Fimmtudagur, 31. mars 2011
Icesave-málið á að fara fyrir dómstóla
Eftir því sem ég les mér betur til um hina svokölluðu "dómstólaleið" í Icesave-deilu Íslendinga, Breta og Hollendinga því sannfærðari verð ég um að hún er hin eina rétta leið í þessu máli, af eftirfarandi ástæðum:
- Ljóst er að Bretar og Hollendingar eru að reyna varpa allri áhættu og ábyrgð vegna Icesave yfir á herðar íslenskra skattgreiðenda. Þetta er fullkomlega ósanngjarnt, enda er íslenskur almenningur alveg saklaus af öllu sem fór illa vegna Icesave, auk þess sem kröfur Breta og Hollendinga ná langt út fyrir fyrirfram þekkta og gildandi lagaramma. Af þessari ástæðu þarf að vísa kröfum þeirra fyrir dómstóla og varpa allri "samningaleið" fyrir borð.
- Dómstólar eru til þess að skera úr um álitamál. Menn leita réttar síns fyrir dómstólum. Við það er ekkert að athuga og í því er ekki fólgin nein niðurlæging og þaðan af síður dónaskapur.
- Með því að hafna Icesave III er verið að hafna afsali á æðsta dómsvaldi Íslands til erlendra dómstóla, og flytja það til "gerðardóms" sem verður skipaðir mönnum sem hafa ekki endilega lög og reglur til viðmiðunar, heldur einnig pólitísk sjónarmið þeirra sem skipa þá. Að afsala sér æðsta dómsstiginu með þessum hætti er jafngildi þess að afsala sér fullveldinu í öllum aðalatriðum (ein af skilgreiningum fullveldis er einmitt að hafa æðsta dómsvald í málum á sinni hendi).
- Er "dómstólaleiðin" þá "áhættunnar virði"? Kannski og kannski ekki. Svona eiga menn ekki að hugsa um dómsstóla. Þeir eru þarna til að leysa úr ágreiningsmálum. En ef menn vilja endilega leggja notkun og starfssemi dómstóla að jöfnu við afsal fullveldis og "meta áhættuna" af hvoru tveggja, þá er margt sem bendir til þess að "áhættan" af "dómstólaleiðinni" sé ekki öll okkar og raunar fjarri því. Eða hvers vegna er ekki búið að ákæra íslenska ríkið nú þegar? Hvers vegna er öllu púðrinu eytt í að hræða almenning með "dómstólaleiðinni" í stað þess að ræða hana á yfirvegaðan hátt sem raunverulegan valkost þegar kemur að því að greiða úr ágreiningi?
Dómstólaleiðin er hin rétta leið. Hún hefst með því að hafna Icesave III.
600 milljarða neyðarlög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
> Er "dómstólaleiðin" þá "áhættunnar virði"? Kannski og kannski ekki. Svona eiga menn ekki að hugsa um dómsstóla
Nei, en svona eiga menn að hugsa um deilumál.
Matthías Ásgeirsson, 31.3.2011 kl. 09:18
Matthías,
Eiga Íslendingar að hegða sér eins og vitni í morðmáli sem þorir ekki að gefa vitnisburð af ótta við barsmíðar, eða eins og fullvalda þjóð meðal þjóða sem lætur ekki kúga sig nú frekar en í landhelgisdeilunni við Breta eða sjálfstæðisbaráttunni við Dani?
Geir Ágústsson, 31.3.2011 kl. 09:23
Eiga hryðjuverkamenn að ganga lausir? Hryðjuverkamenn á ekki að afgreiða sem deilumál. Þá á að afgreiða fyrir dómi.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 09:31
Vondar líkingar og þjóðremba. Nei, ég stend ekki í slíku stappi :-)
Matthías Ásgeirsson, 31.3.2011 kl. 10:15
Hryðjuverkalögin eru veruleiki Matthías. Vaknaðu.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 10:20
Landhelgisdeilan var "þjóðrembu"deila. Sjálfstæðisbaráttan sömuleiðis. Núna reyna erlend ríki að kúga hið íslenska - ég sé ekki hvernig menn geta talað um slíkt mál án þess að vísa til þjóðernis.
Geir Ágústsson, 31.3.2011 kl. 10:28
Sæll
Ert á algerum villigötum í þessu máli. Hversvegna að taka mikla áhættu með því að fara svonefnda dómstólaleið þegar engin áhætta er að ganga frá samningunum eins og þeir liggja fyrir núna.
Málið snýst umhvort nægir fjármunir eru til í þrotabúi gamla landsbankans til að geiða forgangskröfurnar vegna Icesave. Skoðum málið. Hildarupphæðin er 1100 milljarðar, þar af eru í bankanum í erlendri mynt og öðrum peningaeignum 700 milljarðar. Þá eru eftir 400 milljarðar. Samkvæmt nýjustu upplýsingum er hér um að ræða pottþétt skuldabréf og hlutabréf í fyrirtækjum sem fara hækkandi sbr.í fyrirtækinu Iceland.Langlíklegasta niðurstaðan er sú að skattgreiðndur á Islandi þurfi ekki að greiða krónu vegna Icesave .
'i þesari stöðu er auðvitað borðleggjandi að ljúka málinu með sæmd og tryggja um leið að Island fær strax byr til að komast strax í uppbyggingu á atvinnulífinu.
Hinn möguleikinn er ótækur. Að fara að standa í vonlausum málaferlum við Breta og holllendinga, eftirlitsstofnun efta og fleiri í mörg á og taka um leið áhættu á að við þurfum að greiða miklu meira. Þetta er auðvitað algerlega fráleitt s vo vægt sé til orða tekið.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 31.3.2011 kl. 11:59
Þórdís,
Icesave-málinu "lýkur" engan veginn með því að afsala Íslandi æðsta dómsvaldi í skaðabótamáli gegn sjálfu sér og taka 670 milljarða ISK stöðu í huldu-eignasafni Landsbankans í erlendri mynt.
"Ef svo ólíklega færi að Bretar og Hollendingar stefndu ríkissjóði fyrir héraðsdóm þá yrði versta mögulega niðurstaða þar betri en að segja já við Icesave. Lægri upphæð til greiðslu, lægri vextir og allt í krónum. Þetta er mat Reimars Péturssonar hæstaréttarlögmanns." (tekið héðan)
"Samningarnir loka ekki áhættu Íslands af málinu heldur breyta henni úr dómsmálaáhættu í krónum yfir í viðurkennda skuld sem er háð gjaldmiðla- og eignaverðsáhættu. Við breytingar á gengi gjaldmiðla og óvissu eignamati getur þessi skuld orðið gríðarlega þungbær." (tekið héðan)
Það er engin "sæmd" fólgin í því að semja af sér. Þvert á móti.
Geir Ágústsson, 31.3.2011 kl. 14:32
Þetta er raunar mjög klippt og skorið eins og t.d. er útskýrt hér:
Tilskipun ESB – TIF ábyrgist 674 milljarða
Ef íslenski tryggingarsjóðurinn (TIF) hefði átt fyrir öllum lágmarksinnistæðutryggingum og engin neyðarlög verið sett í október 2008 þá hefði sjóðurinn greitt breskum og hollenskum innistæðueigendum 674 milljarða í samræmi við tilskipun ESB. Enginn Breti og enginn Hollendingur hefði getað farið fram á meira.
EF ÞJÓÐIN SEGIR NEI – Bretar og Hollendingar fá 1.175 milljarða
Neyðarlög voru m.a. sett því tryggingasjóðurinn gat ekki fjármagnað útgreiðslu lágmarksinnistæðna, frekar en aðrir sambærilegir sjóðir í Evrópu. Íslensku Neyðarlögin veittu innistæðueigendum forgang í þrotabú Landsbankans. Þess vegna geta Bretar og Hollendingar vænst þess að fá 1.175 milljarða úr þrotabúinu – þótt Icesave samningurinn verði felldur.
EF ÞJÓÐIN SEGIR JÁ – Bretar og Hollendingar fá enn meira
Ef Icesave III samningurinn verður samþykktur geta Bretar og Hollendingar vænst þess að fá 1.175 milljarða. Með samningi ábyrgjast Íslendingar auk þess greiðslu höfuðstóls og vaxta vegna lágmarksins. Þannig er Bretum og Hollendingum tryggð fjárhæð sem er hærri en núverandi eignir þrotabúsins standa undir. Sú viðbót og áhætta er alfarið sett yfir á íslenska skattgreiðendur.
Geir Ágústsson, 31.3.2011 kl. 14:54
Sæll.
Þetta er fínn pistill hjá þér. Ég skil ekki af hverju menn eru bangnir við dómstólaleiðina. Það er Bretum og Hollendingum ekkert kappsmál að fara þá leið vegna þess að þeir vita að þeir tapa því máli einfaldlega vegna þess að í tilskipunum ESB segir að ekki sé ríkistrygging á bönkunum eða innistæðutryggingastjóðunum og fyrir því eru eðlileg samkeppnissjónarmið. Að þessum reglum er ekkert. Ég held að Bretar og Hollendingar viti betur en við að dómstólaleiðin er þeim í raun ekki fær.
Hvað gerist nú ef við töpum því máli? Þá fá ríkisstjórnir í öllum ESB löndunum banka sem starfa þar í hausinn. Mér skilst að staðan á spænskum bönkum t.d. sé ekkert til að hrópa húrra fyrir og eiga þá spænsk stjórnvöld að bera ábyrgð á skuldum þeirra? Það sér það hver heilvita maður að það gengur aldrei upp. Við sjáum hvað ástandið er frábært á Írlandi vegna ríkisábyrgðar á bönkum. Vilja menn sjá nánast engan hagvöxt í ESB ríkjunum áratugum saman út af útlánastefnu banka? Nei. Þetta mál vinnum við vegna bæði tilskipananna sem og afleiðinga þess fyrir önnur lönd ef við töpum dómsmáli, sem við gerum auðvitað ekki.
@Þórdís: Er engin áhætta af því að ganga frá samningnum eins og hann er núna? Hvað gerist ef efnahagur heimsins tekur dýfu eftir 1-2 ár. Sástu ekki hvað gerðist eftir jarðskjálftann í Japan? Þá datt eignasafn LB niður um einhverja milljarða. Við vitum líka ekki hve mikið við komum til með að borga og það er verst. Hvers vegna höfnuðu Bretar 47 milljarða eingreiðslu + LB? Auðvitað vegna þess að þeir vilja ekki sitja uppi með áhættuna. Hvað eigum við svo að gera ef fiskistofnar okkar hrynja eftir 5 ár? Hvaðan eigum við þá að fá gjaldeyri til að greiða þessa ólövörðu kröfu.
Sanngjörn málamiðlun hjá nei og já sinnum er þessi: Þeir sem vilja greiða skrá sig á lista og sjá um að greiða Bretum og Hollendingum á næstu misserum og árum.
Helgi (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.