Logið að lýðnum, með bros á vör

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, var fús til að viðurkenna að hann hafi dottað undir ræðu Roberts Mugabe, forseta Simbabve, á þingi Sameinuðu þjóðanna í liðinni viku.

 Það var nú ágætt. Það fer varla framhjá neinum að hin gríðarfjölmenna "sendinefnd" steinsvaf á þingi Sameinuðu þjóðanna. Sennilega var það kampavínið sem gerði útslagið þótt Össur kenni "miðri nótt" um svefngöfgina. Þess má geta að "tott" Mugabe var tæpar 17 mínútur eða sem svarar til hálfrar kennslustundar. 

Á öðrum stað er samt að finna aðra frásögn:

Það var enginn sofandi. Þetta var mjög mikilvæg ræða sem allir vildu heyra og við hlustuðum mjög vel

Nú er örlítill blundur á löngum fundi eflaust ekki mest áríðandi málefni líðandi stundar í landi þar sem ríkisstjórnin er að kafsigla öllu. En ég dreg af þessu annan lærdóm, sem er sá að yfirlýsingar frá hinu opinbera stangast hver á við aðra. Ef opinberum starfsmönnum finnst svona erfitt að segja satt frá um "sakleysislegt" mál eins og þetta, hvað þá með stærri, flóknari og alvarlegri mál?

(Svarið er auðvitað að þar stangast líka frásagnir hver á við aðra svo eftir stendur rykmökkur sem fjölmiðlamenn gleyma svo á endanum, stjórnarliðinu til mikils léttis.)


mbl.is „Já ég dottaði á fundi SÞ“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það undarlega við Össur er að hann virðist ekkert meira meðvitaður þegar hann er vakandi...bara láta hann sofa. Hann gerir ekkert af sér á meðan.

Óskar Arnórsson, 28.9.2010 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband