Mánudagur, 27. september 2010
Rifist um reiknireglur - VANtreystum bönkunum
Vangaveltur um uppgjörsvenjur og reikningshald eru áhugaverðar. Árum saman stimpluðu eftirlitsstofnanir og alþjóðlegar matsstofnanir reikninga íslensku bankana með stórum OK-stimpli því í þeim fundust hvorki lögbrot né svik í merkingu laganna. Og sennilega voru mjög fá lög brotin og ómerkileg.
Almenningur gleypti við blástimplun eftirlitsstofnananna og hinna alþjóðlegu "mats"fyrirtækja og hlustaði vel á stjórnmálamenn sem báðu um "traust" á bankakerfinu, svo spilaborgin myndi nú ekki hrynja.
En svo klikkaði allt.
Mér dettur þá helst í hug að boða nýjan hugsunarhátt gagnvart bankakerfinu: VANtraust.
Með VANtrausti á bönkum mun almenningur fara mun varlegar í að skuldsetja sig á bólakaf, setja öll eggin í eina körfu og láta opinberar eftirlitsstofnanir og alþjóðleg "mats"fyrirtæki ekki draga sig á asnaeyrum ofan í djúpa fjármálaholu.
Með VANtrausti á bankakerfinu fær bankakerfið svipaða stöðu í hugum fólks og t.d. öryggisfyrirtæki, sem þurfa að treysta á gott orðspor og flekklausa starfsmannaskrá til að laða til sín viðskiptavini.
Með VANtrausti neyðast bankarnir til að stilla gírun og skuldasöfnun í hóf og keppa í trausti, t.d. með því að segja nei við opinberri framfærslu og gorta sig svo af því eftir á svo allir geti séð hvað reksturinn er traustur.
Með VANtrausti á bankakerfinu og minnkandi vægi á opinberar blástimplanir þá fæðist heilbrigt og gagnrýnið hugarfar hjá okkur skjólstæðingum bankanna.
Bankakerfið á ekki skilyrðislaust traust okkar skilið frekar en önnur fyrirtæki sem taka við eigum okkar og lofa að passa vel upp á þær. Bankar eiga að keppa í trausti. Það gera þeir samt ekki fyrr en ríkisvaldið hættir að standa fyrir aftan þá til að bjarga með fé skattgreiðenda ef viðskiptamódelið gengur ekki upp.
![]() |
Bankarnir byggðu á sandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Íslendska banka-líkanið er þá komið í ljós. Það byggðist á tveimur megin-þáttum:
1. Fölsun eiginfjár. Stærstu eigendur bankanna lánuðu sjálfum sér hlutabréf og einnig þeim sem nutu velþóknunar þeirra. Þannig var hagnaði bankanna dælt út til eigendanna og bankarnir gátu jafnframt vaxið endalaust í skjóli torgreindu peningastefnunnar. Auk erlendra banka, sá Seðlabankinn um að fjármagna vöxtinn. Allt kerfið starfaði í fullkomnu samræmi við torgreindu peningastefnuna. Hvað eru menn að leita að sökudólgun út um víðan völl ?
2. Bygging spilaborgar. Undirbúningur að þjófnaðinum var hafinn fyrir einkavæðingu bankanna. Í skjóli ríkisrekstrar höfðu bankastjórarnir haft gott næði til að temja sér glæpsamleg vinnubrögð. Fyrir tíma einkavæðingar ríkisbankanna tveggja var hafist handa við að skapa þéttriðið fyrirtækjanet, til að koma væntanlegum ránsfeng í öruggt skjól.
Þar sem torgreinda peningastefnan var fundin upp til að ræna almenning, þá virkaði stefnan fullkomlega. Sá eltingaleikur sem nú er stundaður við meinta brotamenn er sýndarleikur. Ætlunin er að halda torgreinda leiknum áfram, en útfærsla nærsta hruns verður væntanlega með nýgju sniði. Umsagnarstíll rannsóknarnefndar Alþingis er grátbroslegur:
Loftur Altice Þorsteinsson, 28.9.2010 kl. 09:40
Sæll Loftur,
Ánægjulegt að sjá þig hérna aftur þótt mér sýnist nú MBL-fólkið strax vera búið að loka nýju bloggi þínu í nafni hinnar heilögu rétttrúnaðarkirkju umræðustjórnmálanna (þar sem umræðan er einskorðuð við "réttar" skoðanir).
En já, á meðan almenningur sættir sig við "fractional reserve" svikamylluna þá mun almenningur seint geta kvatt risavaxnar bólur og óumflýjanlega hvelli þegar þær springa.
Verðbólga = þar sem fé (kaupmáttur) er fært frá seinustu móttakendum nýprentaðra peninga (fólk á föstum tekjum, ellilífeyri, fólk í launavinnu) og til fyrstu móttekenda (bankafólk, ríkisvaldið).
Peningastefna stjórnvalda: Viðhalda "hóflegri" verðbólgu.
Geir Ágústsson, 28.9.2010 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.