Borgina vantar stjórnarandstöðu

Sjálfstæðisflokkurinn ætti að hafa 40-50% fylgi hið minnsta miðað við það hvernig borgarstjórninni er að takast til við að stjórna borginni. Skattar hækka, skuldir vaxa og borgarbúum að öllu hugsanlegu leyti gert lífið sem leiðast - nema þeir sem tilheyra vinaklíkunni í kringum elítuhrokagikkina í Besta flokknum, eða kaffihúsaelítunni í kringum Samfylkinguna.

Hanna Birna á að koma sér í harða stjórnarandstöðu hið fyrsta. Hennar bíður létt verk, sem er benda á heimskupör borgarmeirihlutans. Létt verk, en verk sem hún er ekki að sinna. 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur sækir í sig veðrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samfylkingin hefur verið með undirróðursstarfsemi, yfirgang og leikið sér að því að blekkja og leggja gildrur til að stytta lífdaga Besta Flokksins, reynsluleysi þeirra og sakleysi er misnotað til að reyna að koma illum áformum í framkvæmd, sem eru á skjön við lýðræðislegan vilja þeirra sem þeir eiga að vinna fyrir, þjóðin öll. Ef Besti Flokkurinn fer ekki að sjá í gegnum þetta fer illa. Illt er að eiga óvin og halda hann vin. Hæfileikar, góður ásetningur, sköpunargáfa og ímyndunarafl fleytir manni bara svo og svo langt ef skortir kænsku og varúð. Jón Gnarr þarf að fara að sparka Degi og verða sá valdsmaður sem þjóðin kaus hann til að vera. Þá verður allt í lagi. Það eru takmörk Jón! Náðu fuglinu Felix út úr búrinu, sagaða niður rimlana, hryntu úr vegi þeim sem halda honum föngnum út í horni, svo hann megi fljúga hátt og syngja nýjan söng meðan hann vísar okkur til himinsins!!!!!!!!!!!!!!!!!!

;) (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 03:01

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þarf eitthvað að leggja gildrur og stunda skemmdarverkastarfsemi til að grafa undan ímynd Besta flokksins? Þetta er dæmigerður vinstriflokkur í hagstjórn, forræðishyggjuflokkur og klíkuflokkur og vinagreiðaflokkur eins og enginn annar og borgarstjórinn er greinilega ekki starfi sínu vaxinn.

Geir Ágústsson, 30.12.2010 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband