Nokkur orð um AGS

Ekkert af þeim aðgerðum sem IMF mun leggja til á Íslandi, eins og hann gerir alls staðar, finnst mér vænleg til þess að draga úr kreppu á Íslandi; í raun ættu stjórnmálamenn einkum að taka mið af ráðum IMF með neikvæðum formerkjum, þ.e. gera alltaf hið gagnstæða við það sem sjóðurinn leggur til.

 Þessi orð ritar einn af hugmyndafræðingum VG, Sverrir Jakobsson, haustið 2008 (áður en VG komst í hlýju Stjórnarráðsins og varpaði öllum skoðunum sínum fyrir borð).

Þótt ég sé ósammála nánast öllu sem Sverrir Jakobsson skrifar/segir um nánast allt þá get ég ekki annað en tekið undir þessi orð (þótt ég geri það ekki af sömu ástæðum og Sverrir).

AGS er að samþykkja "efnahagsáætlun" sem felur eftirfarandi í sér:

  • Minniháttar niðurskurð á hinu opinbera bákni (sem er að fjölga starfsmönnum þessi misserin, vel á minnst)
  • Stóraukna skattheimtu með öllum sínum lamandi áhrifum á hagkerfið
  • Gjaldeyrishöft sem verður erfiðara með hverjum deginum að vinda ofan af
  • Gríðarlega pólitíska óvissu um framtíð aðalútflutningsgreinarinnar með óskipulögðu tali um samningaleið þetta og þjóðnýtingu hitt
  • Erlendar fjárfestingar kæfðar með pólitískum vandræðagangi og seinagangi í stjórnsýslunni
  • ..og fleira til!

Ég ætla að leyfa mér að taka undir orð Sverris Jakobssonar hér að ofan. AGS mun skilja eftir sig sviðna jörð á Íslandi.


mbl.is Þriðja endurskoðunin samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband