Föstudagur, 14. janúar 2011
Talnaleikfimi og blekkingar
Bandarískt efnahagslíf er ekki að styrkjast. Það er á hreinu. Tölur um "hagvöxt" eru talnaleikfimi. Hagvöxtur er mældur sem aukning á "neyslu" og skiptir þá litlu hvort sú neysla er fjármögnuð með tekjum, sparnaði, skuldsetningu eða preningaprentun. "Hagvöxtur" Bandaríkjanna er fjármagnaður með skuldsetningu og peningaprentun. Hann er því ekki raunverulegur. Hann er "bókhaldslegur" ef svo má að orði komast.
Obama er að kafsigla bandaríska hagkerfinu. Hans verður minnst sem forsetans sem gerði illt miklu verra. Forveri hans í starfi var eyðsluglaður og safnaði skuldum og prentaði peninga. Obama gerir allt þetta en í miklu meiri mæli.
Spá allt að 4% hagvexti í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.