Pólitísk afskipti af opinberu fyrirtæki? Getur það verið?

Það hefur komið mörgum á óvart að stjórnmálamenn hafi opinber og hávær afskipti af stofnun í eigu ríkisins. Hvernig stendur á því?

Margir hafa sennilega látið plata sig til að trúa því að hægt sé að reka opinbera stofnun eða fyrirtæki á einhverju öðrum forsendum en forsendum stjórnmálamannanna sem fara með eigendavaldið. Sú ranghugmynd er vonandi dauð núna.

Á einum stað segir um opinbert eignarhald:

Proponents of government enterprise may retort that the government could simply tell its bureau to act as if it were a profit-making enterprise and to establish itself in the same way as a private business. There are two flaws in this theory. First, it is impossible to play enterprise. Enterprise means risking one’s own money in investment. Bureaucratic managers and politicians have no real incentive to develop entrepreneurial skill, to really adjust to consumer demands. They do not risk loss of their money in the enterprise. Secondly, aside from the question of incentives, even the most eager managers could not function as a business. Regardless of the treatment accorded the operation after it is established, the initial launching of the firm is made with government money, and therefore by coercive levy. An arbitrary element has been “built into” the very vitals of the enterprise.

Ég tek undir hvert orð.


mbl.is Páll tekur ekki starfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sovétríkin síðustu aldar blikna við hliðina á Íslandi í dag þegar kemur að afskiptasemi ríkisvaldsins.

Björn (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 18:20

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það eru kannski ýkjur, en pólitísk afskipti eru af nánast öllu sem pólitíkusar vita af. Fólk bjargar sér, svarti markaðurinn hélt sovésku hagkerfi á lífi í áratugi, og gerir það sama á Íslandi í dag. Fólk er sífellt að reyna komast að því hvað það getur gert sem hið opinbera kemst ekki að.

Ef frekar treggáfuðum manni sem ég kannast við tókst að stunda landasölu í mörg ár án þess að vera "gómaður", þá hljóta að vera "holur" í kerfinu fyrir fleiri að stunda heiðarleg (en ólögleg) viðskipti mun lengur. Nema einhver klagi til yfirvalda, eða viðkomandi er óheppinn.

Geir Ágústsson, 26.10.2011 kl. 15:50

3 identicon

Sæll.

Ég ímynda mér að þú viljir leggja niður Bankasýsluna, ég sá aldrei hvers vegna stofna þyrfti enn eina ríkisstofnunina. Ætli menn hafi nokkuð dug í sér til þess að leggja hana niður seinna? Ég trúi því þegar ég sé það.

Væri ekki ráð að takmarka stærð ríkisins við 15-20% eða svo með lögum? Myndi það ekki koma í veg fyrir ábyrgðarlausan fjáraustur stjórnmálamanna? Ríki og sveitarfélög þurfa að hætta að sinna verkefnum sem þau hafa ekki efni á og eiga ekki að koma nálægt.

Helgi (IP-tala skráð) 26.10.2011 kl. 18:36

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Helgi,

Auðvitað á ríkið ekki að eiga "bankasýslu", frekar en ríkið eigi að standa í rekstri á "fatahreinsunarsýslu" (sem tryggir að fólk sýni fatahreinsunum traust, og leggi föt sín þar inn til hreinsunar) eða "bílaverkstæðissýslu" (sem á að skapa traust á bílaverkstæðum, þannig að fólk þori að geyma bíla sína í þeim tímabundið) og hvað það nú heitir.

Engin lög, hvort sem þau heita löggjöf eða stjórnarskrárákvæði, hafa dugað til að halda aftur af ríkinu í neinu landi á neinum tíma, nema stundum tímabundið. Stöðug gagnrýni á allan ríkisrekstur þarf að vera haldið á lofti á öllum tímum. Ríkið þarf að skera heilu afkimana af sér og koma á hinn frjálsa markað.

En það er auðvitað freistandi að vona að lög sem banna ríkinu að taka lán og skattleggja meira en sem nemur einhverri prósentu af "þjóðarframleiðslunni" virki. Þau gera það samt bara ekki.

Þar sem er ríkisvald, þar er stækkandi ríkisvald. 

Geir Ágústsson, 27.10.2011 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband