Þriðjudagur, 29. mars 2011
Að "taka sénsinn" fyrir dómstólum er rétt leið
Þeir sem vilja þjóðnýta Icesave-kröfur Breta og Hollendinga tala hátt og mikið um "áhættuna" af því að fara "dómstólaleiðina". Er rétt að tala um "áhættu" þegar menn leita réttar síns fyrir dómstólum? Á hverjum tíma eru tugir dómsmála í gangi í einu á Íslandi, og þar eru menn að "taka áhættuna" af því að dómstólar fallist á rök þeirra í máli þar sem menn telja að brotið sé á sér. Þetta hefur hingað til ekki verið kallað að "taka áhættuna", heldur "leita réttar síns". Nú má nánast túlka tungutak Já-manna sem svo að þeir sem leita réttar síns séu að taka einhvers konar illa ígrundaða áhættu sem gæti haft ófyrirséðar afleiðingar. Betra sé að semja um kaup og kjör á ólögvörðum kröfum á hendur sér, sama hvað tautar og raular.
Slíkur talsmáti er mikil óvirðing við réttarríkið. Í gamla daga gátu kóngar og prinsar riðið um héröð og krafið varnarlausa bændur um himinháa skatta án þess að óttast andstöðu í ljósi aflsmunar. Að Íslendingar taki sér stöðu óvarða bóndans á evrópskum miðöldum er ekki til fyrirmyndar og raunar mikil afturför á mælikvarða siðmenningarinnar.
Íslendingar stóðu uppi í hárinu á Bretum í landhelgisdeilunni, höfðu þar sigur og gerðu sennilega marga breska sjómenn atvinnulausa með því. Þar hafði réttlætið sigur og kúgunin var brotin á bak aftur. Í því var fólginn heiður og virðing. Bretar létu okkur vera eftir það. Núna ganga þeir á lagið og íslenskir ráðamenn beygja sig og bugta, eins og kúgaðir miðaldabændur fyrir vopnuðum aðlinum.
Væri ekki frekar nær að "taka sénsinn" fyrir dómstólum?
Slíkur talsmáti er mikil óvirðing við réttarríkið. Í gamla daga gátu kóngar og prinsar riðið um héröð og krafið varnarlausa bændur um himinháa skatta án þess að óttast andstöðu í ljósi aflsmunar. Að Íslendingar taki sér stöðu óvarða bóndans á evrópskum miðöldum er ekki til fyrirmyndar og raunar mikil afturför á mælikvarða siðmenningarinnar.
Íslendingar stóðu uppi í hárinu á Bretum í landhelgisdeilunni, höfðu þar sigur og gerðu sennilega marga breska sjómenn atvinnulausa með því. Þar hafði réttlætið sigur og kúgunin var brotin á bak aftur. Í því var fólginn heiður og virðing. Bretar létu okkur vera eftir það. Núna ganga þeir á lagið og íslenskir ráðamenn beygja sig og bugta, eins og kúgaðir miðaldabændur fyrir vopnuðum aðlinum.
Væri ekki frekar nær að "taka sénsinn" fyrir dómstólum?
Bretar og Hollendingar græða milljarða á vaxtamun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Flott færsla og ég er hjartanlega samála þér, þeir sem kjósa með IcesaveIII eru að láta leiða sig í gildru flokksræðissinna og elítunnar sem flokkræðið ver með kjafti og klóm það er vitað og verður vitað!
Sigurður Haraldsson, 29.3.2011 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.