Ekkert er auðlind sem ekki er nýtt

Hvað er auðlind? Auðlind eru einhver gæði, t.d. heit vatnsbóla í iðrum jarðar eða málmtegund djúpt í jörðu sem einhver sækir á einn eða annan hátt, gerir að seljanlegri vöru og selur.

Ef stjórnvöld vilja ekki að ákveðin gæði jarðar séu auðlind þá er þeim upplagt að banna fjárfestum að leggja eigið fé undir í vinnslu og borun og sölu og leyfa þeim sem nú þegar hafa virkjað gæðin sitja eina að sölu þeirra. Það er enginn að pína stjórnvöld til að leyfa fjárfestum að færa neytendum eftirsótt gæði. Fjárfestar gera það því borgandi viðskiptavinir eru margir, og eftirspurnin mikil. 

Núna vilja Kanadamenn (sem af einhverjum ástæðum þykja nú voðalega slæmir því þeir eru ekki í EES) leggja mikið fé í að fjárfesta á Íslandi, sækja heitar vatnsbólur úr iðrum jarðar og færa borgandi viðskiptavinum. Þetta finnst sumum vera hræðilegt. Margir telja að vatnsbólurnar einar og sér séu einhvers virði en átta sig ekki á því að þær eru fyrst orðnar að "auðlind" ef einhver leggur fé og fyrirhöfn í að sækja þær og gera að seljanlegri vöru.


mbl.is Ekki óvenjulegt að tölvukerfi bili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband