Fimmtudagur, 18. nóvember 2010
Allir flokkar í minnihluta?
Þær eru erfiðar í túlkun þessar skoðanakannanir sem nú eru gerðar.
Fæstir vilja Sjálfstæðisflokkinn í stjórn. En stjórnin nýtur heldur ekki stuðnings samkvæmt annarri könnun. Eru þá allir flokkar í minnihluta?
Sjálfstæðisflokkurinn getur auðveldlega sjálfum sér um kennt fyrir þá stöðu sem hann er í. Síðan nafni minn Haarde tók við flokknum á sínum tíma hefur flokkurinn siglt hratt og örugglega inn á miðjuna í sókn eftir atkvæðum Samfylkingarinnar. Kjósendur sjá varla nokkurn mun á S-flokkunum í dag. Sjálfstæðisflokkurinn þorir ekki að skilja sig frá hjörðinni og boða harðkjarna frjálshyggju, sem meðal annars felur í sér aðskilnað ríkis og hagkerfis (engar ríkisábyrgðir á skuldum, stórkostlega minnkuð haftastefna af hagkerfinu).
Kannski er meirihluti þjóðarinnar hlynntur því að ríkið stundi "lántökur vegna stjórnlagaþingsins, tónlistarhússins, ESB aðlögunar eða kynjaðrar hagstjórnar" (#). Sú afstaða breytist varla til hins betra þegar ESB-áróðursmilljónirnar byrja að streyma til landsins. En er það til marks um sannfæringarmátt vinstrimanna að pólitísk markmið þeirra séu svona vinsæl, eða er það til marks um veikburða Sjálfstæðisflokk að holótt röksemdarfærsla vinstriflokkanna nýtur enn áheyrnar?
Íslenska hagkerfið átti inni stóran skell þegar ríkisábyrgðir á skuldbindingum bankanna lentu á skattgreiðendum, og hún er mikil sú ábyrgð sem Sjálfstæðismenn bera á því að þær ríkisábyrgðir hafi verið til staðar. En fyrr má nú vera að það taki 2 ár að hreinsa eina gjaldþrotahrinu út úr hagkerfinu, sem sér ekki fyrir endann á með eilífum opinberum íhlutunum og björgunaraðgerðum, lántökum og fjáraustri í gæluverkefni.
Flestir vilja ekki Sjálfstæðisflokkinn í stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.