Miðvikudagur, 5. maí 2010
Svarti markaðurinn bætir um betur
Á Íslandi er vaxandi atvinnuleysi og kreppa. Heldur einhver heilvita maður að það dragi úr áfengisþorsta landsmanna? Ónei. Tölfræðin sem ÁTVR gefur út verður minna og minna nothæf sem vísbending um drykkju landsmanna. Áfengiskaup eru í vaxandi mæli að færast út á svarta markaðinn sem hvorki skilar inn sölutölum né virðisaukaskatti.
Svarti markaðurinn hélt íbúum Sovétríkjanna á lífi í 50 ár. Hann mun auðveldlega halda Íslendingum fullum.
7,8% samdráttur í áfengissölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég hefði nú búist við að þú bentir líka á jákvæðu hliðarnar - þetta er atvinnuskapandi, og þær tölur birtast ekki heldur....
Einar Jón, 9.5.2010 kl. 07:15
Einar,
Satt. Þetta er mjög atvinnuskapandi fyrir svarta markaðinn, sem er sennilega dæmi um "ósýnileg" en jákvæð áhrif þess að færa áfengissöluna inn í skattfrjálsa neðanjarðarhagkerfi.
Verst samt að þeir sem starfa við löglega áfengisbruggun á Íslandi og missa vinnuna eru sennilega ekki sömu einstaklingar og manna ólöglegu bruggverksmiðjurnar. En lengi tekur Atvinnuleysistryggingasjóður við.
Geir Ágústsson, 11.5.2010 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.