Ef Krugman segir það þá er það sennilega rangt

Paul Krugman er sérkennilegt fyrirbæri í sjálfu sér: Hann segir allt sem hið "viðtekna" í hagfræðinni boðar, og hefur fyrir vikið rangt fyrir sér í öllum meginatriðum.

Í grein sinni um Ísland tekur Krugman stöðuna á Íslandi í dag (í tölum og línuritum) og ber saman við ríki eins og Eistland, Írland og Lettland þar sem kreppan er að skella hvað harðast niður. Hann segir að út frá línuritum sínum megi sjá að gríðarleg skuldsetning ríkisins og gjaldeyrishöft séu að sigla Íslandi í gegnum kreppuna mun blíðar en þar sem menn hafa tekið á fjárlagahalla og skuldasöfnun. Honum skjátlast og hann lítur ekki til lengri tíma þegar reikningarnir fyrir lántökunum byrja að streyma inn.

Miklu nær væri að hlusta á t.d. þennan mann.

Á öðrum stað segir:

Krugman gagnrýnir stefnumótun stjórnvalda og segir að þriðja kreppan yrði fyrst og fremst fyrir tilverknað stefnu stjórnvalda. Hann segir stjórnvöld G20 ríkjanna of upptekin af verðbólgu meðan stóra hættan er að hans mati verðhjöðnun og of lítil neysla almennings. 

Krugman finnst sem sagt að yfirgengilega hátt húsnæðis- og hrávöruverð hafi verið merki um mikla uppsveiflu og góðæri, og að til að komast út úr kreppunni eigi að leyfa yfirverðlögum gæðum að vera það áfram. "Verðhjöðnun" sé slæm.

Slíka "visku" á að slá út af borðinu hið snarasta með "common sense". Dæmi: Tölvur lækka í verði á ógnarhraða og hafa verið að gera það í mörg ár. Samt er bullandi og blússandi góðæri hjá tölvuframleiðendum þar sem haugur framleiðenda slást um að vera með í "verðhjöðnuninni". Hvað segir Krugman við því?

Hverjum dettur svo í hug að NEYSLA sé góð lækning við kreppu? Það sem markaði í kreppu vantar er viðskiptavinir sem eiga pening, en ekki viðskiptavinir sem smátt og smátt sigla í gjaldþrot vegna skuldsettrar neyslu. 

Krugman skjátlast. Það er ágætt hugarfar þegar pistlar hans eru lesnir.


mbl.is Ísland sleppur betur en önnur Evrópuríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver dó og gerði þig að nóbelsverðlaunahafa í hagfræði?

Ólafur S (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 13:10

2 identicon

Það er greinilega mikið fjallað um hagfræði í aflfræði

Friedman (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 13:14

3 identicon

Ekki alveg rangt, en það sem Krugman er að gefa okkur er engin lausn. Þetta er bara köld staðreynd um að við höfum það aðeins betur vegna gjaldmiðils okkar. Það er ekkert endilega gott í langhlaupinu.

Það er hins vegar rétt hjá honum að neysla sé góð fyrir kreppu. Meiri neysla leiðir til frekari hagvöxt og meiri veltu í ríkiskassann, þetta er "common sense". Þegar það er ekki kreppa þá erum við að neyta á fullu. Og viðskiptavinir með pening og þeir sem taka lán er ekki mikill munur, ef þessir lánþegar eru með nægar tekjur fyrir afborgunum og vöxtum.

Það er rétt samt, við ættum öll að lesa pistil Juhrsevski. Hann gerir sér grein fyrir vandanum í framtíðinni, og það þarf að leysa þennan skuldavanda. Ekki er ég með lausnina, en höldum áfram að reyna.

Já, tölvu dæmið. Þetta er bara fullkomin samkeppni. Það hefur verið að aukast í þessari samkeppni, og í nútíma samfélagi þurfa nánast allir tölvur. Og venjulegi neytandinn vill borga minna. En þessi verðhjöðnun leiðir líka til þess að minni gæði er í tölvunum sem eru framleiddar, til þess að spara og geta hent þeim út á lægra verði. Kemur þessu máli voða lítið við.

Aron Ívars. (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 13:31

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Annars er gott að fá aðra vinkla áður en maður fer að taka manninn í dýrlingatölu

Finnur Bárðarson, 1.7.2010 kl. 13:39

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Takk fyrir athugasemdir ykkar.

Þær endurspegla allar það sem kennt er í skóla, t.d. í hagfræði í Háskóla Íslands. Spekingarnir þar boða nú "meira af því sama" til að koma okkur út úr kreppunni. Sjáum bara til hvernig það gengur.

Menn ættu að fara varlega í að kyngja skulda-neyslu-hagfræði Krugman sem hefur verið að plaga hagkerfi Vestrænna landa síðan í Kreppunni miklu. Ein leið til að læra kyngja sæði hans hægar er að lesa ýmislegt um skrif hans út frá öllu ábyrgari og traustari sjónarhóli hins austurríska skóla hagfræðinnar: Dæmi, dæmi, dæmi.

Geir Ágústsson, 1.7.2010 kl. 13:40

6 identicon

Mikið hef ég gaman af því að fylgjast með því hvað álit Krugmmans  fer hroðalega í taugarnar á íhaldsmönnum hér í bloggheimum.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 13:49

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Svavar,

Krugman er Keynes nútímans, hvers slagorð var "á endanum erum við öll dauð" og er ákaflega lýsandi fyrir skuldsetningar-neyslu-hagfræðina sem á endanum skilur eftir sig óyfirstíganlegt skuldafjall sem er vissara að drepast frá til að þurfa ekki að greiða.

Andstæðingar sparnaðar og ráðdeildar hafa haft yfirhöndina í umræðunni alltof lengi.

Er einhver grundvallarmunur á því sem Krugman boðar í dag og t.d. því sem var í raun og veru framkvæmt í stórum stíl fyrir

- dot com bóluna 2000

- krísuna 2008

Ég sé hann ekki. Er einhver með svar við því, annað en að uppnefna mig íhaldsmann?

Geir Ágústsson, 1.7.2010 kl. 13:54

8 identicon

Hagfræði eru döpur vísindi, annað  sem er gripið frá Háskólunum. Persónulega finnst mér hagfræði ekki vera nein vísindi, heldur einfaldir reikningar um hvernig hefur verið hagað í efnahagsmálum.

Lesum hagfræði með gagnrýnisgleraugu. Það hefur verið margoft sannað að þetta einfaldlega virkar ekki. Það hefði átt að vera uppgötvað eftir fyrstu alheimskreppuna.

Aron Ívars. (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 13:55

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Aron,

Það fer alveg eftir því hvernig hagfræði er skilgreind og hvort menn beiti rökhugsun eða jöfnum til að reyna útskýra gangverk hagkerfisins.

Menn af skóla Keynes og Krugman sökkva sér ofan í tölurnar og gleyma raunveruleikanum. Í þeirra heimi gerir ekkert til að prenta peninga í stórum stíl og uppskera hrós frá Seðlabanka Zimbabwe fyrir vikið (#). 

Geir Ágústsson, 1.7.2010 kl. 14:15

10 identicon

Geir. Þú reynir eins og þú getur að lítillækka Krugmann, sem þó er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði. En á sam tíma vilt þú gera meira úr málflutningi hagfræðingsins Jurshevskis. Það er greinilegt að mat þitt á skoðunum þessara manna fer eftir því hvernig hvernig þær falla að þínum pólitísku skoðunum. 

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 15:00

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Svavar,

Jurshevskis er að boða nokkuð sem er mér að skapi og ég tel vera skynsamlegri leið en stjórnlaus skuldsetning til að fjármagna neyslu, svo já álit mitt á skoðunum fer eftir því hvað mér finnst um þær, hvort sem þær eru pólitískar eða hagfræðilegar. En ekki hvað?

Hayek fékk Nóbelinn fyrir sínar kenningar um "the business cycle", en Hayek háði ævilanga baráttu gegn hagfræði Keynes (sem Krugman er holdgervingur fyrir í dag). Nóbellinn er ekki ávísun á rétt eða rangt, heldur bara það sem er "viðtekið" hverju sinni. 

Í Bandaríkjunum er skoðunum Krugman fylgt af mikilli nákvæmni af skoðanabróður hans í stól seðlabankastjóra þar í landi. Obama er óhræddur við seðlaprentvélar seðlabankans þar í landi. Allt sem var gert fyrir dot com bóluna 2000 og þá seinustu sem sprakk árið 2008 er nú endurtekið, en í miklu stærra mæli og af meira afli. 

Bandaríkin stefna í gjaldþrot

Geir Ágústsson, 1.7.2010 kl. 15:25

12 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Ég er ekki íhaldsmaður en ég er sammála Geir.

Að ætla að eyða sig í gegnum kreppu er einmitt það sem það er "að eyða!"  Verðbólga er eyðandi afl og skapar ný vandræði, nýjar verðbólur og nýjar kreppur.

Lúðvík Júlíusson, 1.7.2010 kl. 16:00

13 identicon

Alveg rétt, það vantar almenna rökhugsun í hagfræðilegum aðgerðum. Sérstaklega hér á landi. Það er alltof mikið traust sett á jöfnur og kenningar upp úr bókum spekinga. Eins og ég sagði, lesa með gagnrýnisgleraugum.

Takk fyrir alla þessa linka, hef loksins eitthvað að gera. En ekki vera að taka skoðunum sem heilögum sannleik. Það er auðvelt að gagnrýna, en erfitt að leysa.

Aron Ívars. (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 16:01

14 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Hvaða standard er þetta að menn séu einhverjir nóbelsverðlaunahafar. Hverjum er ekki skítsama. Hver segir það að nóblesverðlaunanefndin sé með yfirsýnina yfir sannleikann og sá sem þeim þóknast sé handberi sannleikans. Það er eins og að nóbelsverðlaun séu veitt af guði eða eitthvað. Halló, erkifíflið Al Gore fékk friðanóbelinn, FRIÐARNÓBELINN, ERUÐ ÞIÐ AÐ LESA ÞETTA!!!! og Barack Obama sem hefur aldrei gert neitt til að áskotnast það, og satistinn og masókisminn móðir Teresa sem telur að öll stríð og örbrigð heimsins sé vegna fóstureyðinga. Eruð þið að grínast með að nota nóbelsverlaun sem eitthvað authority???? Nóbelsverðlaun eru álíka merkileg og notaður klósettpappír.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 1.7.2010 kl. 16:14

15 identicon

Ég sé að það eru einhverjar pælingar hérna um hvort að hagfræði séu vísindi eða ekki. Ég tel hagfræði vera félagsvísindi sem eru notuð til að spá fyrir um hegðun á markaði. Þetta eru kannski ónákvæm vísindi þar sem að breyturnar eru svo margar, það er allir aðilar á markaði.

Að vísu hefur að mínu mati vantað vísindaleg vinnubrögð í hagfræði, mikið um kenningar sem eiga aðeins við í lokuðum kerfum og menn eru allt of gjarnir að reyna reikna sig að niðurstöðu út frá staðreyndum sem menn gefa sér, en kanna ekki hvort sé fótur fyrir.

Annars er hagfræði kannski besta "tólið" sem við höfum til að rína inn í efnahagslega framtíð, oft er það gert með tilliti til þess sem við höfum lært í forrtíðinni. Þessvegna notum við oft hagfræðina til að reyna skýra hvað gerðist og hvernig það getur gerst aftur.

En núna er ég komin langt út fyrir umræðuefnið.....

Bjöggi (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 17:28

16 identicon

Ég hef svosem ekki tekið afstöðu með öðrum hvorum aðilanum sem um er rætt, eða hvor leiðin sé "réttari". En að mínu er Krugman ekki að segja að verðhjöðnun sé slæm og hátt húsnæðis og hrávöruverð sé gott. Þetta er hins vegar bara dæmi um hvernig verðlag fylgir eftirspurn.

Mér finnst þú líka á rangri braut með ýmislegt hérna:

Við góðæri á fólk meiri pening og eyðir meiru. Það þýðir að aukin eftirspurn er á markaðnum. Aukin eftirspurn þýðir hærra verðlag, og er því ekkert að þeirri röksæmdafærslu Krugmans að hátt verðlag sé ávísun í að það hefur ríkt góðæri. Á sama hátt er verðhjöðnun merki um verri tíma, þar sem verðhjöðnun stafar oftast af minni eftirspurn, sem stafar af minni ráðstöfunnarfjármagni. 

Hin orsök verðhjöðnunnar er, eins og réttilega bent á, samkeppni. Þetta tölvudæmi sem þú nefnir er enganveginn nógu gott í þessu samhengi vegna einmitt samkeppninnar á tölvumarkaði, en líka vegna þess að tölvur nálgast meira og meira það að vera nauðsynjavara, og eftirspurn með þannig vörum lækkar ekki þótt ráðstöfunnarfjármagn minnkar ( eins og matur). 

Í lokin, neysla er lausnin við kreppu. Neysla skapar hagvöxt eins og einhver bennti á, og hagvöxtur er leiðin út úr kreppunni!!! Er neysla fólks sem á mikinn pening öðruvísi neysla en þess sem á lítinn pening? Ef markaðnum vantar fólk sem á pening... er það þá ekki vegna neyslu þessara aðilla ?? Er neysla þeirra þá ekki "lækningin við kreppunni"??

Birkir (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 20:39

17 Smámynd: Geir Ágústsson

Birkir,

Verðlag getur bara hækkað almennt og á (flest)öllu í umhverfi aukningar á peningamagni í umferð. Góðæri eða ekki. Háir eða lágir skattar. Mikil eða lítil "eftirspurn" (á einhverju ótilteknu).

"Neysla er lausnin við kreppu" - ertu að vísa í einhverja tiltekna kreppu hérna? Menn héldu nú aldeilis að "hækkandi húsnæðisverð" og "mikil einkaneysla" hefðu læknað okkur af dot com bólunni. Í raun jók neyslan samt á vandamálin sem höfðu skapast fyrir sprengingu þeirrar bólu.

Geir Ágústsson, 2.7.2010 kl. 08:21

18 identicon

Góður pistill!

Þessi Keynes tilvitnun, um að á endanum séum við öll dauð, er alveg stórmerkileg en rímar algjörlega við það sem Krugman stendur fyrir í dag. Botnlausa græðgi og eigingirni á kostnað komandi kynslóða.

Það hlýtur að vera eitthvað undarlegt á seyði í tíðarandanum þegar það er orðið til skammar að hafa sparnað, ráðdeild og hagsmuni framtíðarkynslóðanna að leiðarljósi.

Hér er önnur fræg tilvitnun í Keynes:

"For at least another hundred years we must pretend to ourselves and to everyone that fair is foul and foul is fair; for foul is useful and fair is not. Avarice and usury and precaution must be our gods for a little longer still."

Hvað gekkk manninum til þarna? Hvað á að taka við eftir "a little longer still"? Þetta hljómar eins og einhver skringileg heimsendatrúarbrögð.

Karl JM (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband