Almenningur vill ríkisstjórnarbreytingu

Það er auðvelt fyrir ráðherra að predika úr fílabeinsturni sínum um ágæti áhættufjárfestinga í óútreiknanlegri framtíð með því að benda á það sem vel hefur gengið. Það er líka auðvelt fyrir ráðherra að biðja fjárfesta um að temja sér "biðlund" á meðan þeir horfa á fé sitt tapast niður í skolpið á sama tíma og ríkisstjórnin murkar lífið úr hagkerfinu með skattahækkunum og opinberri skuldsetningu.

Ef Katrín Júlíusdóttir vill að hagkerfið taki við sér á ný þá á hún að segja við félaga sína á ríkisstjórnarfundum að draga saman segl hins opinbera og hætta að etja ríkinu í samkeppni við markaðsaðila um lánsfé á uppþornuðum lánsfjármarkaði.

Skuldafjármögnuð ríkisútgjöld komu ekki Bandaríkjunum úr Kreppunni miklu (1929-...) eins og svo margir halda. Þau framlengdu hana. Ríkisstjórnin er að gera eitthvað svipað á Íslandi. Hún er að framlengja og dýpka niðursveifluna sem að öllum jafnaði hefði sennilega verið búin að jafna sig, ef frjálsum markaði hefði verið sleppt laus taumurinn til að taka til á sínum tíma. 


mbl.is Iðnaðarráðherra vill sjá hugarfarsbreytingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband