Jarðbundinn fasteignasali

Sjaldséðir eru hvítir hrafnar og jarðbundnir fasteignasalar. Morgunblaðið virðist samt hafa fundið einn slíkan (fasteignasala). Stundum tala fasteignasalar og blaðamenn um fasteignamarkaðinn eins og hann sé einhver sjálfstæð, lifandi vera sem hækkar og lækkar án utanaðkomandi skýringa. Þannig sé fólk jafnvel blekkt til að kaupa í þeirri von að fasteignaverð sé "að hækka" án þess að ástæður hækkunar séu gefnar.

Fasteignaverð á Íslandi er að hækka með vaxandi eftirspurn. Skýring Jóns Guðmundssonar, fasteignasala, virðist hljóma sennileg. Fólk er einfaldlega að flýja ofurskattlagða bankareikninga þar sem verðbólgan étur upp allar vaxtatekjur, og vaxtatekjurnar (og verðbæturnar!) étnar upp af skattinum, og niðurstaðan er neikvæð ávöxtun.

Ríkið situr ennþá á miklum fjölda íbúðarhúsnæðis í gegnum Íbúðarlánasjóð. Það húsnæði ætti að vera til sölu og valda þrýstingi á fasteignaverð til lækkunar. Þannig gætu fleiri keypt sér húsnæði án þess að skuldsetja sig á bólakaf og tómt húsnæði kæmist í notkun. En ríkisstjórnin skilur ekki einn stafkrók í hagfræði, og haftastefna og handstýring og miðstýring því meðulin sem á að nota til að knésetja Íslendinga og rúlla þeim betlandi til Brussel. 


mbl.is Hjálpa neikvæðir vextir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband