Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Miðvikudagur, 14. ágúst 2024
Vantar upp á gervigreind hjá hinu opinbera?
Enginn vafi er á því að gervigreindarlausnir geta nýst vel á vettvangi Stjórnarráðsins sjálfs og flýtt fyrir og bætt vinnslu ýmissa mála, t.d. við greiningar og skýrslugerð, eða svo er okkur sagt af ráðherra.
Mér dettur hins vegar strax í hug að ákveðin tegund gervigreindar sé nú þegar og hafi lengið verið útbreidd innan hins opinbera, og engin ástæða til að skipta um hana.
Því hvað er gervigreind eins og sú sem við þekkjum í dag? Þessi utan hins opinbera. Jú, tölvur að tyggja á miklu gagnamagni og giska, með notkun einhverra algríma, á nýja samsetningu á litlum púslum sem gefa okkur sannfærandi svar. Gervigreindin getur síað út mikið textamagn til að komast að kjarna málsins. Hún getur togað saman ýmsa mola úr stóru gagnasafni. Hún getur rökstutt ágæti málfrelsis með fyrirvara, og ágæti ritskoðunar án fyrirvara, nákvæmlega eins og hún var hönnuð til að gera.
Ég velti því fyrir mér hvort það sé einhver þörf á frekari gervigreind innan hins opinbera.
Hið opinbera hefur þrenns konar hlutverki að gegna:
- Að koma fyrir fólki sem þyrfti annars að finna sér alvöruvinnu
- Að knýja á innleiðingu á ákveðinni hugmyndafræði
- Að auka flækjustigið í lífi skattgreiðandans
Hvaða gagn er í gervigreind til að ná þessum markmiðum? Gervigreindin gæti minnkað mannaflaþörfina innan hins opinbera og það dugar ekki. Hún gæti fundið skilvirkar lausnir og það dugir ekki. Hún gæti greitt fyrir opinberri þjónustu og það dugir ekki. Henni gæti misheppnast að starfa samkvæmt ákveðinni hugmyndafræði og haldið sig við verkferla og gegnsæi, og það dugir alls ekki.
Nei, þessar hugmyndir um innleiðingu á gervigreind á vettvangi Stjórnarráðsins eru fjarstæðukennd þvæla. Þær stríða gegn grundvallarmarkmiðum opinbers reksturs.
Í staðinn legg ég til að áfram verði haldið að ýta út eyðublöðum á pappír sem fólk þarf að fylla út í höndunum og finna tvo votta til að staðfesta undirskriftir. Það veldur hinum passlegu óþægindum sem opinber rekstur er svo ánægður með.
![]() |
Mikil tækifæri í gervigreind og ríkið verður að þora |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13. ágúst 2024
Raunsæisvottun
Það vantar ekki vottanirnar sem fyrirtæki geta eða þurfa að hafa. Sumar eru valkvæðar og aðrar ekki. Heilbrigðisvottorð er til dæmis víða krafa, og jafnlaunavottun ef vinnustaður er svo óheppinn að hafa farið yfir eitthvað ákveðið hámark starfsmanna. Gæðavottanir hafa lengi verið vinsælar og valkvæðar (gjarnan markaðskrafa frekar en lögbundin krafa). Svo má sækja sér allskyns vottanir upp á umhverfisvitund og annað slíkt.
Gleymum svo ekki hinsegin-vottuninni.
Ég ætla að reyna flokka allar þessar vottanir í tvo flokka:
- Þær sem koma til móts við löggjöf eða kröfur viðskiptavina
- Þær sem eiga að láta fyrirtæki líta vel út þótt vottunin bæti í engu vörur eða þjónustu þess
Kynnum til leiks nýja vottun sem er ekki lögskyld en gæti samt bætt aðstæður starfsmanna og þjónustu við viðskiptavini: Raunsæisvottun.
Til að hljóta slíka vottun þurfa fyrirtæki að fara í gegnum sem flest af eftirfarandi skrefum:
- Kaupa gámaþjónustu fyrir fyrirtæki svo starfsfólk geti hent öllu rusli í eina ruslafötu og fagmenn og færibönd sjá um að flokka rétt (starfsfólki boðið velkomið að koma með heimilissorpið í vinnuna)
- Kvarta reglulega og opinberlega yfir opinberum álögum og kjánalegum reglugerðum sem íþyngja rekstrinum án þess að skila sér í neinu til viðskiptavina, samfélags eða umhverfis
- Segja sig úr allskyns hagsmunasamtökum sem þiggja mikið fé til að skrifa langar skýrslur og halda ráðstefnur fyrir eigin stjórnarmenn og stjórnmálamenn og styrkja þess í stað grasrótarsamtök sem veita yfirvöldum málefnalegt aðhald
- Leggja ekki önnur námskeið á starfsmenn sína en þau sem auka afköst og gæði verðmætaskapandi vinnu
- Segja nei þegar lífsskoðunarfélög fullorðinna betla pening og já - oftar en nei - þegar ungmenni og félög þeim tengd óska eftir styrkjum
Þennan lista má mögulega lengja töluvert en boðskapurinn er þessi: Fyrirtæki sem eltast við tískusveiflur og smelli eru að sóa fé hluthafa sinna og launþega, vanrækja starfsfólk sitt og missa sjónar af viðskiptavinum sínum.
Fyrirtæki sem standa gegn slíku eiga skilið raunsæisvottun.
Mánudagur, 12. ágúst 2024
Bókin sem þú last ekki en dæmdir
Ég hef ákveðna samúð með því að vilja mynda sér skoðun á bók, bíómynd, heimildamynd eða lítilli blaðagrein án þess að hafa horft á eða lesið frá upphafi til enda. Flæði texta og myndefnis er slíkt að við þurfum að sía út. Dæma jafnvel bara út frá fyrirframgefinni skoðun á höfundi, leikstjóra eða framleiðenda.
Ég skil það og hef jafnvel gerst sekur um nákvæmlega þetta: Að dæma út frá kápunni, en ekki innihaldinu.
En í einstaka tilvikum eiga menn að hægja á sér áður en ætt er á ritvöllinn, og skal ég fyrstur manna játa sök á að hafa ekki gert það - að hafa þurft að skipta um skoðun eftir að hafa farið úr því að dæma án þekkingar og í að breyta þeim dóm eftir að hafa aflað mér þekkingar. Þó sjaldnar og sjaldnar, að eigin mati.
Þessa hugleiðingu skrifa ég eftir að hafa lesið aðsenda grein Hjörleifs Guttormssonar, fyrrverandi þingmanns, í Morgunblaðinu í dag. Manns sem var þekktur fyrir að hafa lesið yfir öll lagafrumvörp þegar hann var þingmaður frekar en að láta undirlægjur sínar gera það fyrir hann, eða bara sleppa því alveg að kynna sér efni slíkra frumvarpa (sem mig grunar að sé reglan frekar en undantekningin).
Í þessari grein setur hann mikið út á skrif manns sem tekur undir allar áhyggjur hans sjálfs af hlýnun Jarðar af mannavöldum en er ósammála forgangsröðun á því meinta vandamáli umfram önnur.
En þetta er dæmigert fyrir umræðuna.
Ef þú ert á þeirri skoðun að það séu til stærri vandamál en einhverjar breytingar á loftslagi Jarðar af mannavöldum þá ertu hreinlega að hafna því að loftslag Jarðar sé að breytast af mannavöldum. Ef þú telur betra að taka milljarð frá vestrænum skattgreiðendum til að kaupa ódýr lyf til að forða hundruðum milljóna frá malaríu frekar en að setja hundrað milljarða af fé vestrænna skattgreiðenda í að koma í veg fyrir hálfa gráðu af hitastigshækkun þá hafnar þú vísindum, eins og þau leggja sig, og átt skilið níðgrein frá Hjörleifi Guttormssyni.
Sértu sammála því að loftslag Jarðar sé að breytast en mögulega af öðrum ástæðum en mannavöldum þá ertu virkilega kominn í skammarkrókinn, en Hjörleifur er ekki einu sinni að gagnrýna slíkar raddir.
Kannski er þetta bara komið gott af loftslagshræðslu. Loftslagið er frekar stöðugt þótt fréttamenn séu að verða óstöðugri. Níðgreinar um mann sem vitnar í vísindamenn frekar en blaðamannafulltrúana sem afbaka niðurstöður vísindamanna eru góð vísbending um það.
Það er freistandi að dæma bók af kápunni. Það þekki ég. En ég er að læra, og vonandi fleiri líka.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 11. ágúst 2024
1984 sem leiðbeiningabæklingur
Fyrir ekki löngu síðan hlustaði ég á útvarpsleikrit byggt á frægri skáldsögu George Orwell, 1984, og horfði síðan á kvikmynd byggða á sömu bók (útvarpsleikritið er betra). Sagan gerist í ímynduðum heimi þar sem yfirvöld stjórna öllum upplýsingum, ljúga stanslaust að fólki til að halda völdum og fjarlægja úr samfélaginu þá sem ógna frásögninni.
Ég fór að kynna mér þessa sögu betur eftir að hafa heyrt einhvern lýsa henni þannig að það mætti halda að yfirvöld hefðu gert hana að leiðbeiningabæklingi frekar en varnaðarorðum. Sérstaklega á veirutímum, en líka enn þann dag í dag. Ég hafði ætlað mér að lesa bókina fyrir mörgum árum, en nú varð því ekki frestað lengur að kynna sér hana.
Og mikil ósköp, ég tek undir þá greiningu að bókin sé komin með stöðu leiðbeiningabæklings!
Fræg eru til dæmis þau orð úr 1984 að stríð sé friður. Hljómar það ekki aðeins of kunnuglega í opinberri umræðu í dag?
Þegar kemur að áróðri og lygum vantar ekki dæmin. Í Bretlandi hafa til dæmis verið óteljandi fjöldamótmæli seinustu daga og vikur sem hófust upphaflega vegna morða sonar innflytjenda á þremur ungum stúlkum en hafa þróast yfir í mótmæli gegn innflytjendastefnu Bretlands. Hvað segja fjölmiðlar okkar, allir sem einn? Jú, að þetta séu óeirðir öfgahægrimanna, að hluta fjarstýrt af manni sem kallar sig Tommy Robinson. Ekkert í þeirri frásögn á sér nokkra stoð í raunveruleikanum eins og Tommy fer hérna yfir á eina samfélagsmiðlinum sem er ekki búinn að þurrka nafnið hans út svo fjölmiðlar hafi einir möguleika á að tjá sig um hann og þá friðsælu fjöldahreyfingu sem hann tilheyrir.
En auðvitað er auðveldara fyrir okkur að trúa því einfaldlega að í Bretlandi sé fasistahreyfing sem telur tugþúsundir verkamanna og að þar með sé réttlætanlegt fyrir yfirvöld að hraða öllum dómstigum til að koma ungum, breskum mönnum í fangelsi eins hratt og hægt er. Ég vil auðvitað ekki skemma partýið fyrir þeim sem vilja trúa á slíkar einfeldislegar útskýringar. Afsakið ef ég gerði það.
Eftir situr samt í mér sú hugsun að 1984 sé bók á sérhverju náttborði stjórnmálamanna og lesin eins og leiðbeiningabæklingur frekar en hrollvekjandi skáldsaga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Laugardagur, 10. ágúst 2024
Samsæriskenningar sem eru engar kenningar
Í lítilli frétt á DV er fjallað um seinasta þátt hlaðvarps þar sem samsæriskenningar eru teknar fyrir. Í þessum þætti er fjallað um rákirnar sem streyma aftan úr flugvélum. Hvað í þeim? Hvaða áhrif hafa þær? Er verið að ráðskast með lofthjúpinn?
Nú eru rákir úr venjulegum flugvélum ekki annað en útblástur sem blandast við loftið. Í þeim útblæstri eru agnir sem mælast í loftgæðamælum, oft vel yfir allskyns mörkum nálægt flugvöllum. Þetta er ekkert nýtt, er auðvitað ákveðið vandamál fyrir nágranna flugvalla en í raun bara hlut af því að búa í þróuðu samfélagi þar sem ákveðin mengun er einfaldlega merki um lífsgæði (þar með ekki sagt að hana eigi ekki að reyna minnka án þess að drepa hagkerfið).
Þessar rákir úr flugvélum eru vissulega taldar valda gróðurhúsaáhrifum - hvað gerir það ekki? En þessar venjulegu rákir aftan við venjulegar flugvélar eru bara það - útblástur á miklum hraða.
En þar með er ekki sagt að slíkar rákir hafi ekki vakið áhuga milljarðamæringa sem vilja ráðskast með allt og alla. Tilraunir til að breyta veðrinu með losun á ögnum í háloftin hafa verið gerðar og taldar hafa heppnast til að valda úrkomu. En suma dreymir um meira en það. Einn milljarðamæringurinn vill reyna að loka á sólarljósið til að kæla Jörðina og hefur veitt fjármagni í slíkar rannsóknir. Þessi gróðurhúsaáhrif sjáðu til! Þessi hlýnun Jarðar! Þarf ekki að stöðva hana?
Og hver veit - kannski eru nú þegar í gangi ýmsar tilraunir til að hafa áhrif á lofthjúpinn með því að losa í hann allskyns agnir. Það er nú ekki alveg óþekkt að yfirvöld stundi leynilegar rannsóknir sem valda óafturkræfum skaða á samfélaginu - seinasti heimsfaraldur er gott dæmi um slíkt. Það væri raunar upplagt að framkvæma slíkar tilraunir því þær væru ekki aðgreinanlegar frá hinum venjulegu rákum og allar ásakanir um tilraunastarfsemi má afskrifa sem samsæriskenningar.
En það er þetta með að afskrifa sem samsæriskenningar sem er ekki jafnauðvelt í dag og áður. Núna má alveg trúa hverju sem er upp á yfirvöld og skjólstæðinga þeirra í milljarðamæringaklúbbnum. Þau bjuggu til heimsfaraldur - hvað ætli sé næst á dagskrá? Skipulagðar hungursneyðir? Þvingaðar lyfjagjafir? Að gera vinnandi fólk að öreigum? Að uppræta vestræn, kristin samfélög?
Vonandi leiðir tíminn það ekki í ljós af því við hættum að samþykkja að vera meðhöndluð eins og tilraunarottur. En það er ástæða til að óttast.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 10. ágúst 2024
Þarf ekki að byrja ræða grundvallaratriði?
Umræðan um ríkisfjármálin er yfirborðskennd. Hún einkennist af því hvort hinn eða þessi útgjaldaliður eigi að stækka eða minnka. Hvort stofna eigi hina eða þessa stofnunina (aldrei um hvort hina eða þessa stofnun megi ekki leggja niður). Hvort einhver málaflokkur fái nægt fjármagn.
Aldrei er rætt um grundvallaratriðin, svo sem hvort ríkið eigi yfirleitt að stunda ákveðna starfsemi - hvort henni sé kannski betur borgið á hinum frjálsa markaði, gefið að einhver eftirspurn sé þá yfirleitt eftir henni.
Augljóst dæmi, sem nýlega var í umræðunni, er svokölluð jafnlaunavottun og allt hafurtaskið í kringum hana. Augljóslega þarf að afnema alla löggjöf í kringum hana og um leið allan opinberan rekstur í kringum hana. Málið leyst. Sé einhver eftirspurn eftir slíkri vottun þá mun markaðurinn leysa það eins og hann gerir í tilviki allskyns annarra vottana.
Þarna sparast mögulega ekki nema nokkrir tugir milljóna af launafé skattgreiðenda, og einhverjar hundruðir milljóna af kostnaði fyrir fyrirtæki og þar með neytendur, en góð byrjun.
Síðan má auðvitað koma á raunverulegu viðskiptafrelsi. Það þýðir afnám tolla og allskyns annarra gjalda sem leggjast á inn- og útflutning. Opinberar stofnanir sjá þá í mesta lagi um að framkvæma eftirlit með handahófskenndum aðgerðum. Í dag er svo komið að vörur sem bera ekki toll eru strandaglópar hjá tollayfirvöldum svo mánuðum skiptir. Þetta þýðir að jafnvel ótollaður varningur þarf að bera einhvern annan kostnað vegna aðkomu yfirvalda. Getur ríkisvaldið ekki bara drullað sér úr veginum, alveg? Og skorið niður í útgjöldunum samhliða því?
Ég veit að Íslendingar eru almennt sáttir við að hið opinbera innheimti mikið af sköttum og noti svo til að styðja við allskyns hópa og niðurgreiða allskyns þjónustu. En þar með er ekki sagt að ríkið þurfi að sólunda mikið af þessu skattfé í óskilvirka starfsemi - í opinberan rekstur á allskyns stofnunum og stofum sem enda svo oftar en ekki á því að verða geymslustaður fyrir útbrennda flokksgæðinga eða vinkonuhópa ráðherra.
Á meðan ekki er rætt um grundvallaratriðin þá skiptir ekki máli hvað kjósendur kjósa. Þeir fá alltaf sömu niðurstöðu - flokka sem rífast um hvort ákveðið framlag úr ríkissjóði eigi að stækka eða minnka en ekki hvort þetta framlag eigi yfirleitt að vera til.
Og þess vegna hafa Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn nokkurn veginn skipt um stóla þegar kemur að fylgi, og enginn sér muninn.
![]() |
Umræða um ríkisfjármálin verið á villigötum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 8. ágúst 2024
Þegar múgurinn reiðist röngu fólki
Í dag birtist eftir mig grein á vefritinu Krossgötum. Hún fjallar um tvær ólíkar meðferðir blaðamanna á mótmælum almennings. Mín upplifun er sú að mótmæli almennings falli í tvo flokka í huga blaðamanna: Fullkomlega skiljanleg mótmæli gegn ofríki yfirvalda, og mótmæli sem einhvers konar öfgamenn standa að baki, gjarnan með hjálp rússneskra tölvuþrjóta.
Inn á milli er svo nákvæmlega ekkert.
Réttmæt reiði almennings, og fordómafullir rasistar sem kunna ekki að lesa og byrja því að brjóta allt og bramla.
En mótmæli eiga sér alltaf einhverja orsök. Eru með einhvern aðdraganda. Byggjast á einhverju. Málstaðurinn er mögulega ekki endilega réttmætur í sjálfu sér - byggður á einhverjum sýndarveiruleika - en hann hefur kraumað einhvers staðar, jafnvel meðal stórs hluta almennings, og svo vantar bara eldspýtuna til að tendra bálið.
Það er hlutverk blaðamanna að veita okkur slíkt samhengi. Þess í stað eru þeir latir og stimpla þá sem öfgamenn sem mótmæla góða fólkinu (að þeirra mati).
Nema þeir hreinlega viti ekki betur. Api hver upp eftir öðrum. Ætli veirutímar séu ekki vísbending um að það séu algeng vinnubrögð. Ennþá og alltaf.
Miðvikudagur, 7. ágúst 2024
Spunastólar
Ég brosti nánast frá eyra til eyra þegar ég las eftirfarandi texta:
Nýir stólar fyrir þingmenn og ráðherra verða teknir í notkun í þingsal Alþingis þegar þingsetning fer fram í haust. ...
Nýju stólarnir eru hannaðir af Erlu Sólveigu Óskarsdóttur og nefnist hönnunin Spuni.
Áður en lengra er haldið er gott að skoða nákvæmlega hvað orðabókin segir um þetta nafn hönnunarinnar:
Hér er á ferð eitthvað af eftirfarandi:
- Ísköld kímnigáfa hönnuðar sem lítur á þingstörf sömu augum og hverja aðra sviðslist án handrits
- Ísköld kímnigáfa hönnuðar sem lítur á lagaframleiðsluna sömu augum og langt band sem safnast upp á kefli
- Ísköld kímnigáfa hönnuðar sem lítur á ræðuhöld þingsins sömu augum og samhengislaust tal einhvers upp á sviði, endalaus og sjálfsprottin tjáning frekar en eitthvað merkilegra
Nema nafnið sé bara dregið upp úr potti af handahófi. Það er líka möguleg skýring.
Hvað sem því líður er núna að opnast á stóra flóðgátt brandara um þingstörf og greyið þingmennnirnir þurfa einfaldlega að sætta sig við það.
Lagasetning: Að setjast í spunastól.
Þingstörf: Að koma sér í spuna.
Þingræður: Að stíga upp í spuna.
Atkvæðagreiðsla á þingi: Að velja já eða nei úr spuna.
Megi spuninn hefjast!
![]() |
Nýir stólar framleiddir fyrir sal Alþingis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 5. ágúst 2024
Frelsishetjan og gullverðlaunin
Í gær vann serbíski tennisleikarinn Novak Djokovic gullverðlaun á Ólympíuleikunum. Þetta þótti það fréttnæmt að um það var fjallað í aðalfréttatímum dagsins, frekar en bara í íþróttahluta fréttatímanna. Djokovic er 37 ára gamall í dag og búinn að vinna allt núna. Öll mót og flest oftar en einu sinni. Goðsög í heimi íþrótta. Sá besti í heimi - geitin.
En líka meira en það.
Á veirutímum lenti Djokovic í margvíslegu mótlæti. Honum var bannað að keppa í íþrótt sinni. Hann var stoppaður á landamærum og snúið við.
Af hverju?
Jú, af því hann hafnaði ákveðinni lyfjagjöf. Hann lét ekki sprauta sig.
Aðspurður hvort slík þvermóðska væri mikilvægari en að vinna marga titla svaraði hann: Já, líkaminn er mitt musteri. Enginn fær að troða sér þangað inn, jafnvel þótt umheimurinn telji þar með að hann eigi ekki að fá að ferðast um og slá tennisbolta.
Ekki vantaði skítkastið á hann, og uppnefnin auðvitað.
Sjálfur vonaði hann að sprautan yrði ekki gerð að skilyrði fyrir þátttöku í tennismótum, og um tíma leit ekki þannig út, en auðvitað tókst lyfjafyrirtækjunum að selja glundrið sem nothæfa forvörn og yfirvöld tæmdu sjóði sína til að kaupa það.
Núna látum við eins og allt sé gleymt og grafið. Besti tennisleikmaður sögunnar fékk ekki að keppa á mótum af því fólk í taugaveiklun hélt að einhver sprauta væri nothæf til að sigrast á veiru. Öll metin hans hefðu orðið enn stærri ef ekki væri fyrir móðursýkina sem greip flesta.
Þetta hafa engir fréttamenn nefnt þegar þeir segja frá Ólympíuverðlaunum Djokovic.
Frægð mannsins er mögulega stærst á tennisvellinum. En frægt er þegar yfirvöld víða, með stuðningi almennings, settu þessum magnaða íþróttamanni stólinn fyrir dyrnar af því hann lét ekki sprauta sig.
Þetta sýnir kannski að við skömmumst okkar í dag, nú þegar við vitum að sprauturnar, grímurnar og lokanirnar voru lækning verri en sjúkdómurinn. Kannski er það þess vegna að enginn ræðir tímabilið þegar sá besti í heimi fékk ekki að keppa á íþróttamótum.
Ég vona að það sé ástæðan. Gleymska er það ekki.
Föstudagur, 2. ágúst 2024
Græna skóflan: Skammarverðlaun
Hvað er meiri vitleysa en að setja flatt grasþak ofan á gamla byggingu?
Svar:
Að veita slíkri hönnun verðlaun. Grænu skófluna nánar tiltekið. Hún er núna orðin að nýjustu skammarverðlaunum Íslands, í hópi með fálkaorðunni og verðlaunum Blaðamannafélagsins.
Grasþök geta verið ljómandi falleg en Íslendingar fyrir 1000 árum vissu að þau eigi þá að vera með halla svo vatnið geti lekið úr þeim og burðarþolið þurfi ekki að vera jafnmikið.
En svona er þetta oft. Nýjustu tískustraumar fleygja gamalli visku í ruslið.
Vonum að Grænu skóflunni verði ekki úthlutað aftur, en að ef svo fer að menn taki allar teikningar að baki verðlaununum í endurskoðun því þær hljóta að vera meingallaðar.
![]() |
Leikskóli ónothæfur eftir tvö ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |