Bankar þurfa að keppa í trausti

Það ætlar að síast seint inn, en það mun þurfa að síast inn, að bankar eiga núna að keppa í trausti en ekki eftir því hversu vel þeir uppfylla holótt opinbert eftirlit.

Þetta rann upp fyrir einhverjum dönskum bönkum eftir hrunið. Þeir best reknu sögðu hátt og skýrt "nei takk" við opinberum lánum. Dæmi:

Lån & Spar Bank A/S har besluttet at takke nej til regeringens tilbud om lån til hybrid kernekapital på dagens bestyrelsesmøde.

(Af hverju segir banki nei takk við ódýru lánsfé frá ríkinu? Af því fylgja líka allskyns afskipti af rekstri bankans, auk þess sem slík lántaka fær heilbrigt tortryggna viðskiptavini til að óttast um sparifé sitt.)

Ég vona að MP banki leysi sín mál gangvart hinu opinbera og segi viðskiptavinum sínum skýrt og skilmerkilega frá því af hverju hið opinbera setur spurningamerki við eiginfjárhlutfall bankans. Íslenskt bankakerfi má ekki við því að missa einu pólitískt frjálsu vinina í hinni sósíalísku eyðimörk sem fjármálastarfsemi á Íslandi er í dag. 


mbl.is Ætla að styrkja eiginfjárgrunn MP banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Lítill fugl kvíslaði því að mér að útrás MP-banka til Úkraínu hafi haft meira að gera með sætar og auðveldar stúlkur, heldur en viðskiptahagsmuni bankans að gera. Þessi banki er frekar dubious eins og stofnandi hans.

Pæliði í hégómagirnini að nefna bankann með upphafsstöfum nafns síns?? Þarna er greinilega siðblindur einstaklingur á ferð og ég mundi ráðleggja fólki að forðast MP banka. Þarna á eitthvað mjög slæmt eftir að koma upp á yfirborðið.

Guðmundur Pétursson, 29.11.2010 kl. 02:03

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Pólitíkst frjálsu?? Stofnandi bankans hefur verið innsti koppur í búri hjá Sjálfstæðisflokknum síðan í bernsku. Ekki vegna hugsjóna nota bene, maðurinn mundi selja ömmu sína ef að verð fengist fyrir líkið á markaði.

Guðmundur Pétursson, 29.11.2010 kl. 02:10

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðmundur,

Það er nákvæmlega þetta sem ég er að meina þegar ég segi að bankar eigi að keppa í trausti. Þú hefur greinilega einhverjar skoðanir á MP og aðferðum MP í rekstri banka og velur þá væntanlega einhvern annan banka.

En á meðan ríkið er að vasast í rekstri banka þá er ekki um raunverulegt val að ræða. Þú ert þá bæði viðskiptavinur banka og skattgreiðandi borgunarmaður ef bankar fara á hausinn í skjóli ríkisábyrgða. 

Geir Ágústsson, 29.11.2010 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband