Hið opinbera eyðir og eyðir

Hið opinbera eyðir og eyðir sem aldrei fyrr og viðheldur útþöndum rekstri sínum sem í öllum meginatriðum er sá sami og á tímum bólu-skattpeninganna. Núna eru margir skattstofnar bólunnar þornaðir upp, en útgjöldin eru enn á sínum stað.

Ríkisstjórnin og flest sveitarfélög hlaupast undan ábyrgð á eigin útgjaldaveislu með öllum hugsanlegum afsökunum. Stjórnmálamenn kenna fráfarandi stjórnmálamönnum um eigin bruðl og óráðsíu (t.d. þarseinustu eða þarþarseinustu ríkisstjórn). Stjórnmálamenn kenna kreppunni um það að núna þarf að berja seinasta blóðdropann út úr skattgreiðendum eða hreinlega skattpína almenning þar til hann bugast, missir allt sitt og lendir á opinberri framfærslu (þannig verða til þægir kjósendur fyrir vinstriflokkana).

Ég veit ekki hvað þarf að gerast til að almenningur átti sig á því að það eru til aðrar leiðir en stjórnlaus lántaka og skattpíning til að reka opinbert apparat á Íslandi (fyrir þá sem eru hrifnir af slíku). Ég veit ekki hvað þarf til að stjórnmálamenn átti sig á því að stjórnlaus eyðsla skattheimtandi yfirvalda er blóðtaka á hagkerfi og almenning. En eitt er víst og það er að sú leið sem stjórnmálamenn eru að feta núna og almenningur er að umbera er ósjálfbær og endar á gjaldþroti allra. 


mbl.is Skriða hækkana skerðir lífskjör almennings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband