Mánudagur, 24. maí 2010
Fleiri pappírspeningabandalög eða eitthvað traustara?
Vangaveltur ríkja "kennd við Persaflóa" um myntbandalag eru áhugaverðar. Hér má lesa örlítið tæknital um þessar vangaveltur. Texti þaðan:
In the most profound financial change in recent Middle East history, Gulf Arabs are planning along with China, Russia, Japan and France to end dollar dealings for oil, moving instead to a basket of currencies including the Japanese yen and Chinese yuan, the euro, gold and a new, unified currency planned for nations in the Gulf Co-operation Council, including Saudi Arabia, Abu Dhabi, Kuwait and Qatar.
Í stuttu máli: Bandaríkjamenn prenta nú peninga eins og galnir, og draga þar með úr trúverðugleika á bandaríska dollaranum, sem olía er yfirleitt verðlögð í. Ríki sem kæra sig ekki um slíkt kæruleysi eru því byrjuð að íhuga flótta frá dollaranum yfir í eitthvað sem er ekki prentað eins mikið.
Því miður snúast slíkar vangaveltur bara um að steypa saman öðrum pappírspeningum í eina mynt, eins og átti sér stað með sköpun evrunnar. Krísa evrunnar og væntanlegt hrun hennar er nú að setja þessar myndbandalagspælingar á ís, væntanlega til frambúðar eins og þær líta út í dag.
Tími pappírspeninga er senn á enda. Hann hefur verið tími áhugaverðrar tilraunastarfsemi í 100 ár, þar sem trúin var sú að til að "jafna út" sveiflur á mörkuðum og "örva" hagkerfi væri einfaldlega nóg að prenta peninga. Nú er sú öld senn á enda.
Því miður skilja fáir í dag eðli peninga. Hvorki fjölmiðlar né hagfræðideildir háskóla hafa mikið um eðli peninga að segja. Okkur er bara sagt að "ríkið gefur út peninga" og að "við þurfum að treysta peningum ríkisins". Þetta er firra sem er orsök og rót allra okkar peningavandræða í dag og raunar seinustu 100 ára.
Hagstjórnarvísdómsorð dagsins eru í eigu Vefþjóðviljans:
Þegar allt kemur til alls er engin mynt þeirrar gerðar að hún geti til eilífðar falið að menn eyði meiru en þeir afla.
Ekki satt?
Fresta stofnun myntbandalags | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:02 | Facebook
Athugasemdir
Ég held að pappírspeningar eigi sér dálítinn líftíma í viðbót vegna þess hversu mikið er til af þeim (og þá meina ég líka verðbréf og afleiður hverskyns) en þegar þetta kerfi líður óhjákvæmilega undir lok mun það gerast með miklum látum og ganga yfir mun hraðar en fólk gæti órað fyrir, af sömu ástæðu.
Guðmundur Ásgeirsson, 24.5.2010 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.