Röng greining lögfrćđings á hagfrćđimáli?

Nú getur vel veriđ ađ William K. Black sé bćđi útlendingur og "sérfrćđingur", en ţýđir ţađ ađ allt sem hann segir sé heilagur sannleikur og rétt greining á ađstćđum? Nei. Enda er ţađ ekki tilfelliđ hér.

Spurningin sem enginn spyr sig ađ en skiptir samt öllu máli er eftirfarandi:

Bankarnir lánuđu og lánuđu fyrir nánast hverju sem er, án veđa, og út um allar áttir (en ekki bara til "útrásarvíkinga" og styrkveitenda Samfylkingarinnar). En hvađan kom allur sparnađurinn sem bankarnir voru ađ lána áfram til vaxtagreiđandi kúnna?

Raunin er sú ađ enginn slíkur sparnađur var til stađar, hvorki á Íslandi né í öđrum löndum í hinum vestrćna heimi.

Hiđ gríđarlega magn peninga sem allt í einu "var til ráđstöfunar" kom ferskur úr peningaprentunarvélum seđlabanka heimsins. Seđlabankar höfđu prentađ sem galnir vćru frá lokum "dot.com" bólunnar og 9/11 atburđanna og allt ţetta nýja fé streymdi til bankanna sem voru ađ sjálfsögđu ólmir ađ koma ţví í "verđ", ţ.e. koma ţví til vaxtagreiđandi lántakenda. Og ţá fóru hlutir eins og veđhćfi og lánstraust ađ skipta minna máli en ella.

Sjálfir bankarnir hölluđu sér svo rólegir ađ ríkisvaldinu sem sagđi ađ bankakerfinu yrđi aldrei "leyft" ađ fara á hausinn. Skattgreiđendur stćđu reiđubúnir á hliđarlínunni ađ bjarga ţví sem bjarga ţyrfti, enda slíkt taliđ "auka traust" á bankakerfinu. Opinberar eftirlitsstofnanir og alţjóđleg matsfyrirtćki blástimpluđu svo allt heila klabbiđ.

En hvađ segir svo hinn erlendi sérfrćđingur? Ađ hruniđ hafa orđiđ vegna skorts á "eftirliti"? Já, ekki skrýtin fullyrđing frá manni sem sennilega hefur lifibrauđ af slíku.


mbl.is Bankar brutu lög en pólitíkusar áhugalitlir um eftirlit
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

sćll, ertu semsagt ađ gefa í skyn ađ ekki hafi vantađ uppá eftirlit međ ţessu ađilum sem áttu í hlut ?

Valdimar (IP-tala skráđ) 5.5.2010 kl. 09:27

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Valdimar,

Ég minni á ţetta: "Framlögin [til fjármálaeftirlits] voru aukin um 100% milli áranna 2006 og 2007 og svo aftur um 50% vegna ársins 2008. Ţađ var gert međ aukinni gjaldtöku af fjármálafyrirtćkjunum sjálfum. [Á]riđ sem bankarnir lögđu upp laupana eđa voru knésettir af breskum krötum, kostađi fjármálaeftirlitiđ nćr 4 milljónir króna hvern virkan dag ársins. Og ţađ er líka rétt sem Valgerđur bendir á ađ reglurnar hér um fjármálastarfsemi voru ţćr sömu og í löndunum í kringum okkur." (heimild)

Grundvallaratriđiđ er ađ ríkisvaldiđ um allan hinn ţróađa heim skapađi, hafđi eftirlit međ og blástimplađi hinn gríđarlega "moral hazard" sem skapast međ innspýtingu nýrra og nánast ókeypis peninga í bankakerfiđ. Og ađ gjaldţrot verđa ekki bönnuđ međ löggjöf eđa stjórnarskrárbreytingum. 

Ađ hrópa "meira opinbert eftirlit" er hiđ sama og hrópa "enn minni sjálfsábyrgđ fyrirtćkja og skjólstćđinga ţeirra", eđa svo mikiđ hefur a.m.k. komiđ í ljós ađ undanförnu.

Geir Ágústsson, 5.5.2010 kl. 09:59

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Algerlega sammála ţér, Geir.  Ekki bćtti svo úr skák, ađ sipspilltir eigendur notuđu ţessa "gósentíđ" til ađ raka fjármunum í eigin vasa međ öllum ráđum, löglegum og ólöglegum.  Ekkert eftirlit getur komiđ í veg fyrir skipulagđa glćpastarfsemi, ţví ef ţađ vćri hćgt, vćri auđvitađ ekkert um slíka glćpi í heiminum.

Umrćđan hér á landi snýst um tittlingaskít í sambandi viđ ţessi mál, allt kapp er lagt á ađ níđa niđur stjórnmálamenn og eftirlitsstofnanir en lítil áhersla lögđ á ađ kafa ofan í ţćr ađferđir sem bankarćningjarnir notuđu til ađ koma fengnum undan, t.d. međ tugum eđa hundruđa félaga í flóknum keđjum, sem erfitt er ađ rekja.  Vegna ţess hve flóknar ţessar keđjur eru og sérhćfđir glćpirnir eru, treysta fréttamenn sér ekki til ađ fjalla um ţau mál, enda myndi taka tíma og fyrirhöfn, ađ setja sig inn í ţau.  Ţess vegna snúa ţeir sér eingöngu ađ tittlingaskítnum, enda ţarf ekkert ađ eyđa miklum tíma í ađ setja sig inn í smáatriđin.

Axel Jóhann Axelsson, 5.5.2010 kl. 10:28

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband