Orðin tóm

Opinberlega talar Seðlabanki Íslands um afnám gjaldeyrishafta.

Í Stjórnarráðinu eru menn samt mjög sáttir við höftin, og hafa sennilega sagt seðlabankastjóra að halda í þau eins lengi og hægt er, en a.m.k. út kjörtímabilið til að forðast allar hugsanlegar afleiðingar vegna aðlögunar krónunnar að veruleikanum.

Höftin henta vinstristjórninni vel. Gjaldeyrir er lokaður inn í landinu og fær ekki að flýja ofurskatta og mikið eftirlit. Þau valda því að Íslendingar hafa ekki efni á eða mega ekki flytja inn varning, og það lætur tölur um "viðskiptajöfnuð" líta vel út. Höftin gefa líka eftirlitsvél ríkisins mikið svigrúm til að gramsa í fjármálum fyrirtækja og einstaklinga, og hver veit hvað er gert við þær upplýsingar sem aflast til að leita að "brotum" á gjaldeyrishöftunum?

Gjaldeyrishöftin eru líka stjórntæki sem ríkisstjórnin þarf ekki að hafa áhyggjur af sjálf. Seðlabanki Íslands er jú "sjálfstæð stofnun", ríki í ríkinu, sem fær lagaheimildir og fjármuni til að stunda sitt eigið eftirlit, fyrir hönd ríkisins en í sínu eigin nafni.

Upphaflega var gert ráð fyrir tímabundnum höftum. Menn höfðu strax í upphafi hugmyndir um afnám þeirra. Þeim hugmyndum hefur verið sópað til hliðar. Í staðinn er kominn pólitískur ásetningur. Sá ásetningur er sá að stækkandi ríkisvald sé betra en minnkandi ríkisvald.

Gjaldeyrishöftin fara ekki fyrr en ríkisstjórnin fer.


mbl.is Seðlabankastjóri: Brýnt að losa höftin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Seðlabankastjóri talar um að höftin gildi til 31.12.2015 skv.lögum.  En það lagafrumvarp er ennþá til umfjöllunar á Alþingi.  Á meðan eru það ekki lög.

Jón Óskarsson, 8.9.2011 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband