Línur að skerpast í íslenskum stjórnmálum?

Mér sýnist hrun fjármálakerfis heimsins hafa gert það að verkum að línur eru að skerpast og skýrast í íslenskum stjórnmálum.

Dæmi um það er þessi grein (og raunar fleiri) á vef ungs samfylkingarfólks á pólitík.is. Um þessa grein sagði einn ágætur maður:

[Það er] umhugsunarefni hvert ungir "jafnaðarmenn" eru að stefna. Svona grein hefði aldrei fengist birt á vef þeirra fyrir svona tíu árum, þegar hreyfing þeirra var stundum hægramegin við ungliðahreyfingu Sjá[lf]stæðisflokksins. Í nágrannalöndunum er svona tal um andóf gegn markaðnum bara eitthvað sem heyrist á jaðri stjórnmálanna.

En þetta er hinn nýi tónn "jafnaðarmanna" á Íslandi í dag. Þeir eru óðum að fá á sig lit blóðsúthellinga kommúnismans, eldrauðan. 

En á meðan ungliðar Samfylkingarinnar eru að draga flokkinn í átt að stefnu ríkisalræðis, þá eru ungliðar Sjálfstæðisflokksins að toga í hina áttina og berjast gegn vinstrivæðingu sinna þingmanna og flokksforystu. Og um það er allt gott að segja, eða eins og ég segi sjálfur í einni grein sem ég skrifaði fyrir SUS.is

Á Sjálfstæðisflokkurinn framtíðina fyrir sér? Kannski, en ekki ef hann lætur svæfa sig með miðjumoði og vinstrimennsku. Ef hann reisir frelsisfánann upp á ný, þá er von. Þá verður á ný til skýr valkostur til hægri í íslenskum stjórnmálum – nokkuð sem vantar sárlega í dag.

Línur í íslenskum stjórnmálum eru sennilega að skýrast, sérstaklega á meðal ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna. Ég vona að sú þróun haldi áfram. Ef eitthvað hefur ruglað íslenska kjósendur í ríminu seinustu ár þá er það flótti allra stjórnmálaflokka inn á "miðjuna" (sem er vel á minnst töluvert lengra til vinstri á Íslandi en t.d. hinum Norðurlöndunum). Kjósendur fá vonandi skýrara val í komandi kosningum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband