Lengri frí á Alþingi

Hver dagur sem Alþingi er starfandi er dagur nýrra ríkisafskipta. Frídögum Alþingismanna mætti gjarnan fjölga margfalt. Það er ódýrara fyrir íslenskan almenning að borga 63 einstaklingum fyrir að gera ekkert allt árið, en að hafa þá við vinnu fram á nótt að samþykkja nýjar reglur eða nýja eða hærri skatta.

Jólagjöf þingmanna til landsmanna í ár ætti að vera fjölgun frídaga Alþingismanna í 360 daga á ári. Þeir dagar sem eftir eru ættu að fara í að afnema reglur og skatta og leggja niður heilu afkima ríkisvaldsins. 


mbl.is Þingfundur fram á nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ágæt hugmynd hjá þér, við erum við 63 þingmenn, 77 aðstoðarmenn og fullt af ráðherrum og aðstoðarmönnum þeirra og þetta lið vinnur við að setja reglur og eyða peningum og torvelda atvinnuuppbyggingu. Svo til að gera illt verra skilur obbinn af þingmönnum hvorki upp né niður í efnahagsmálum eða hruninu. Kannski ættu þingmenn að vinna venjulega vinnu hluta ársins svo þeir séu í einhverju sambandi við veruleikann? Hve margir sem nú sitja á þingi myndu spjara sig í einkageiranum ef þeir dyttu af þingi á morgun?

Ég ítreka enn þá hugmynd sem ég hef sett fram hér að setja lög um hámarksstærð hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu. Ætli 20% eða svo myndi ekki leysa mikinn vanda? Ég veit ekki hve stórt hið opinbera er í dag á þennan mælikvarða en kæmi ekki á óvart að það væri ca. 50%. Veist þú það? Er þá nema von að atvinnuleysi sé hátt og kaupmáttur fari minnkandi?

Helgi (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 18:03

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Helgi,

Já bæði þingmannaelítan og öll hirðin sem fylgir henni mætti alveg vera á fullum launum mín vegna, við að gera ekkert. Lítill skaði í því.

Hef séð þig varpa fram hugmynd um lög sem hámarka "stærð ríkisins" og hugleitt. Ég held að slík lög myndu ekki skila tilætluðum árangri. Hið opinbera mun finna leiðir til að skilgreina heilu afkima sína sem "einkarekna" eða "sjálfstæða" eða "óháða" eða eitthvað álíka, og taka þá út úr útreikningum á "stærð ríkisins".

Þú sérð nú hvað hefur komið fyrir sjálfa stjórnarskrá Íslands. Hún er sniðgengin í mörgum atriðum, og enginn gerir neitt í því (og fáir geta gert nokkuð í því). Ríkið fer sínu fram, á meðan við umberum það.

Geir Ágústsson, 24.12.2011 kl. 08:41

3 identicon

Sæll.

Já, kannski er þetta rétt hjá þér með stærð ríkisins. Hvaða aðrar leiðir eru færar til að takmarka stærðina? Ef þú hefur einhverjar hugmyndir vil ég endilega heyra þær - umfang ríkisins er sennilega stærsta vandamálið í hinum Vestræna heimi í bili.

Væri þetta ekki reynandi og svo mætti sníða vankantana af eftir því sem þeir skjóta upp kollinum? Strærð ríkisins heldur auðvitað uppi atvinnuleysi og launum niðri. Ég sá Mitt Romney leggja þetta til fyrir ekki svo löngu síðan, ég held að þetta verði að reyna svo ríkið stækki ekki stjórnlaust. Mætti ekki reyna að skilgreina í lögunum hvað telst til ríkisrekstrar?

Varðandi stjórnarskrána er það alveg rétt hjá þér, það væri nær að fara eftir henni en breyta henni. Ég get ekki séð að allt í EES samningum standist hana t.d. það að bara sumir útlendingar mega koma hingað og vinna. Er ekki verið að mismuna fólk á grundvelli kynþáttar og uppruna með því?

Að lokum langar mig að óska þér gleðilegs árs og vona að þú hafir það sem best 2012.

Helgi (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 14:06

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Helgi, og gleðilegt nýtt ár sömuleiðis!

Ég sé ekki betur en að Murray N. Rothbard hafi lagt fram einu raunhæfu aðferðina til að halda aftur af ríkinu þegar hann sagði eftirfarandi:

The abolitionist is a "button pusher" who would blister his thumb pushing a button that would abolish the State immediately, if such a button existed. But the abolitionist also knows that alas, such a button does not exist, and that he will take a bit of the loaf if necessary — while always preferring the whole loaf if he can achieve it.

Þeir (eins og ég) sem sjá ekkert réttmætt við neitt ríkisvald eiga að vera óhræddir við að heimta afnám ríkisvaldsins og eiga að biðja um eins hratt afnám þess og hægt er að hugsa sér. Með því að benda á óréttmæti ríkisvaldsins, allra afkima þess og allrar útþenslu þess, er hægt að afhjúpa rökleysuna á bak við frekari útþenslu þess, og vona þannig að hún stoppi og verði jafnvel að samdrætti.

Geir Ágústsson, 2.1.2012 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband