Röng greining lögfræðings á hagfræðimáli?

Nú getur vel verið að William K. Black sé bæði útlendingur og "sérfræðingur", en þýðir það að allt sem hann segir sé heilagur sannleikur og rétt greining á aðstæðum? Nei. Enda er það ekki tilfellið hér.

Spurningin sem enginn spyr sig að en skiptir samt öllu máli er eftirfarandi:

Bankarnir lánuðu og lánuðu fyrir nánast hverju sem er, án veða, og út um allar áttir (en ekki bara til "útrásarvíkinga" og styrkveitenda Samfylkingarinnar). En hvaðan kom allur sparnaðurinn sem bankarnir voru að lána áfram til vaxtagreiðandi kúnna?

Raunin er sú að enginn slíkur sparnaður var til staðar, hvorki á Íslandi né í öðrum löndum í hinum vestræna heimi.

Hið gríðarlega magn peninga sem allt í einu "var til ráðstöfunar" kom ferskur úr peningaprentunarvélum seðlabanka heimsins. Seðlabankar höfðu prentað sem galnir væru frá lokum "dot.com" bólunnar og 9/11 atburðanna og allt þetta nýja fé streymdi til bankanna sem voru að sjálfsögðu ólmir að koma því í "verð", þ.e. koma því til vaxtagreiðandi lántakenda. Og þá fóru hlutir eins og veðhæfi og lánstraust að skipta minna máli en ella.

Sjálfir bankarnir hölluðu sér svo rólegir að ríkisvaldinu sem sagði að bankakerfinu yrði aldrei "leyft" að fara á hausinn. Skattgreiðendur stæðu reiðubúnir á hliðarlínunni að bjarga því sem bjarga þyrfti, enda slíkt talið "auka traust" á bankakerfinu. Opinberar eftirlitsstofnanir og alþjóðleg matsfyrirtæki blástimpluðu svo allt heila klabbið.

En hvað segir svo hinn erlendi sérfræðingur? Að hrunið hafa orðið vegna skorts á "eftirliti"? Já, ekki skrýtin fullyrðing frá manni sem sennilega hefur lifibrauð af slíku.


mbl.is Bankar brutu lög en pólitíkusar áhugalitlir um eftirlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæll, ertu semsagt að gefa í skyn að ekki hafi vantað uppá eftirlit með þessu aðilum sem áttu í hlut ?

Valdimar (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 09:27

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Valdimar,

Ég minni á þetta: "Framlögin [til fjármálaeftirlits] voru aukin um 100% milli áranna 2006 og 2007 og svo aftur um 50% vegna ársins 2008. Það var gert með aukinni gjaldtöku af fjármálafyrirtækjunum sjálfum. [Á]rið sem bankarnir lögðu upp laupana eða voru knésettir af breskum krötum, kostaði fjármálaeftirlitið nær 4 milljónir króna hvern virkan dag ársins. Og það er líka rétt sem Valgerður bendir á að reglurnar hér um fjármálastarfsemi voru þær sömu og í löndunum í kringum okkur." (heimild)

Grundvallaratriðið er að ríkisvaldið um allan hinn þróaða heim skapaði, hafði eftirlit með og blástimplaði hinn gríðarlega "moral hazard" sem skapast með innspýtingu nýrra og nánast ókeypis peninga í bankakerfið. Og að gjaldþrot verða ekki bönnuð með löggjöf eða stjórnarskrárbreytingum. 

Að hrópa "meira opinbert eftirlit" er hið sama og hrópa "enn minni sjálfsábyrgð fyrirtækja og skjólstæðinga þeirra", eða svo mikið hefur a.m.k. komið í ljós að undanförnu.

Geir Ágústsson, 5.5.2010 kl. 09:59

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Algerlega sammála þér, Geir.  Ekki bætti svo úr skák, að sipspilltir eigendur notuðu þessa "gósentíð" til að raka fjármunum í eigin vasa með öllum ráðum, löglegum og ólöglegum.  Ekkert eftirlit getur komið í veg fyrir skipulagða glæpastarfsemi, því ef það væri hægt, væri auðvitað ekkert um slíka glæpi í heiminum.

Umræðan hér á landi snýst um tittlingaskít í sambandi við þessi mál, allt kapp er lagt á að níða niður stjórnmálamenn og eftirlitsstofnanir en lítil áhersla lögð á að kafa ofan í þær aðferðir sem bankaræningjarnir notuðu til að koma fengnum undan, t.d. með tugum eða hundruða félaga í flóknum keðjum, sem erfitt er að rekja.  Vegna þess hve flóknar þessar keðjur eru og sérhæfðir glæpirnir eru, treysta fréttamenn sér ekki til að fjalla um þau mál, enda myndi taka tíma og fyrirhöfn, að setja sig inn í þau.  Þess vegna snúa þeir sér eingöngu að tittlingaskítnum, enda þarf ekkert að eyða miklum tíma í að setja sig inn í smáatriðin.

Axel Jóhann Axelsson, 5.5.2010 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband