Íslenska krónan - rétt og rangt

Morgunblaðið flytur okkur vægast sagt ruglingslega og misvísandi frétt af meintri "styrkingu" gengis á íslensku krónunni. Kannski má kenna greiningardeild Íslandsbanka um ruglinginn, en mönnum ætti að vera orðið ljóst að enginn sem skilur gangvert hagkerfisins vinnur í greiningardeildum bankanna.

Fréttin segir að gengi krónunnar hafi styrkst miðað við gjaldmiðla "helstu viðskiptaþjóða Íslands". Þó hafi Ástralíudollar orðið dýrari í íslenskum krónum, en ungverski gjaldmiðillinn sé hruninn, mælt í íslenskum krónum.

Í fyrsta lagi skal það nefnt að íslenska krónan er í gjaldeyrishöftum. Það er því í öllum tilvikum rangt að tala um eitthvað eiginlegt "gengi" íslensku krónunnar. Aflandsgengi krónunnar er það næsta sem við komumst þegar við tölum um gengi krónunnar.

Í öðru lagi er íslenska krónan ekki endilega að styrkjast, heldur gæti verið að hún sé bara að veikjast hægar en aðrir gjaldmiðlar. Flestir seðlabankar heims prenta nú gjaldmiðla sína eins og óðir menn í fullkominni raunveruleikaafneitun. Örfáar undantekningar finnast, og þar á meðal er seðlabanka Ástralíu, sem hóf vaxtahækkanir fyrir þónokkru síðan. Enda er ástralski dollarinn í góðu ásigkomulagi (miðað við flesta aðra gjaldmiðla).

Í þriðja lagi er búið að fikta töluvert við hagkerfið íslenska, þá sérstaklega að undanförnu. Fólki er bannað að stunda viðskipti nema að ákveðnum skilyrðum uppfylltum (t.d. að vera í Samfylkingunni), sumum er leyft að nota aflandskrónur en öðrum ekki, og svona má áfram telja. Biðstofur ráðherra eru fullar á ný í fyrsta skipti í mörg ár. 

Ekkert af þessu er rætt í morgunkornum greiningardeilda bankanna. Þar telja menn að hið versta sé búið og að framundan sé björt framtíð án risavaxinna gjalddaga á lánum í erlendum gjaldeyri (sem bíða næstu ríkisstjórnar, enda mun þessi ekki lifa af kosningar og veit það vel og slær því öllum erfiðum ákvörðunum á frest). 


mbl.is Gengið hækkaði um 12% á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband