Laugardagur, 10. september 2011
Ástandið sennilega verra en tölurnar gefa til kynna
Efnahagsástandið á Íslandi er slæmt og fer versnandi. Ríkisstjórnin gerir illt verra með hverjum deginum.
En tölurnar segja ekki alla söguna. "Mælingar" á hagvexti gera til dæmis engan greinarmun á eyðslu hins opinbera, og neyslu einkaaðila. Ríkið getur skuldsett sig á bólakaf og byggt píramída á toppi Snæfellsjökuls (og kallað hann Hörpu 2), og sú framkvæmd kæmi inn á plús-hlið "hagvaxtarins", þótt hún skilaði engum einu né neinu til lengri tíma litið.
Sennilega er ástandið á Íslandi enn verra en tölur Eurostat gefa til kynna, og svipaða sögu má sennilega segja um fjölmörg önnur ríki.
Tökum tölunum með fyrirvara, og gerum ráð fyrir að þær fegri veruleikann.
Eina landið með samdrátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.