Til fyrirmyndar (því miður)

Rekstur sveitarfélagsins Garðbæjar er til fyrirmyndar - því miður!

Því miður, því sveitarfélagið er bara að halda sköttum og gjöldum óbreyttum og greiða niður skuldir sínar, auk þess að reyna halda núverandi rekstri í aðhaldi. 

Þegar miðað er við langflest önnur sveitarfélög (þar á meðan Sjálfstæðismannavígið á Seltjarnarnesi eftir seinustu oddvitaskipti þar á bæ), þá er algjör hátíð að vera íbúi í Garðabæ. Þar eru yfirvöld ekki að reyna kreista seinasta blóðdropann úr skattgreiðendum sínum. Garðabær er til fyrirmyndar.

Því miður er þetta allur metnaðurinn í rekstri hins opinbera á Íslandi. Venjan virðist vera sú að stjórnmálamenn finni stærsta hamarinn í verkfæraskúffu sinni og berji eins fast og þeir mögulega geta í skattgreiðendur sína. Skattgreiðendur geta ekki flúið því önnur eins meðferð bíður þeirra hvert sem þeir flýja. Með örfáum undantekningum. 

Svo tala menn um að sameina sveitarfélög. Það er engin töfralausn. Þá verður ennþá erfiðara að flýja með fótunum þangað sem skattgreiðendum er leyft að byggja sig upp að nýju eftir hrunið.

(Sennilega er erfiðara en ella að flýja til hinna örfáu sveitarfélaga þar sem skattheimtunni er stillt í hóf því fasteignaverð þar endurspeglar sennilega hin góðu skattakjör og því hærra en gengur og gerist. En þetta er bara kenning.)


mbl.is Samstaða í bæjarstjórn Garðabæjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband