Sátt hjá VG um ESB-stefnu Samfylkingarinnar

Steingrímur J. gerir nú enn eina tilraun til þess að fá VG til að samþykkja stefnu Samfylkingarinnar (og að einhverju leyti Framsóknarflokksins) í ESB-málinu öllu með öllu tilheyrandi. Sú stefna gengur út á að Ísland eigi að ganga í ESB, sama hvað "býðst" í aðlögunarumræðum við ESB, greiði Icesave-reikninga hins þá einkarekna Landsbanka Íslands til að halda Bretum og Hollendingum góðum, og taki þátt í "fræðslu" ESB á Íslandi um eigið ágæti.

Steingrími J. hefur ekki tekist að sannfæra VG um ESB-stefnu Samfylkingarinnar ennþá. Reiðibréf, opinber og óopinber, eru ennþá að berast Steingrími. "Grasrótin" svokallaða er ennþá að þrjóskast við að þingmenn VG fylgi samþykktri stefnu VG á Alþingi. Kannski tekst Steingrími ætlunarverk sitt í þetta skipti. Kannski springur VG í loft upp. Spennan magnast.


mbl.is Bjartsýnn á að sátt náist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Umræðan um Icesave-kúgunina ætlar seint að verða nákvæm. Þannig tala sumir ranglega um að Icesave sé skuld almennings á Íslandi. Aðrir tala um að Icesave sé skuld Landbankans. Báðar útgáfur eru í eðli sínu rangar, því að Landsbankinn var með innistæðutryggingu í Bretlandi og Hollandi.

 

Auðvitað áttu tryggingasjóðir þessara landa að greiða tryggingarnar og það gerðu þeir. Tryggingasjóðirnir eiga svo kröfu á þrotabú Landsbankans. Samkvæmt upplýsingum frá tryggingasjóðunum, var álagið á þá vegna Ivesave-innistæðanna ekki meira en svo, að ekki reyndist nauðsynlegt að hækka iðgjöldin um eitt Pund eða eina Evru.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 19.11.2010 kl. 22:12

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Annað hvort ætlar VG að lifa eða ekki og af öllu sem ég sé ætlar VG hoppa ofaní gröfina!

Sigurður Haraldsson, 20.11.2010 kl. 08:45

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Stóra sáttin um svikin.... þetta fer að mynna á S-Gjaldborgina....

Óskar Guðmundsson, 20.11.2010 kl. 13:21

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Loftur,

Sammála. Réttast er kannski að segja "ógreiddar innistæður Landsbankans, ríkistryggðar samkvæmt regluverki ESB/EES" (sem sagt, ekki af íslenskum skattgreiðendum).

Geir Ágústsson, 20.11.2010 kl. 20:40

5 identicon

Sæll.

Ég held að eðlilegt sé nú að tala um VG sem ESB flokk. Þeir vilja halda aðildarviðræðum áfram, með tilheyrandi kostnaði. VG vilja frekar leggja heilbrigðiskerfið úti á landi niður í stað þess að spara okkur þessar aðildarviðræður og nota það fjármagn frekar í t.d. heilbrigðiskerfið. VG er ESB flokkur, það skiptir ekki máli hvað þeir segja heldur hvað þeir gera.

Jon (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband