Fullyrðinga-Jóhanna situr áfram

Ég leyfi mér að fullyrða að ofangreind úrræði munu duga til að bregðast við vanda langflestra heimila sem komast í vanda.

Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir í byrjun árs 2009. 

Í dag leyfir hún sér að "fullyrða" að ríkisstjórn hennar beri enga ábyrgð á stöðu hagkerfisins á Íslandi,  rúmum 2 árum eftir að hún tók við (og töluvert fleiri árum eftir að flokkur hennar tók við mörgum ráðuneytum).

Hún leyfir sér einnig að "fullyrða" að ESB sé töframeðalið við sjúkdómunum sem hún hefur smitað íslenska hagkerfið og íslensk heimili af.

Jóhanna Sigurðardóttir ætti kannski að fullyrða minna og leyfa getumeiri stjórnmálamönnum að taka við brunarústunum sem hún skilur eftir sig.


mbl.is Jóhanna sjálfkjörin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hún ætti að læra að lesa!

T.d. þetta:

http://www.spiegel.de/international/europe/0,1518,793440,00.html#ref=rss

anna (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 13:01

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Anna,

Þessi texti er á ensku, Jóhanna getur því sennilega ekki komist mjög langt í að skilja hann. En það mátti reyna.

Geir Ágústsson, 23.10.2011 kl. 13:20

3 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

"Eina gilda framboðið sem barst var frá Jóhönnu Sigurðardóttur". Þá vitum við það, enda er samfylkingin há(ð)-lýðræðislegur flokkur.

Annað, þýðendurnir sem mata forsætisráðherra af þaum upplýsingur sem koma frá löndum ESB hljóta að vera pólítíst ráðnir því af orðumJóhönnu að dæma þá er allt í goody þár á bænum og engu líkara en að slæmar fréttir séu lagfærðar og gerðar jákvæðari og mjög stæmar fréttir stungnar undir stól. Hún ætti kannski að taka Google translate

Brynjar Þór Guðmundsson, 23.10.2011 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband