Styrking krónunnar, á hvaða forsendum?

Meint styrking krónunnar er mér hulin ráðgáta.

Krónan var gríðarlega sterk í nokkur ár. Danska krónan fékkst fyrir tæpan tíkall. Dollarinn fékkst fyrir tæpar 80 krónur. Síðan kom hrunið. Danska krónan skaust í 25 krónur og dollarinn í tæpar 150 krónur.

Þá var skellt í lás. Gjaldeyrishöft og mikil inngrip Seðlabanka Íslands hófust. Hrun krónunnar var stöðvað á kostnað gjaldeyrisforða sem fenginn var að láni.

Núna dansar danska krónan í rúmlega 20 krónum og dollarinn í tæpum 130 krónum og hafa gert lengi. Gjaldeyrishöftin eru enn við lýði en bein inngrip Seðlabanka Íslands af gjaldeyrismarkaði virðast vera lítil sem engin.

Mín tilfinning er sú að krónan eigi inni töluvert fall sem var slegið á frest á sínum tíma. Krónan var í frjálsu falli áður en höft voru sett á hana. Hún hefur ekki fallið mikið síðan þá. En hvert hefði hún farið án haftanna á sínum tíma? Er ekki óumflýjanlegt að hún nái botni sínum á einn eða annan hátt, og að núverandi ástand sé bara logn á undan stormi?

Ég þekki ekki öll verkfæri hins opinbera til að hafa áhrif á verðmyndun gjaldmiðla sinna. Ég held samt að ekki sé allt sem sýnist.


mbl.is Gylfi: Vonandi varanleg áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ég held að hér spili öll þessi lánasúpa sem Steingrímur hefur fengið frá AGS nokkra rullu. Ætli hún veikist ekki aftur þegar við förum að borga af lánasúpunni hans Steingríms. Það er eins og Steingrímur skilji ekki að borga þarf af lánum. Þess vegna er hann engu betri en þessir bankamenn sem sigldu öllu í kaf hér og víða erlendis!

Helgi (IP-tala skráð) 31.7.2010 kl. 08:31

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Helgi,

Steingrímur hlýtur að vera verra, því bankamenn gátu þrátt fyrir allt ekki tapað meira en sem nemur fyrirtækjunum sem þeir höfðu ítök í, á meðan Steingrímur getur veðsett allt landið og tapað á einu bretti. 

Geir Ágústsson, 1.8.2010 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband