Ríkisvaldið herðir tökin á bæði áhættu og afleiðingum

Bandaríska ríkið hefur, eins og hið íslenska, valið þá pólitísku leið að fjármagna tap vegna áhættusamra fjárfestinga einkaaðila seinustu ár. Þau skilaboð hafa verið send að bankar geti grætt á áhættunni, en tapið lendir á skattgreiðendum.

Til að lágmarka útgjöld vegna þessarar ríkisábyrgðar á taprekstri þá er brugðið á það ráð að herða eftirlit með þeim sem standa í áhættusömum fjármálaviðskiptum. Þannig geti ríkið blástimplað áhættutökuna á meðan á henni stendur, og skattgreiðendur hirða svo kostnaðinn ef sú blástimplun reyndist ekki á rökum reist. Eins og tilfellið er yfirleitt.

Allt þetta risavaxna kerfi ríkisábyrgða og eftirlits á einhvern veginn að skapa stöðugleika á fjármálamörkuðum. Sagan sýnir okkur hins vegar annað. Þegar hver og einn stóð eða féll með eigin áhættutöku þá hreinsaði markaðurinn jafnt og þétt út þá sem veðjuðu á ranga hesta, og verðlaunaði aðra. Regluleg úthreinsun í stað þess að ríkisábyrgja alla og horfa upp á allt kerfið hrynja. 

Þessi leið er ekki í tísku í dag. En bráðum verða yfirvöld að dusta rykið af henni aftur. Skattgreiðendur hafa einfaldlega ekki efni á núverandi kerfi í mikið lengri tíma í viðbót. 


mbl.is Reglur um markaði hertar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er semsagt verið að lögleiða þjófnaðinn.... og ekki í fyrsta skipti!

Guðmundur Ásgeirsson, 22.5.2010 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband