Þýskaland: Aðhald í ríkisrekstri

Þannig var verulegur hagvöxtur eða 2,2% í Þýskalandi á öðrum ársfjórðungi. Er þetta mesti hagvöxtur á einum ársfjórðungi sem þar hefur mælst frá sameiningu Austur- og Vestur-Þýskalands 1990. Var þessi hagvöxtur verulega umfram spár.

Þjóðverjar hafa þegið sinn skammt af skömmum frá t.d. Bandaríkjamönnum fyrir að iðka aðhald í ríkisrekstrinum og minnkun hallareksturs.

Þjóðverjar hafa verið gagnrýndir bæði af Evrópulöndum og Bandaríkjunum fyrir að örva ekki eftirspurn í landinu. Milljarðamæringurinn Geore Soros varaði við því í gær að evran gæti fallið vegna ákvarðanna þýskra stjórnvalda, sem hafa einbeitt sér að því að draga úr fjárlagahalla og skuldastöðu ríkisins, andstætt Bandaríkjunum sem nýtur nú hagvaxtar án þess að hafa bætt skuldastöðuna.

En aðhald borgar sig alltaf til lengri tíma litið. Eða, með mínum eigin orðum:

Stefna þýskra yfirvalda er hárrétt. Þar draga menn úr eyðslu og borga skuldir og tryggja þannig undirstöður sem síðan er hægt að byggja á. Því hraðar sem Þjóðverjar draga úr eyðslu og greiða skuldir, því fyrr geta þeir lækkað skatta og þannig gefið hagkerfinu svigrúm til að vaxa og skapa verðmæti (frekar en að kreista fram "hagvöxt" með því að eyða lánsfé).

 Ég treysti illa hagvaxtartölum því þær mæla fyrst og fremst eyðslu og segja lítið til um styrkingu á grunnstoðum hagkerfa. En ég trúi því að ef Þjóðverjar standa við orð sín um aðhald í ríkisrekstrinum þá fái hagkerfi þeirra svigrúm til að vaxa, og það á traustum grundvelli. 

"Hagvöxtur" á Íslandi og víðar (t.d. í Bandaríkjunum) er í besta falli blekking, byggð á skuldsettri neyslu og eyðslu. 

Að lokum:

In a commentary about a month ago, I described how the economic world seemed to be drifting into two opposing camps: the Washington-based "Stimulators," who insist that more government debt is the best means to end the financial crisis, and the Berlin- and London-based "Austerians," who argue that debt is the crisis itself. If recent economic data and currency movements can be considered votes of confidence, then the Stimulators should be sweating. Moreover, these recent signals should provide economic analysts and investors with a road map for the future.

Segir Peter Schiff, maðurinn sem spáði fyrir hruninu á réttum forsendum, og ég trúi umfram marga þegar kemur að spádómum fram í tímann.


mbl.is Hagvöxtur á evru-svæði kemur Íslendingum vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Þetta eru svolítið áhugaverðar fréttir. Ég veit hins vegar ekki "hvaðan" þessi hagvöxtur kemur? Er hann vegna aukinnar innlendar eftirspurnar eða vegna aukins útflutnings?

Þýskaland hefur verið útflutningshagkerfi lengi og óbeint má kenna þeim um stöðu mála í Grikklandi (en það er annað mál og of langt að fara út í hér).

Hins vegar er þetta áhugaverður punktur hjá Schiff, það verður gaman að sjá til lengri tíma hvor nálgunin er rétt.

Jon (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 19:06

2 Smámynd: Geir Ágústsson

For instance, if a government embarks on the building of a pyramid, which adds absolutely nothing to the well-being of individuals, the GDP framework will regard this as economic growth. In reality, however, the building of the pyramid will divert real funding from wealth-generating activities, thereby stifling the production of wealth.

..segir hér, meðal annarra orða. Meintur "hagvöxtur" (eins og hann er mældur) getur stafað af pýramídasmíði í Bæjaralandi, eða eyðslu fólks á bæði sparnaði sínum og lánstrausti. En vonandi er hann til kominn vegna framleiðslu á markaðskjörum, á vörum og þjónustu sem eftirspurn er fyrir.

Skuldsett neysla er aldrei annað en skammtímalausn.

Geir Ágústsson, 15.8.2010 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband