Fimmtudagur, 23. september 2010
Fyrirsjáanleg hagstjórn
Okkur, í forystu atvinnulífsins skorti hins vegar hugmyndaflug til að ímynda okkur að ríkisstjórnin myndi færa skattkerfið áratugi aftur í tímann, fórna einfaldeika þess og gagnsæi, gera það ósamkeppnisfært við nálæg ríki og taka upp að nýju skatta sem eru óréttlátir og flest nálæg ríki hafa losað sig við.
Barnaleg ummæli eða eðlilegur skortur á skilningi á eðli vinstristjórnar? Ólafur Ragnar Grímsson hagaði sér sem fjármálaráðherra á sínum tíma á mjög svipaðan hátt og Steingrímur J. í dag. Skattar hækkaðir, "tekjur" vegna hækkandi skatta oftaldar, aðrir skattar smíðaðir, þeir hækkaðir, skatttekjur lækka, ríkissjóður skuldsettur frekar, og svona má lengi telja.
Þetta er allt mjög fyrirsjáanlegt. Rétt eins og komandi útsvarshækkun í Reykjavík, þar sem skuldir eru einnig á uppleið á ný eftir örlítið hlé.
Lýsa ótrúlegri vanþekkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.