'Fylgdu flokkslínunni, eða láttu þig hverfa'

Samfylkingarfólk talaði á sínum tíma um að mönnum væri "refsað" í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki ef þeir fylgdu ekki flokkslínum. Nú er nákvæmlega þetta að gerast í VG og Samfylkingu: Ef þú fylgir ekki flokkslínunni, þá ertu frystur. 

Samfylkingarmenn hafa nú snúið fyrri skoðunum á höfuðið.

Ég sé ekki betur en að Samfylkingarfólk eigi að fagna og klappa í hvert skipti sem VG-maður ljær ESB-áhugamáli þeirra atkvæði sitt. Ég sé ekki betur en að VG-liðar séu að traðka á öllum ályktunum og samþykktum eigin flokks í ótal málaflokkum. En Samfylkingarfólk þakkar ekki svikin, heldur bölvar þeim sem svíkja ekki nógu kerfisbundið. 

Það er yndislegt að lesa upprifjun á eigin orðum VG-liða og annarra stjórnarliða og setja í samhengi við nýjustu atburði. Vonandi er einhver blaðamaðurinn eða sagnfræðingurinn að halda utan um stór orð stjórnarliðanna. 


mbl.is Segist styðja ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lilja Mósesdóttir er ekki algjörlega siðlaus og samviskulaus, né vangefin, og ætti því að segja skilið við þennan glæpaflokk og hálfvitagengi og stofna nýjan og betri flokk, skipaðan betra og greindara fólki líkara henni sjálfri. Hún, ólíkt ríkisstjórninni, er vinsæl með gott orðspor, og því í raun valdameiri en allur hennar gamli, deyjandi flokkur, sem hefur smánað sig svo mjög með undirgefni sinni við Samspillinguna að þeir hafa slegið út sjálfan Framsóknarflokkinn með undirlægjuhætti og hlýðni, sem er mjög óvirðingarvert hlutverk. Við sem kusum græna ætluðum okkur ekki að kjósa dyramottur og skeinipappír fyrir tækifærissinna. Við kjósum þá aldrei meir, en kannski Lilju frekar en ekkert...Heiðvirða vinstrimenn vantar almennilegan flokk til að kjósa. Margir ætla bara að sitja heima næst. Sorglegt að færa íhaldinu þannig valdið í hendurnar, en það er ekki endalaust hægt að selja samvisku sína með að kjósa svikara, hvorki til hægri né vinstri. Kæra Lilja, hlustaðu á kall örlaganna og stofnaðu þinn eigin flokk. Þá get ég kosið einhvern frekar en sitja heima.

Olaf Palme (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 02:32

2 identicon

Þetta pakk sem situr við stjórn núna er EKKI vinstrimenn. "Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá". Þetta eru loddarar, og svikarar og lygarar og hræsnarar, sem þykjast vera eitthvað sem þeir eru alls ekki. Jóhanna og Steingrímur hafa lítið gert annað en sleikja sig upp við erlendar fjármálaelítur þær sem standa á bak við Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn, bukta sig og beygja fyrir þeim í hlýðni og undirgefni, seljandi land sitt og þjóð, sál sína og samvisku, og þeir sem hegða sér þannig eru auðvitað ekkert annað í stórkapítalistar. Var alinn upp í Svíþjóð Olafs Palme og myndi ekki kalla svona pakk vinstrimenn þó það kalli sig það sjálft, frekar en ég fari að kalla Hitler "sósíalista" bara afþví hann sjálfur skreytti flokk sinn nafnbótinni "þjóðernissósíalista", þegar hann var ekki meiri sósíalisti en svo að færa auðinn frá einni elítu til annarra, moka undir þýsk stórfyrirtæki, fjármagnaður af bandarískum stórfyrirtækjum eins og General Motors, og hygla vinum sínum..........og var til þess jafnvel tilbúinn að breyta fólki í sápu til að selja það. Þannig hugsa þeir sem vilja selja þegna sína. Jóhanna og Steingrímur eiga meira sameiginlegt með slíkum aðilium en í fyrstu virðist, þau lugu til dæmis blákalt að okkur bæri "siðferðileg skylda" til að blæða út af misbrestum rétt yfir þrjátíu íslenskra viðskiptamanna, en á svipuðum forsendum hugsuðu nazistar að allir gyðingar, venjulegt fólk, þyrftu að gjalda fyrir óvinsældir nokkurra bankamanna. Þannig hugsa allir gerfi "sósíalistar", þjóðernis, grænir eða samspillingar - sósíalistar, breytir engu máli. Hjarta gerfisósíalismans slær eins, mun hraðar og örar fyrir heimskapítalisman og glæpamenn en hjarta hins venjulega hægrimanns eða Sjálfstæðismanns, og ólíkt hægri arminum þjáist sá "vinstri", sem svo segist vera líkt og nazistarnir lugu líka upp á sig, ekki aðeins af eigingirni heldur líka af heimsku og barnaskap. Ég er vinstrimaður í húð og hár en ég kýs frekar þá sem þykjast ekki vera annað en þeir eru en þá sem hæðast að hugsjónum mínum og spíta þannig í andlit hins sanna sósíalisma. Olaf Palme átti álíka mikið sameiginlegt með þessu pakki og Hitler.

Svíinn (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband