Miðvikudagur, 25. ágúst 2010
Fuglahvísl AMX: Eitur í beinum margra
Óþol margra á Fuglahvísli AMX er rosalegt. Ég hef nánast aldrei séð annað eins. Það nær jafnvel langt út fyrir óþol margra á Agli Helgasyni og þá er mikið sagt.
- Hérna lætur blaðamaður DV fuglahvíslið fara í taugarnar á sér í sömu andrá og hann kallar það "marklaust" (hvernig sem það fer saman veit ég ekki)
- Hérna gerir einn það að aðalatriði hver skrifar fuglahvíslið og notar orð eins og "þráhyggja" og "hatur" og "lærisveinn" til að pipra mál sitt örlítið
- Hér er fært í svipaðan stíl
- Egill Helgason þolir ekki Fuglahvísl AMX: 1 2 3
Það er enginn skortur á þeim sem deila grunnhugmyndum pistlahöfunda AMX (en nota e.t.v. varfærnara orðalag), en sleppa við fyrirlitningu DV og Egils Helgasonar. Þeir eru hins vegar ekki jafnháværir eða víðlesnir og Fuglahvísl AMX. Kannski það sé málið. Kannski að skoðanir þeirra sem eru ósammála launuðum álitsgjöfum séu alveg í góðu lagi, en bara á meðan þær heyrast ekki of hátt.
Ég les Fuglahvísl AMX á hverjum degi og líður stundum eins og ég sé að lesa fréttir fram í tímann. Það er gaman. Sömuleiðis skemmtilegar eru tengingar fuglahvíslara við hina og þessa vildarvini Samfylkingar-ráðherrana, sem útskýra vissulega margar af furðuákvörðunum þeirra seinustu mánaða.
Sumt fuglahvísl er langsótt, annað ekki. Stundum er orðalagið harkalegt og óvægið, stundum ekki. En ómissandi lesning.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Ég er alveg sammála þér, fuglahvíslið er oftar en ekki stórskemmtilegt og mjög fræðandi.
Nú þyrfti það bara að taka til við að hakka í spað málflutning Steingríms í þessum greinaskrifum hans um að allt sé að komast í lag. Hann þakkar sér veikingu krónunnar!! Ég les að sjálfsögðu ekki þessar greinar hans en minnist hann eitthvað á öll þau lán sem hann er búinn að þiggja hjá AGS sem við þurfum ekki? Þau eru auðvitað ókeypis, af þeim þarf ekkert að borga!! Fuglahvíslið gerir oft það sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins ættu að gera en gera ekki, veita ríkisstjórninni aðhald og benda á vitleysurnar sem hún gerir.
Þakka þér annars fyrir frábæran punkt þar sem þú bendir á árið 1998 sem skattahækkanaár með Ólafi Ragnari, afar þörf áminning sem setur það sem Steingrímur og Jóhanna eru að gera í sögulegt samhengi.
Jon (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 06:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.