'Sérfræðingarnir' með þetta á hreinu

Telja sérfræðingar að þetta tvennt, það er lækkun á gengi Bandaríkjadals og staða efnahagsmála vestanhafs, hafi mest áhrif til hækkunar [á gullverði] í dag.

Þessir sérfræðingar sem fjölmiðlar leita til eru skondin hjörð. Þeir skilja ekki samhengi hluta. Þeir skilja ekki gangverk markaðarins. Þeir rýna í tölur og lesa blaðafyrirsagnir til að komast að orsökum og afleiðingum.

Hækkandi gullverð þýðir eitt og aðeins eitt: Minnkandi traust á kaupmætti "hefðbundinna" gjaldmiðla. Fólk er að flýja með peningana sína undan peningamiðstjórn hins opinbera og inn í eitthvað sem heldur kaupmætti sínum betur en nánast nokkuð annað á föstu eða rafrænu formi: Gull.

As central banks continue to accelerate the pace at which money is printed, inflation will increase, and the purchasing power of paper currencies will decline. This will result in more and more astute investors fleeing to the safety of gold.

http://www.marketoracle.co.uk/Article8391.html

Menn ættu að taka hækkun gullverðs (mældu í dollurum) alvarlega, og gera ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram um ókomna framtíð á meðan menn eins og George W. Bush og Obama sitja við stjórnvölinn í Bandaríkjunum. 

Eftirfarandi orð er einnig gott að taka til umhugsunar:

We now are witnessing a struggle between two camps that I playfully call the “Stimulators” and the “Austereians.” Both warn that a worldwide depression will ensue if governments now make the wrong choices: the Stimulators say the danger lies in spending too little and the Austereians from spending too much. Each side also has their own economic champion: the Stimulators follow the banner of Nobel Prize-winning economist Paul Krugman, while the Austereians are forming up behind the recently reformed former Fed Chairman Alan Greenspan. (It is cold comfort to witness “The Maestro” belatedly returning to the hard-money positions that characterized his earlier years.)  

http://www.europac.net/commentaries/new_ideological_divide

Er þetta ekki það sem við sjáum í dag? Svíþjóð og Þýskaland að slást við fjárlagahalla og reyna að útrýma honum og uppskera hagvöxt í staðinn. Ísland og Bandaríkin að dæla lánsfé í hagkerfið og ennþá er allt á niðurleið.


mbl.is Gullverð aldrei hærra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband