu. Raunar tekur Tryggvi skýrt fram, að spá þeirra félaga byggði á greiningum sem margir aðilar höfðu gert.  

Það er áhyggjuefni ef Tryggvi trúir því að þeir Mishkins hafi gert greiningu á líkum fyrir fjármálkreppu á Íslandi, þegar ekkert bendir til að þeir hafi gert það. Hann talar um “niðurstöður”, “mat” og “álit” sem byggð eru á greiningum annara.  Hvar eru greiningar Tryggva og Mishkins, sem segjast vera greinendur en ekki spámenn ? Ég tek fram að ég hef ekki lesið skýrslu þeirra félaga.

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

Samstaða þjóðar, 6.1.2012 kl. 22:16

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Takk öll fyrir innlegg ykkar.

Ítreka bara einu sinni enn orð Mises þegar hann talar til gagnrýnenda þeirra sem telja sig vita betur en aðrir: "He who considers them erroneous might attempt to uncover their errors and replace a useless theory by a more suitable one."

Tryggvi situr á þykku bókasafni af "viðurkenndum kenningum" svokallaðrar "þjóðhagfræði" (sem Þorvaldur Gylfason kennir í Háskóla Íslands). Menn sem bæta í þetta bókasafn fá Nóbelsverðlaunin í hagfræði (sem hinn peningaprentandi og peningaútgáfueinokandi Seðlabanki Svíþjóðar veitir). Jóhanna Sigurðardóttir, Obama og forstöðumenn Seðlabanka Evrópu deila öll þessu bókasafni og nota bækur úr því til að leiðbeina sér í starfi.

Allt þetta bókasafn er byggt á röngum forsendum og gefur því rangar vísbendingar um hvernig á að komast út úr fjármálakreppunni og hvernig á að forðast slíkar kreppur. Það gefur einnig rangar vísbendingar um þróun mála í framtíðinni (hvort sem menn kalla sig greinendur, spámenn eða völvur).

Í greininni Játning hagfræðings reynir Tryggvi að verja sig og segir meðal annars: "Því miður sáum við ekki fyrir fjármálahrunið og því eru einhverjar staðhæfingar okkar rangar. En við því er ekkert annað að gera en að læra og gera betur næst."

Tryggvi segir ekkert um að hann ætli nú að skipta um stefnu, henda röngum kenningum út um gluggann, og byrja að skrifa skýrslur sem byggjast á réttum kenningum. Játningar hans verða því eflaust fleiri þegar við lítum til framtíðar. 

Geir Ágústsson, 9.1.2012 kl. 07:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband