Pólitískt markmið stjórnvalda: Viðhalda neyðarástandinu

Það fjölgar hratt í hópi útlendinga sem sjá það sem hvert mannsbarn á Íslandi veit: Að stjórnlaus skuldasöfnun og eilífar björgunaraðgerðir á gjaldþrota fyrirtækjum á kostnað skattgreiðenda eru ekki leiðin til endurreisnar hagkerfis.

Ég segi að hvert mannsbarn á Íslandi viti þetta. Vinstrimenn líka. Vinstrimenn hafa hins vegar pólitískar ástæður (ekki efnahagslegar) fyrir því að keyra ríkissjóð áfram á stjórnlausri skuldasöfnun og stórkostlegri útvíkkun hins opinbera "björgunar"nets. Pólitískt markmið vinstrimanna (hvar í flokki sem þeir finnast) er einmitt að viðhalda eilífu "neyðarástandi" og þannig smala sífellt fleirum undir verndarvæng hins opinbera. 

Eða heldur einhver að gjaldþrota maður á opinberri framfærslu sé líklegur til að kjósa stjórnmálamenn sem boða aðhald í rekstri og skerðingu á opinberum framfærslum til að losa um einkaframtakið, með þeirri óvissu sem það felur í sér fyrir einstaklinginn með sitt þrönga sjónsvið?


mbl.is Lánshæfiseinkunn Íslands lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband