Þriðjudagur, 22. júní 2010
Hið sama bíður Íslendinga
Ný ríkisstjórn Breta virðist skilja það sem flest heimili skilja: Ef útgjöld eru hærri en tekjur, þá þarf að draga saman útgjöldin og/eða hækka tekjurnar. Stjórnvöld víðast hvar virðast ekki hafa náð þessum einföldu sannindum. Þau hafa gert allt nema þetta. Sums staðar prenta þau peninga, annars staðar taka þau lán, og stundum gera þau bæði.
Þegar núsitjandi ríkisstjórn á Íslandi fer frá þá tekur við sams konar tiltekt. Ekki fyrr, því núsitjandi ríkisstjórn getur með engu móti hugsað lengra fram í tímann en sem nemur næsta gjalddaga einhvers stórlánsins. Og þá er nýtt lán tekið.
Því miður ætla bresk stjórnvöld að beita skattahækkunum til að rétta af fjárlagahallann sinn. Þetta er e.t.v. nauðsynlegt til að stöðva hallarekstur ef niðurskurður í ríkisútgjöldum er ekki nægur, en miklu nær væri að skera ríkisútgjöld enn frekar niður til að skapa svigrúm fyrir skattalækkanir.
Sagan segir okkur eitt og annað um þetta. Hér er lítið dæmi frá "gleymdu kreppunni" í Bandaríkjunum 1920-1922 (sem skall á sem leiðrétting á stórkostlegri peningaprentun Bandaríkjamanna til að fjármagna þátttöku í fyrri heimstyrjöldinni):
The economic situation in 1920 was grim. By that year unemployment had jumped from 4 percent to nearly 12 percent, and GNP declined 17 percent. No wonder, then, that Secretary of Commerce Herbert Hoover falsely characterized as a supporter of laissez-faire economics urged President Harding to consider an array of interventions to turn the economy around. Hoover was ignored.
Instead of "fiscal stimulus," Harding cut the government's budget nearly in half between 1920 and 1922. The rest of Harding's approach was equally laissez-faire. Tax rates were slashed for all income groups. The national debt was reduced by one-third.
The Federal Reserve's activity, moreover, was hardly noticeable. As one economic historian puts it, "Despite the severity of the contraction, the Fed did not move to use its powers to turn the money supply around and fight the contraction." By the late summer of 1921, signs of recovery were already visible. The following year, unemployment was back down to 6.7 percent and it was only 2.4 percent by 1923.
Svona á að greiða úr efnahagslegri niðursveiflu og ljúka henni af á sem stystum tíma! En því miður virðist falshagfræði Keynes og fleiri af hans skóla hafa sópað þeirri vitneskju djúpt undir teppið.
Mikill niðurskurður í Bretlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:24 | Facebook
Athugasemdir
gaman að sjá að ég er ekki eini fylgismaður von Mises á Íslandi.
Lúðvík Júlíusson, 22.6.2010 kl. 14:35
Fjarri lagi.
Geir Ágústsson, 22.6.2010 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.