Hvernig minnkar atvinnuleysið?

Þau eru mörg og flókin þessi reiknilíkön sem möppudýrin nota þegar þau setja saman spár um hitt og þetta. Það sem oft gleymist þegar reiknilíkönin ráða ferðinni eru grundvallaratriði og já - sjálfur raunveruleikinn!

Hvernig á atvinnuleysi að minnka á næstu misserum miðað við það sem nú er að gerast? Ríkið er að skuldsetja skattgreiðendur um 150 milljarða vegna ríkisrekstursins í fyrra, og má búast við einhverju minna í ár? Ríkið er að vísu að bæta við sig starfsfólki í gríð og erg, en þótt 50,000 nýir ríkisstarfsmenn hjálpi vissulega tölfræðinni um atvinnuleysi á Íslandi, þá segir hún ekkert um hvað er í raun að gerast: Hægfara kyrking hins íslenska hagkerfis.

Ríkið er að hækka skatta á allt og alla þessa mánuðina, og niðurskurður á ríkisrekstrinum mælist varla. Ríkisbeljan á herðum skattgreiðenda er að fitna á meðan þeir sem halda henni uppi eru að svelta. Hvernig getur það endað öðruvísi en með ósköpum?

Þótt atvinnuleysi "minnki" eitthvað á næstu misserum þá er það í besta falli falskt merki um batnandi hag. Á meðan ríkið heldur uppteknum hætti í skattlagningu á verðmætasköpun þá verður kreppa á Íslandi. Atvinnuleysi í verðmætaskapandi starfsemi minnkar ekki ef hið opinbera heldur áfram á núverandi braut skuldsetningar, viðskiptahafta og skattheimtu. 


mbl.is Svartsýni í atvinnuleysisspá Seðlabanka Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Gott dæmi um það hve illa núverandi ríkisstjórn heldur á spilunum má sjá með því að kíkja vestur um haf. Kanarnir settu mikið fé í efnahagslíf sitt (björgunarpakkinn var samþykktur sl. haust ef ég man rétt) og hafa lækkað skatta. Nú er einungis hluti þess fjár sem átti að örva efnahaginnþar  komið í notkun en í mars fjölgaði störfum um 162000 í USA. Hér fara menn öfuga leið og tryggja þar með stöðnun.

Þetta er ekki flókið þó Jóhanna og Steingrímur skilji þetta ekki.

Helgi (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 20:51

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Helgi,

Skattalækkanir sem skilja bara eftir sig stærra gat í fjárlögunum eru opíum núlifandi einstaklinga en böl skattgreiðenda í framtíðinni. Á meðan ríkið sker sjálft sig ekki niður þá mun enginn "stimulus"pakki gagnast til lengri tíma. 

Geir Ágústsson, 11.5.2010 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband