ÍLS á gjörgæslu og smitar út frá sér

Íbúðalánasjóður er á gjörgæslu á kostnað skattgreiðenda. Menn geta haft ýmsar skoðanir á því hvað þeim finnist um lánastarfsemi hins opinbera en geta samt ekki litið framhjá eftirfarandi:

  • Skattgreiðendum er gert að blæða milljörðum ofan í svarta hítina til að halda ÍLS á lífi
  • ÍLS situr á hundruðum íbúða sem hann vill ekki setja á sölu til að halda verðlagi húsnæðis uppi. Húsnæði verður því áfram of hátt verðlagt miðað við kaupmátt og eftirspurn í dag, og þeir sem kaupa sér húsnæði þurfa að skuldsetja sig á bólakaf til að fjármagna kaupin. Íbúðareigendur í dag njóta opinberrar niðurgreiðslu og verðlagsstýringar, en aðrir borga brúsann
  • ÍLS tók mjög virkan þátt í að kynda undir íslensku fasteignabóluna og att markaðinum út í vítahring hækkandi lána og minnkandi skilyrða fyrir lánum
  • ÍLS vann gegn aðhaldsstefnu Seðlabanka Íslands á lánamarkaði með lágvaxtastefnu sinni og greiðu aðgengi að ódýru lánsfé
  • ÍLS er starfræktur til að þjóna ákveðnum pólitískum markmiðum. Slík markmið fara ofar en ekki illa saman við önnur markmið, svo sem hagkvæmni- og hagnaðarmarkmið hins frjálsa markaðar (þar sem fyrirtæki keppast um að lágmarka kostnað til að halda keppinautum frá - hér er vert að bæta við að íslensk fjármálafyrirtæki halda keppinautum frá með stífum laga- og reglumúr hins opinbera og því síður berskjölduð fyrir samkeppni á grundvelli hagkvæmni í rekstri)
  • ÍLS fær ekki að fara á hausinn og hvatinn til að reka hann vel því minnkaður (og er enn frekar minnkaður því honum er gert að starfa eftir pólitískum markmiðum, ekki rekstrarlegum)

"Tap á rekstri" ÍLS er stórt og sennilega viðvarandi nema þegar árferði er með eindæmum gott. Svipaða sögu er að segja frá öðrum sjóðum sem eru reknir með pólitískum markmiðum (t.d. fyrir námsmenn, landbyggðina, nýsköpun og svona mætti lengi telja).

 


mbl.is Líklegt að ríkið þurfi að leggja Íbúðalánasjóði til fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Lengi á maður ÍLS von...

Óskar Guðmundsson, 27.8.2010 kl. 15:20

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Kerfið er í kássu og ekkert annað en hrun framundan!

Sigurður Haraldsson, 28.8.2010 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband