Þriðjudagur, 7. september 2010
Gengið of sterkt
Leyfi mér að fá að láni blogg-titil annars moggabloggara en sá segir allt sem segja þarf um hinn litla vöruskiptajöfnuð.
Í annarri frétt segir svo að nýskráningum bíla sé að fjölga á Íslandi. Það er til merkis um hagkerfi sem er á kolrangri braut við að hreinsa af sér gjaldþrot hrunsins.
Á meðan eru menn á fullum launum við það að segja almenningi einhverja vitleysu í nafni hagsmunabaráttu og gera starfsstétt sína að athlægi í leiðinni.
Stundum er ekki öll vitleysa eins, en er engu að síður vitleysa.
Neikvæður hagvöxtur í 1,5 ár er stjórnvöldum að kenna og engum öðrum. Holan er grafin dýpra og dýpra og um leið er logið af almenningi, bæði úr Stjórnarráðinu og skrifstofum hinna og þessa sem skilja ekki gangverk hagkerfisins. Er ekki mál að linni?
Vöruskipti áfram hagstæð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þakka þér fyrir. Þetta er allt sem segja þarf og þú gerir um betur. Þetta er því miður alveg augljóst.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 10:55
Og þarna eru tveir sem eru á andstæðum pólum varðandi Evrópumálin sammála, að þeir halda.
Þó margt í grein þinni hér að ofan sé rétt Geir þá kemur það hvergi því við að neikvæð vöruskiptaþróun þarf ekki að haldast í hendur við neikvæðan hagvöxt.
Talar sá sem hefur þekkingu á málinu.
Guðni Karl Harðarson, 7.9.2010 kl. 12:34
Þar að segja, sterkt gengi er ekki neikvæð vöruskiptaþróun en á meðan getur verið neikvæður hagvöxtur þó gengið sé sterkt og jákvæð vöruskipti.
Guðni Karl Harðarson, 7.9.2010 kl. 12:37
Guðni: Þó svo að við deilum um framtíðina, þá er hagfræði hagfræði. Um hana er ekki hægt að deila.
Það var áhugavert að horfa á umræðuþátt í þýska stjónvarpinu. Hagfræðingur á móti pólitíkus. Það var einstefna.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 12:42
Guðni,
"neikvæð vöruskiptaþróun þarf ekki að haldast í hendur við neikvæðan hagvöxt"
Satt og sammála því.
Undramáttur hagvaxtar-tölfræðinnar (eins og hún er skilgreint af talnaspekingum) er sá að maður getur eytt lánuðu fé í skuldsetta neyslu eins lengi og lánadrottnar vilja lána manni, og alltaf mælist batnandi hagur hjá honum þótt í raun sé hann að drekkja sér í skuldum. Þá fyrst að lánadrottnar banka á dyrnar kemur "hrunið". Og nákvæmlega svona skuldsettur "hagvöxtur" á sér t.d. stað í USA núna. Íslensk stjórnvöld reyna að knýja fram hagvaxtartölur, en hrunið virðist alltaf halda í við skuldsettu neysluna og vel það (enda hækkandi skattar og vaxandi ríkisumsvif drepandi).
Smá í belg og biðu hérna en þurfti útrásina.
Geir Ágústsson, 7.9.2010 kl. 13:17
Stefán, þút hlýtur að vera meðvitaður hina ýmsu Hagfræðinga sem eru ekki sammála í hinum ýmsu málum?
Geir ég er þér sammála með skuldsetningu á neyslu eins lengi og lánadrottnar vilja lána og það mælist batnandi hagur þótt hann sé að drekkja sér í skuldum. Það er einmitt sem þessi ríkistjórn er að gera. Að taka lán til að fjármagna neysluna.
Víst er neikvæður hagvöxtur. En ég get hvergi séð að það hafi ekki líka verið neikvæður hagvöxtur á meðan að gengið var veikara eins og tildæmis fyrir ári síðan eða svo......
Það er svo langt í frá að ég trúi þessu liði þegar að þau segja frá því hversu allt gangi nú vel.
Guðni Karl Harðarson, 7.9.2010 kl. 13:52
Guðni: Ég er meðvitaður um þá flesta;) En hvað á að gera? Flestir koma með fullyrðingar sem eru flottar en standast engin hagfræðileg rök.
Viið erum búnir að fá nóg af því hvort sem við viljum ESB eða Ekki.
Enda myndi Ísland uppfylla skilyrðin að ESB ef frjálshyggjumenn væru við stjórn.
það er spurning hvað við viljum
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 14:00
Við viljum vera sjálfstæð þjóð sem á gott samstarf og frjáls viðskipti við alla sem vilja, án þess samt að vera undir erlendri stjórn eða múlbundin við einn klúbb frekar en annan.
Það er til dæmis munur á því að vera í SÞ og ESB. Það er ekki hægt að vera meðlimur af bæði USA og ESB. En það er hægt að vera bæði í EFTA og WTO (hvað sem mönnum svo finnst um þau samtök).
Geir Ágústsson, 7.9.2010 kl. 15:12
Geir: Sjálfstæð þjóð ákveður þetta. árið 2003 hefðu þetta verið frábært kostning. En núna?
Það er mikilvægt að þjóðin verði sjálfstæð án vandkvæða
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 15:16
Standa áfram utan ESB. Mjög raunhæfur kostur og krefst bara stjórnarskipta, tiltektar og minnkun ríkisvaldsins (í umsvifum, kostnaði og skuldsetningu). Gamalt og gott ráð sem nær mun lengra aftur í tímann en ESB, sem vel á minnst enginn hefur fært sannfærandi rök fyrir að sé "björgun" Íslands (frekar en að það hafi hjálpað Íslendingum mikið að vera smáríki í Danaveldi á sínum tíma).
Geir Ágústsson, 7.9.2010 kl. 16:19
Í raun er lítill möguleiki fyrir okkur utan ESB þar sem að þá yrðu reystir á okkur samskonar tollmúrar og við reysum nú á aðfluttar vörur.
Fiskurinn okkar yrði ekki samkeppnishæfur lengi ef að tollurinn á honum til ESB væri eitthvað svipaður og á landbúnaðarvörur frá ESB ríkjum sem eru í gildi hér.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 17:14
Ég er farinn úr þessaru umræðu. Búinn að lenda í henni svo oft!
Guðni Karl Harðarson, 7.9.2010 kl. 19:32
Óskar,
Þá þyrfti ESB að rifta EES-samningnum. Ekki sé ég ESB hóta því. Hvað með Sviss? Þar gera menn tvíhliða samninga við ESB í stórum stíl um leið og Svisslendingar lýsa því sterkt yfir að aðild að ESB sé ekki á dagskránni.
Geir Ágústsson, 8.9.2010 kl. 06:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.