Áætlun Íslands: Safna skuldum

Hin svokallaða "efnahagsáætlun Íslands" byggist fyrst og fremst á einu síður en svo fyrirmyndarframtaki: Skuldasöfnun.

Allt gengur út á að fá AGS til að sannfærast um að Ísland geti borið enn meiri skuldir. Þessir sérfræðingar AGS sjá auðvitað eintóm tækifæri í því að gera heilu þjóðirnar að skuldunautum sínum. Slíkt hefur í för með sér mikil völd fyrir þessa sömu sérfræðinga.

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. sjá ekkert nema tækifæri í skuldasöfnun. Þannig má skjóta öllum erfiðum ákvörðunum á frest, inn í næsta kjörtímabil, þar sem aðrir sitja uppi með innheimtuseðlana. 


mbl.is Fjórða endurskoðunin samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Voðalegt rugl er þetta hjá þér maður. Ríkissjóður var rekinn með halla upp á 220 milljarða í upphafi árs 2009 sem hefur tekist að lækka niður í 35 milljarða í ár. Skuldir eru að lækka en ekki hækka. Lágmark að vera með grunnvallaratriðin á hreinu.

Steini (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 22:05

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Hallarekstur = skuldasöfnun. Eða hvað?

Geir Ágústsson, 10.1.2011 kl. 23:42

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Kannski hefur mönnum tekist að finna formúlu sem kemur í veg fyrir að eyðsla umfram tekjur leiði til skuldasöfnunar. En í fjarveru slíkrar formúlu þá er ennþá verið að safna skuldum til að þýða ESB-löggjöf, starfrækja stjórnlagaþing og reisa fjögurra sala tónlistarhús.

Geir Ágústsson, 10.1.2011 kl. 23:46

4 identicon

@Steini: Núverandi stjórnvöld buðu AGS hingað og hafa þegið öll þessi þarflausu AGS lán. Steingrími er kannski sama um vaxtagreiðslurnar en sumir hafa af þeim áhyggjur. Ríkið greiðir 74 milljarða í vexti og afborganir í ár. Til samanburðar heyrði ég nýverið að verðmæti alls fisks sem kom upp úr sjónum í fyrra hafi verið 106 milljarðar. Hvað kostar rekstur LSH? 45 milljarða?

Svo held ég að þú sért að misskilja Steini: Fyrri ríkisstjórn greiddi niður skuldir öfugt við þessa.

Kannski Geir geti grafið upp hvað við höfum fengið mikið að láni í gegnum AGS (en þau lán eru algerlega þarflaus) og hver vaxtabyrðin af þeim er?

Helgi (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 21:22

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Helgi,

Ég hef lítil tök á því að grafa mikið í þessu (bæði veldur tímaleysi og að ég veit hreinlega ekki hvar ég ætti að byrja). Það er samt ljóst að stjórnvöld eru að leggja mikið á sig til að fá aukna yfirdráttarheimild hjá AGS.

Geir Ágústsson, 16.1.2011 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband