Enn styrkist málstaður íslensks almennings

Þeir eru margir, andstæðingar íslensks almennings. Ríkisstjórnin og nú seinast stjórnarandstaðan teljast sem andstæðingar íslensks almennings. Stjórnmálamenn tala um að "semja um" lögfræðilega fjarstæðukenndar aðgerðir breskra stjórnvalda.

Nú er enn einn plaggið komið upp á yfirborðið sem sýnir að Bretar sjálfir voru hreint ekki vissir um réttarstöðu sína þegar ákveðið var að "lána" Íslandi peninga til að greiða fyrir innistæður í bönkum. Lána já? Þetta minnir á tungutak handrukkara sem leggur handahófskenndar skuldir á byrðar "skjólstæðinga" sinna, og "semur" svo um umfang barsmíðanna.

The Times segir allt sem segja þarf í eftirfarandi orðum:

Mr Darling should not compound the original error by pursuing a legally debatable claim that would bring a small country to its knees

Heyr heyr!


mbl.is Deildu um ábyrgð á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel að orði komist með samlíkingu við "lána" og innheimtuaðferðir handrukkara.

Dýr jakkaföt og fínir titlar megna ekki að fela eða blekkja hverjir menn í raun eru, ásetningar og framkvæmdir þeirra afhjúpa það rækilega.

Anna Björg Hjartardóttir (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband