Rangnefni: 'Aðilarviðræður'

Orðaval getur skipt miklu máli þegar eitthvað á að fegra eða setja í auðmeltanlegri umbúðir. Til dæmis er talað um að Ísland sé að hefja 'aðilarviðræður' við ESB. Réttara væri hins vegar að tala um 'aðlögunarviðræður' því ESB er ekki að fara breyta sínum innviðum eða skipuritum til að koma til móts við Ísland. Íslendingar eru að fara beygja og sveigja sitt stjórnkerfi til að falla að stjórnkerfi ESB. Þegar því er lokið, þá verður hugsanlega farið í þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi um hvort skrifa eigi undir lokaplaggið, sem á þeim tímapunkti verður varla annað en formsatriði.

En að öðru:

Það er fráleit afstaða hjá Vinstri grænum að láta Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra fara einan til fundar við ESB-menn á morgun. Reynslan sýnir, að það er ekki hægt að treysta orðum utanríkisráðherrans hér heima fyrir og þess vegna er engin ástæða til að treysta því, að hann gefi rétta mynd af stöðu mála á Íslandi í viðtölum við erlenda ráðamenn. Það er heldur ekki hægt að treysta því að hann segi rétt frá samtölum við erlenda ráðamenn, þegar hann er kominn heim til Íslands.

Sammála!


mbl.is Össur á leið til Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú ekki eins og við séum fyrsta þjóðin sem fer í aðildarviðræður við ESB.

Norðmenn fóru í viðræður og felldu samninginn, tvisvar. Svíþjóð, Finnland og Danmörk fóru í aðildarviðræður og samþykktu samninginn.

Hvað gerir okkur það sérstök að við ættum ekki að fá að velja líka? Er hinn LÍÚ-kostaði Moggaleiðari kannski að útaf við menn og vindmyllurnar farnar byrgja mönnum sýn frá allri rökhugsun?´

Hvaðan kemur þessi minnimáttarkennd? Mér er spurn.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 16:15

2 identicon

Átti að vera:

"Er hinn LÍÚ-kostaði Moggaleiðari kannski að gera útaf við menn og vindmyllurnar farnar byrgja mönnum sýn á alla rökhugsun?"

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 16:18

3 identicon

Ég mundi frekar sega að Ísland er að fara að bæta sína stjórnsýslu.. ekki breyta henni.

hawk (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 18:56

4 identicon

Sæll.

Það sem hefur alveg skort hjá ESB sinnum eru málefnaleg rök fyrir kostum aðildar að ESB. ESB sinnar láta eins og smjör drjúpi af hverju strái innan ESB. ESB sinnar láta eins og efnahagsleg framtíð ESB sé björt.

Svo er nú ákveðin tímasprengja sem tifar varðandi ESB: Væntanleg aðild Tyrklands að ESB. Tyrkir yrðu ein valdamesta þjóðin sökum mannfjölda og að auki mun mikill fjöldi Trykja flæða vestur í leit að atvinnu með tilheyrandi neikvæðum breytingum á ESB. En svona langt sjá fæstir. Hefur enginn hugleitt hvert Tyrkland hefur verið að halla sér undanfarið?

Helgi (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 08:59

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er til nóg af rökum gegn aðild að ESB. Alveg hellingur. Fyrirfram-aðlögun að stjórnsýslu ESB er bara ábending.

Fóru Norðmenn líka aðlögun-kosning-leiðina? Eða fóru þeir í kosning-um-aðlögun-eða-ekki-leiðina? 

Geir Ágústsson, 27.7.2010 kl. 10:27

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þetta með formsatriðið er nokkuð gott hjá þér

Sigurður Haraldsson, 28.7.2010 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband