Stjórnvöld hlusta ekki á tillögur

Stefna ríkisstjórnarinnar gagnvart hugmyndum um aðrar leiðir en linnulausar skatta- og skuldahækkanir er sú að hlusta ekki, eða svo vitnað sé í einn stuðningsmann ríkisstjórnarinnar: Hlustum ekki á lævíslegan áróður hrunverjanna.

Hagstjórn stjórnarinnar er fyrirsjáanleg og alveg í anda þeirrar sem seinasti vinstrimaður í stóli fjármálaráðherra stundaði - sjá til dæmis hér

Íslenska hagkerfið á sér ekki viðreisnar von fyrr en þessi ríkisstjórn fer frá. 


mbl.is Skattastefnan gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Flottur pistill hjá þér, eins og oft áður.

Ég vona að þingmenn Sjálfstæðisflokksins fari nú að hrista af sér slenið og reyni að útskýra fyrir fólki, þangað til það skilst, að hrunið hefur ekkert með stjórnmálaflokka að gera. Það varð líka allt vitlaust í Bretlandi og þar var systurflokkur Samfylkingarinnar við völd, Verkamannaflokkurinn. Í USA varð líka hrun en þar voru Repúblikanar við völd. Vandinn er ekki svo einfaldur að hægt sé að hengja einn stjórnmálaflokk fyrir hann - simple minds simple solutions dettur manni í hug þegar maður heyrir þetta innihaldslausa blaður um hrunverja og hrunflokka o.s.frv. Þeir sem ætla sér að hengja stjórnmálaflokka fyrir þann vanda sem að heiminum steðjar í dag skilja illa rætur vandans. Lausnir slíkra aðila munu því engu skila öðru en fölskum vonum.

Það er dýr hver mínúta sem þessi ríkisstjórn situr enn við völd. Hvernig hafa þingmenn samvisku í að stýra þjóðinni í enn frekari samdrátt, enn frekara atvinnuleysi og enn meiri örvæntingu? Hvernig hafa menn samvisku í að segja fullum fetum að hagvöxtur sé þegar tölur segja annað? Það hefði nú sennilega heyrst hljóð úr horni ef þingmaður/ráðherra Sjálfstæðisflokksins hefði farið með staðlausa stafi líkt og núverandi fjármálaráðherra, ekki satt? Af hverju er honum ekki velt upp úr þessum málflutningi sínum? Er þingmenn Stjálfstæðisflokksins hræddir við það? Það þarf að benda á það sem er illa gert.

Það sem mér finnst samt furðulegast er hvað stjórnin nýtur enn mikils stuðnings í skoðanakönnunum? Nú er að rofa til í efnahagsmálum alls staðar í kringum okkur nema hér. Hverju er það að kenna nema núverandi stjórnarflokkum? Hvað eru kjósendur að hugsa? Nú sér fólk og finnur á eigin skrokki að núverandi stjórnarflokkar ráða ekki við ástandið en á samt að styðja þá áfram? Hvað veldur? Kannski það að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki haft manndóm í sér til að hrekja almennilega þennan hrunflokka málflutning? Fólk heldur að ekkert betra taki við. Getur það verið?

Sjálfstæðisflokkurinn þarf einnig að halla sér að frjálshyggjunni (sumir hafa ranglega viljað kenna henni um allt sem aflaga fór í heiminum). Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið miðjuflokkur of lengi, hann þarf að færa sig talsvert til hægri.

Helgi (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 13:00

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Helgi,

Ég þakka fyrir hugleiðingu þína.

Persónulega varð ég spenntur að lesa þessa frétt:

http://www.pressan.is/Kaffistofan/Lesakaffistofu/bandalag-haegrimanna-ad-faedast

Í póstinum segir að Bandalag hægrimanna sé varnaraðgerð sem miðar að því að sækja fram í nafni einstaklings- og athafnafrelsis, gegn ofsköttun og sívaxandi ofurvaldi ríkisins.

Vonandi verður þetta framtak til þess að hreyfa við hlutunum. Ég bind einnig vonir við að ný stjórn Heimdallar láti til sín taka. Tilheyri að vísu hvorugum klúbbnum en held áfram að berjast úr mínu litla byssuhreiðri.

Það má nefnilega ekki gleyma því að það eru hugmyndir sem stjórna almenningsálitinu, en ekki öfugt. Ríkjandi hugmyndir almennings í dag, t.d. um jafnrétti, umhverfisvernd og hlutverk ríkisvaldsins, spruttu ekki sjálfar upp úr jörðinni. Þær eru afleiðing margra ára hugmyndafræðilegrar baráttu, sem að lokum náði til blaðamanna og prófessora og annarra "penna" sem breiddu þær áfram til almennings. 

Hægrimenn hafa misstigið sig illilega á þessum vígvelli hugmyndafræðibaráttunnar með t.d. sókn Sjálfstæðisflokksins inn á miðjuna og þögn frjálshyggjumanna (hlutfallslega, miðað við jafnaðarmennina).

En nú eru blikur á lofti, vonandi.

Geir Ágústsson, 27.9.2010 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband