Miðvikudagur, 27. október 2010
Er 'losun' bara 'losun'?
Stutt frétt á mbl.is um "losun gróðurhúsalofttegunda" skilur eftir margar spurningar í mínu höfði. Hver getur svarað?
- Hvaða "gróðurhúsalofttegundir" voru þetta? (CO2, metan, vatnsgufa, eitthvað annað?)
- Hvaðan var losað? (úr eldfjöllum, verksmiðjum, bílum, skipum?)
- Hvað fékkst í skiptum fyrir þessa losun? (verðmæti í vasann, fiskur á land, útflutningsafurðir?)
- Hver yrði losunin ef t.d. rafmagn álveranna færðist úr íslenskum vatnsfallsvirkjunum í rússnesk kolaorkuver?
- Og að lokum: Hvað með það þótt Íslendingar losi meira af ótilteknum gróðurhúsalofttegundum en hin Norðurlöndin?
Mest losun á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessi röksemdafærsla um að ef „við myndum ekki framleiða álið, að þá myndi einhver annar gera það með meiri losun gróðurhúsaloftegunda“ fer að verða dáldið þreytt. Sú skoðun að menn geta haldið áfram sínu neyslubrjálaði og lifað eins og við lifum bara með rafmagnsbílum, vindmillum og kísilflögum kallast grænn kapítalismi og virkar ekki röklega. Aukin neysla kallar á aukna framleiðslu. Aukin framleiðsla gengur meira á umhverfið. Sama hvort við notum rafmagnsgröfur til að stífla á frekar en dísel, þá erum við samt að stífla ánna og hugsanlega skemma vistkerfið fyrir fullt af öðrum tegundum lífvera.
Þessi röksemdafærsla felur í sér að ál verði framleitt. Að álframleiðsla sé óhjákvæmileg. Ef að við framleiðum það ekki, þá gerir einhver annar það. Endurvinnsla er ekki inn í myndinni. Minnkandi álnotkun er ekki inn í myndinni. Ef að við framleiðum ekki ál, þá myndi framleiðslukostaður þess aukast. Það er ekki víst að aðrir myndu framleiða það og því myndi framboðið minnka. Það myndi aftur auka álverð og hvetja til endurvinnslu.
Röksemdafærslan þín #4 er ógild. Hærra álverð er mun hollara fyrir umhverfið en ál framleitt með endurnýtanlegum orkugjöfum.
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 17:09
Hinar röksemdafærslurnar er líka auðvellt að hrekja.
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 17:27
Rúnar,
Ég þakka fyrir athugasemdir þínar. Ég sé hins vegar að við erum með ólíkar skoðanir og ólíka nálgun á ýmsu. Ég lít til dæmis á ál sem "verðmæti" af því það er einhver tilbúinn að skipta á því og fé, og því einhver tilbúinn að fjárfesta fé í framleiðslutækjum til að framleiða ál. En auðvitað ekki hlynntur því að eignir manna séu gerðar upptækar til þess (ríkið sem þjóðnýtti eignir bænda til að "rýma" fyrir virkjunarlónum, og "bætti" bændum skaðann með fé skattgreiðenda).
En á meðan einhver vill skipta á fé sínu og áli þá verður það framleitt, t.d. til að framleiða létta bíla úr álblöndum sem eyða minna bensíni en þungir bílar úr stáli.
Annars er það nú svo að allt sem við gerum hefur áhrif á umhverfi okkar, en við þurfum þá að hafa kerfi, t.d. verðmyndun á einkaeignum á frjálsum markaði, til að vega og meta kosti hinna ýmsu aðgerða.
Geir Ágústsson, 27.10.2010 kl. 18:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.