Mánudagur, 12. febrúar 2024
Friðsamleg mótmæli friðelskandi fólks með geislabaug yfir höfðinu
Þegar yfirvöld í hinum vestræna heimi, þar á meðal Íslandi, lokuðu fólk inni hjá sér, tóku félagslífið úr sambandi, keyrðu fyrirtæki í þrot, hlóðu skuldum á skattgreiðendur framtíðarinnar, sprautuðu stórhættulegu glundri í börn og fullorðna, flæmdu ungmenni úr námi og létu fólk ganga um með gagnslausar grímur þá sögðu fáir nokkuð. Íslendingar létu leiða sig inn í sprautuhallir eins og sauðfé í sláturhús. Íslensk ungmenni sögðu ekkert þótt verið væri að taka af þeim bestu árin.
En þegar spurningamerki eru sett við að troða nokkur hundruð flóttamönnum inn í kerfi sem nú þegar er sprungið (vegna fólks sem er einfaldlega að flýja úr fátækt í bætur) þá verður allt vitlaust.
Þá má tjalda fyrir framan Alþingi, kasta eggjum í Alþingishúsið, ógna lögreglumönnum og auðvitað ráðast að þingmönnum sem þurfa að mæta á óróasvæðið til að sinna starfi sínu sem kjörnir fulltrúar.
Karlmaður sem var þátttakandi í Palestínumótmælum fyrir utan Alþingi fyrr í dag kastaði hlut í bíl Diljár Mist Einarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Sagði hann henni að fokka sér ítrekað og lét önnur fúkyrði fylgja.
Í 74. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands segir:
Rétt eiga menn á að safnast saman vopnlausir. Lögreglunni er heimilt að vera við almennar samkomur. Banna má mannfundi undir berum himni ef uggvænt þykir að af þeim leiði óspektir.
Er ballið ekki búið, samkvæmt stjórnarskrá? Ég veit að atvinnu- og félagafrelsisákvæði hennar, auk ýmissa annarra ákvæða, eru dauður bókstafur eins og veirutímar sönnuðu svo rækilega, en hvað með grein 74? Er hún það líka?
![]() |
Mótmælandi réðst að Diljá Mist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 11. febrúar 2024
Pútin-viðtalið sem allir (og enginn) eru að tala um
Um daginn var tekið viðtal við forseta Rússlands. Það var tekið af vestrænum blaðamanni, Tucker Carlson, og fyrsta viðtalið af þeirri tegund síðan Pútin sendi rússneska hermenn yfir landamæri Úkraínu í febrúar 2022. Viðtalið teygði sig í yfir 2 klukkustundir og fór um víðan völl. Blaðamaður spurði meðal annars hvernig kristinn maður gæti fyrirskipað dráp á fólki og hvers vegna hann héldi ungum, bandarískum blaðamanni í fangelsi. Blaðamaður hló hátt þegar Pútin sagðist ekki muna hvenær hann talaði seinast við Bandaríkjaforseta. Ákveðin vanvirðing, en hafði engar afleiðingar.
Þetta var athyglisvert viðtal. Það byrjaði á hefðbundinn hátt. Blaðamaður spurði spurningar er snéri að líðandi stundu. Forsetinn stoppaði þá blaðamann í sporunum og spurði:
Erum við í spjallþætti eða að í alvarlegum samræðum?
**********
Are we having a talkshow or a serious conversation?
Eftir þessa spurningu byrjaði viðtalið smátt og smátt að breyta um eðli. Svör forsetans voru löng þótt hann hafi ítrekað sagst vera að forðast smáatriðin. Smátt og smátt gaf blaðamaður leyfi fyrir löng svör án þess að trufla. Hann fékk líka að spyrja að vild, jafnvel eftir tvær klukkustundir af viðtalstíma.
Menn geta haft allar heimsins skoðanir á forseta Rússlands, blaðamanninum bandaríska eða því sem fór fram. En þarna fór fram langt viðtal þar sem margt kom fram. Flest kannski endurtekning fyrir þá sem hafa fylgt málum eftir, en kannski mikið af nýju efni fyrir aðra (viðtalið hefur fengið tugmilljónir áhorfa og ekkert lát þar á).
Það var auðvitað viðbúið að CNN, BBC og aðrir miðlar (sem sögðu eitthvað, frekar en ekkert) reyndu að afskrifa viðtalið strax sem drottningarviðtal (viðtal sem forðaðist óþægilegar spurningar) eða viðtal fullt af sögufölsunum.
En hvað fundu margir að viðtalinu?
Jú, það var svo langt!
Í mjög litlu fréttainnslagi á BBC (innan við 5 mín.) er kvartað yfir þessu í nokkur skipti. Um leið kvartar blaðamaður BBC yfir því að hafa ekki fengið að taka viðtal við Pútin, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir.
Setjum okkur aðeins í spor Rússlandsforseta: Blaðamaður vill taka við hann viðtal, en það þarf að vera stutt. Bara spurningar og svör. Engar langar ræður um söguna, eins og forsetinn sér hana, eða aðdraganda að einu né neinu. Viðtal þar sem er þjarmað að og öll frávik frá beinu svari meðhöndluð sem útúrsnúningur eða leið til að afvegaleiða umræðuna.
Skiljanlega hafnar maður sem hefur frá mörgu að segja, rétt eða rangt, slíkri viðtalsbeiðni.
Blaðamenn eru vitaskuld ekki með á nótunum. Svokallað "long-form interview", sem mætti einfaldlega þýða sem viðtal sem tekur langan tíma, eru undirstaðan að velgengni margra vinsælla hlaðvarpsþátta, og þarf þá fyrst og fremst að nefna Joe Rogan í því samhengi. Það er einfaldlega eftirspurn eftir dýpri samtölum, kæru blaðamenn!
Blaðamenn eru ekki komnir á þennan stað. Þeir vilja hraða vinnslu af spurningum og svörum og grípa fyrirsagnir úr slíku spjalli. Þeir eru ekki að hlusta. Þeir eru ekki að eiga í alvarlegum samræðum. Þeir eru að reka spjallþætti. Og kannski kæra sig ekki allir um að setjast í slíka gryfju.
Við blaðamenn vil ég því segja: Prófið að taka löng viðtöl, og ef þið þurfið að taka með ykkur vatnsbrúsa þá verður bara að hafa það. Margir mögulegir viðmælendur láta ekki bjóða sér annað.
Tel ég það vera lærdóminn af viðtali Tucker Carlson við Vladimír Pútin.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 11. febrúar 2024
Fullir vinahópar
Stór áskorun þeirra sem flytjast í nýtt land er að eignast vini. Þó er þetta mismunandi eftir löndum. Á Íslandi og í Danmörku eiga vinahópar það til að fyllast á námsárunum. Það er ekki skrýtið. Þetta eru árin þar sem heilinn er að mótast. Stórir hópar ungs fólks sitja saman í kennslustofum, fara í bekkjapartý og á böll, fara saman á viðburði og þess háttar og þefar uppi skyldar sálir eða þá með svipuð áhugamál eða kímnigáfu. Þeir sem hafa metnað fyrir náminu leita mögulega í aðra slíka, og öfugt. Námsárin eru eitt stórt stefnumót mikils fjölda og flestir finna í þeim fjölda góða vini, oft til æviloka.
Að námi loknu rennum við vissulega flest inn á stóra vinnustaði en árshátíðin er bara einu sinni á ári og spjallið við kaffivélina kemur alls ekki í staðinn fyrir hangsið á göngum skólanna.
Ég tengi vel við þetta og það gerir mig um leið sorgmæddan því íslensk yfirvöld, og raunar fleiri, völdu að henda sprengju í þetta ferli vináttumyndunar hjá ungu fólki. Þau töldu að náminu mætti bjarga með fjarkennslu og kannski reddaðist það - sjálft námið - að einhverju leyti þótt skólar væru lokaðir og félagslífið í banni. En stór hópur krakka missti af því gríðarlega mikilvæga veganesti í lífið sem heitir tengsla- og vinanet.
Kannski þetta þýði að útlendingar sem flytjast til Íslands geti fundið einhverja með laus pláss í vinahópum. Einhverja úr týndri kynslóð íslenskra ungmenna með skaddað tengsla- og vinanet.
![]() |
Sögðu frá stærstu áskorununum við að flytja til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9. febrúar 2024
Tíminn er afstæður
Hvað tekur mörg ár að reisa virkjun á Íslandi? Leggja rafmagnslínu? Byggja brú eða mislæg gatnamót?
Kaldhæðinn maður gæti sagt áratug, eða áratugi, eða jafnvel heila eilífð.
Það þarf jú að fá öll leyfi, fara í umhverfismat sem rennur svo út af því einhver tilskipun frá Evrópusambandinu var innleidd á meðan það lá ofan í skúffu, fara í það aftur, komast í gegnum kæruferlin, fá öll leyfin aftur og svona mætti lengi telja.
En hvað tekur langan tíma að reisa varnargarð til að verja svæði gegn hrauni? Eða sjóða saman hitaveitulínu til að bjarga þúsundum manna frá því að krókna?
Það tekur bara nokkrar vikur, jafnvel bara einhverja daga.
Þó er um að ræða alveg eins framkvæmdir og þær sem taka heila eilífð: Mosa þarf að færa og innviði þarf að leggja með tilheyrandi, tímabundnu raski.
Eldsumbrotin á Reykjanesi ættu að minna Íslendinga á að þeir geta alveg ennþá. Þeir eru ekki orðnir að gagnslausum möppudýrum - ekki allir. Þeir kunna ennþá að bretta upp ermar og framkvæma stórvirki.
Þeir mega það bara ekki.
Fimmtudagur, 8. febrúar 2024
Þegar menn ráða ekki við náttúruna
Innviðaráðherra Íslands lét í dag eftir sér þessi orð:
En svo er alltaf til plan, B og C því við ráðum ekki við náttúruna,
Þetta eru frábær orð. Þau minna okkur á að náttúran fær sínu fram. Hún framkallar storma, fellibyli, ísaldir, jarðskjálfta og eldgos. Við ráðum ekki við neitt af þessu. Það sem við getum gert er að hafa plan, B og C.
Ég var nýlega í Hollandi og saug í mig frásagnir heimamanna um síki þeirra og varnargarða sem gera það að verkum að eitt þéttbýlasta land í heimi getur starfrækt alþjóðaflugvöll undir sjávarmáli og einn afkastamesta landbúnað í heiminum sömuleiðis.
Þeir eru með plan, B og C.
Svipaða sögu má segja um mörg önnur svæði. Bangladess kemur þar til hugar. Ég man eftir fréttum sem ég heyrði sem krakki um fellibyli sem réðust á landið og drápu hundruð þúsunda. Slíkar fréttir berast ekki lengur enda hefur íbúum tekist að byggja upp varnir og viðvörunarkerfi til að forðast slíka tortímingu á mannslífum.
En bíðum nú við. Losun manna á koltvísýring er að steikja heiminn! Eða frysta - það fer aðeins eftir því hvenær menn lesa fyrirsagnirnar. Veðrið breytist! Loftslagið! Hvað er til ráða?
Í dag er okkur sagt að ráðið sé að reyna breyta veðrinu. Breyta loftslaginu. Sitji menn á rassgatinu þegar sjávarmálið hækkar þá drukkna þeir. Ekkert plan, B eða C. Notkun á hagkvæmum orkugjöfum mun vissulega halda áfram að gera okkur ríkari og betur undirbúin undir áföll en við veljum að sitja á rassgatinu. Ekkert plan, B eða C.
Auðvitað mun almenningur fyrr eða síðar átta sig á því að mannkynið stjórnar ekki veðrinu og loftslaginu. Hefur í besta falli sömu áhrif og eldfjöll - þekkt eða óþekkt - ofansjávar eða neðansjávar - eða breytir því ekki. Ekki með því að gera sig fátækara og verr undirbúið undir náttúruna.
Mannkynið þarf bara plan, B og C. Og getur búið þau til frekar auðveldlega.
Takk, innviðaráðherra, fyrir að segja óvart eitthvað vitrænt.
![]() |
Atburðir dagsins kalla á endurskoðað hættumat |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 7. febrúar 2024
Stundum er betra að tæta pappír en endurskoða
Svo virðist sem allir ráðherrar séu sammála því að Ísland sé að drukkna í hælisleitendum og að þetta sé að valda hruni á ýmsum innviðum á Íslandi og auðvitað að tæma nú þegar tóman ríkissjóð.
Þá er talað um að endurskoða eitthvað. Það hljómar tímafrekt.
Er ekki betra að henda einfaldlega öllum pappírunum í tætarann og byrja upp á nýtt? Rifja upp að Ísland er sjálfstætt ríki með fulla stjórn á eigin landamærum? Svona eins og á veirutímum, þegar mismunun gagnvart þjóðerni var talin vera hið besta mál.
Þegar ég flutti til Danmerkur fyrir 20 árum var að vaxa stjórnmálaflokkur sem varaði við vandamálum stjórnlauss innflutnings á fólki sem lagðist meira og minna á bótakerfið. Íslenskir fjölmiðlar kölluðu þennan flokk hægri-öfgaflokk og annað slíkt.
Í dag hefur stefnuskrá þess flokks í innflytjendamálum ratað inn í stefnuskrár allra annarra flokka, þar á meðal jafnaðarmannaflokkanna og jafnvel flokka lengra til vinstri. Enginn minnist lengur á Danska þjóðarflokkinn (Dansk Folkeparti). Vinsældir hans urðu jú til þess að útrýma séreinkennum hans. Í dag eru meira og minna allir flokkar í Danmörku danskir þjóðarflokkar.
Þetta gerðist ekki af því menn fóru að hugsa sig aðeins um. Nei, kjósendur töluðu. Þeir kusu þá sem vildu stíga á bremsuna. Aðrir flokkar sáu sig tilneydda til að snúa við blaðinu.
Þar með er ekki sagt að Danir séu einhverjir rasistar. Þvert á móti. Þeim vantar duglegt fólk. Þeir hleypa inn flóttamönnum samkvæmt samningum sem í gildi eru (ólíkt Íslendingum sem hleypa bara inn öllum sem banka á dyrnar). Ég er að vinna með konu sem flúði frá Úkraínu með börn sín og til að fá að sjá eiginmann sinn þarf hún að ferðast til Úkraínu því hann er þar í ánauð ríkisins. Það gerir hún reglulega (og tekur alltaf með sér sælgæti).
Ég vinn í tæplega 20 manna deild og þar erum við með 9 móðurmál. Fjölbreytileikinn er víða. En skynsemin fær að fylgja með.
Því miður þurfa Íslendingar alltaf að apa upp vitleysuna eftir öðrum og finna á eigin skinni hvað það er heimskulegt. Ég áætla lauslega að Íslendingar séu 20 árum á eftir hinum Norðurlöndunum, ef Svíar eru undanskildir (þeir vöknuðu ekki úr rotinu fyrr en fyrir tæpum 2 árum síðan og kusu þar til áhrifa sinn sænska þjóðarflokk, sem við köllum rasistaflokk í bili).
Viltu hjálpa flóttamönnum í Gasa? Frábært! Ég líka! En nærtækast er að hvetja nágrannaríkin til að gera eitthvað og fá jafnvel einhvern stuðning til þess. Fiskveiðiþjóðin Íslandi gæti þá sent peninga til olíuríkisins Sádi-Arabíu ef menn eru þannig stemmdir. Núverandi kerfi er meira glapræði en að íslenskir skattgreiðendur létti undir með arabískum prinsum.
Vantar íslenskan þjóðarflokk eða ætlar einhver núverandi flokka að verða flokkur Íslendinga (og heiðarlegra útlendinga)? Kemur í ljós.
![]() |
Aukinn þrýstingur á flutning dvalarleyfishafa til landsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 6. febrúar 2024
Horfa á, skoða, velta fyrir sér, hugleiða, en hvað með að gera?
Eru eldgos það eina sem fá íslenska stjórnmálamenn til að standa upp úr hægindastólnum og bregðast við? Þegar eldgos ógnaði Grindavík var hægt að reisa varnargarða án þess að sóa tíma í umhverfismat á auðri víðáttu, endalaus kæruferli, rammaáætlanir, stofnanaflakk pappírsvinnu og hugleiðingar um afdrif gæsastofnsins.
En þegar kemur að því að laga gatið á botni ríkissjóðs gerist ekkert. Þegar kemur að því að bregðast við orkuskortinum, sem nú þegar er skollinn á, gerist ekkert (nema jú að menn vilja færa orkuna eitthvað til).
Einu sinni bar ég ákveðna virðingu fyrir þeim sem gáfu kost á sér í ábyrgðarstöður, hvort sem það voru frambjóðendur til formanns nemendafélags eða til sveitarstjórna og þings. Þetta fólk var jú að flagga skítugu nærfötunum sínum og setjast viljandi ofan í suðupott opinberrar umræðu í þeirri von um að fá að vinna góð verk.
Núna er sú virðing nánast búin að snúast um 180 gráður og orðin að algjörri óbeit. Einstaklingar sem stíga fram og lýsa hæfileikum sínum til að stjórna eru ekki einstaklingar með breið bök og hugsjónir. Þeir eru athyglissjúkir framapotarar sem stefna fyrst og fremst á að fá þægilega innivinnu, góð laun og mikla athygli. Þeir eru flestir hverjir lamaðir af hræðslu við blaðamenn og fámenna en háværa hópa og auðvitað alla á samfélagsmiðlum. Með réttu ætti að vísa hverjum þeim sem býður sig fram í stöðu stjórnmálamanns inn í barnaskóla þar sem þeir fá kennslu í lífsleikni og lestri og hvetja í staðinn einstaklinga sem hafa sannað sig í raunveruleikanum til að stíga fram.
Þá yrðu skýrslurnar eitthvað færri og auðvitað nefndirnar sem skrifa mörg orð um niðurstöður sem er búið að panta fyrirfram. Launakostnað ríkis og sveitarfélaga mætti skera niður um 50% með því að moka út möppudýrunum. Lausnir yrðu settar í framkvæmd þegar vandamálin skjóta upp kollinum í stað þess að leyfa vandamálum að þróast í ólæknandi myglusveppi á samfélaginu.
Það yrði eitthvað!
En bjartsýni mín er vitaskuld hófsöm og áfram stefni ég að því að treysta fyrst og fremst á sjálfan mig og það tengslanet sem ég tel mig hafa byggt upp eða fæddist inn í, og hafa til vara úrræði sem þröngva mér ekki í fang hins opinbera.
Því sá sem er háður möppudýrum og blaðurstéttum er illa staddur. Nema hann sé hælisleitandi, auðvitað.
![]() |
Hælisleitendakerfið kostar 16 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 5. febrúar 2024
Það vantar nýja krísu til að losna við loftslagskirkjuna
Það blasir við að stjórnmálamenn hafa lofað upp í ermina á sér þegar kemur að minnkun á losun manna af koltvísýringi í andrúmsloftið og hafa jafnvel málað sig út í horn. Framleiðsla og verðmætasköpun flýr svæði þar sem orka er dýr og óáreiðanleg og vegferð Vesturlanda er einmitt sú að gera orku dýra og óáreiðanlega (með örfáum undantekningum).
Þegar stjórnmálamenn átta sig á því að þeir hafi verið plataðir þá játa þeir það sjaldan. Til að skera sig úr snörunni þurfa þeir því einhverja ástæðu eða afsökun til að segja: Heyrið mig, allt þetta loftslagstal um loftslagsmál er ennþá alveg rosalega mikilvægt og við þurfum að skoða þau betur en núna er skollin á krísa X og við þurfum að beina öllum kröftum okkar að því að leysa hana. Við getum svo í framhaldinu kíkt aftur á loftslagsmálin, ef einhver man eftir þeim þá.
Í sumum ríkjum hafa menn valið að fara mjúku leiðina framhjá loftslagskirkjunni. Í Svíþjóð, Frakklandi og fleiri ríkjum draga menn í engu úr hamfaratalinu en boða kjarnorku sem valkost við jarðefnaeldsneyti. Á heimsvísu er búist við að uppsett afl í kjarnorkuverum muni hafa þrefaldast árið 2050 miðað við daginn í dag.
Rússagrýlan hristi líka eitthvað við mönnum. Hollendingar og Þjóðverjar ákváðu allt í einu að opna nýja gaslind í Norðursjó í fyrsta skipti í mörg ár og hraða sér nú að byggja ný gasrör til að mæta nýjum inngönguleiðum fyrir gasið til Evrópu: Í gegnum skip.
En það geta ekki allir smogið sér svona framhjá kolefnisprestunum. Yfirvöld margra ríkja hafa lofað því að leggja stór flæmi lands og sjávar undir tæki til að sjúga orku úr vind og sól. Þau hafa líka lofað að herða svo mikið að notkun jarðefnaeldsneytis að venjulegt fólk missir bílinn sinn og jafnvel hitann í húsinu (eða kuldann á sumrin). Núna fer að renna upp fyrir þeim að:
- Fátækt fólk þarf að kynda eða borða ef allt er dýrt - getur ekki gert bæði
- Grænu skattarnir eru ekki að breyta veðrinu og aðgerðirnar hafa ekkert að segja fyrir loftslagið
- Samkeppnishæfnin fuðrar upp
Ekki allir stjórnmálamenn hata venjulegt fólk. Fólk er víða byrjað að kjósa stjórnmálamenn sem þessir hefðbundnu hata. Kuldaköst í orkukreppu kosta mörg mannlíf.
Það sem þessa venjulegu stjórnmálamenn vantar til að forðast atvinnuleysi í framtíðinni er sem sagt einhver krísa X.
Það getur verið stríð, ný veira eða algjört hrun orkuinnviðanna þegar öll græna orkan er komin í kerfið. Krísan þarf að vera nægilega alvarleg til að réttlæta að öllum gömlu loforðunum sé fleygt í ruslið en ekki svo alvarleg að stjórnmálamönnunum verði kennt um og þeir látnir fjúka (eða settir í gapastokkinn ef því er að skipta).
Allar góðar hugmyndir eru vel þegnar. Því fyrr sem stjórnmálamennirnir fá sína afsökun - sína krísu X - því fyrr losnum við við loftslagsráðuneyti, græna skatta og aðra vitleysu.
Lumar þú á hugmynd?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 4. febrúar 2024
Vantar ekki sjöundu kröfuna?
Það er auðvelt að vera ungur með hugsjónir. Ungt fólk á Íslandi hefur tekið mörg málin inn á sig og látið í sér heyra. Ekkert að því auðvitað. Að vísu grjóthélt það kjafti þegar yfirvöld voru að eyðileggja fyrir þeim framtíðina með því að loka skólum og banna því að stunda félagslíf, en látum það liggja á milli hluta.
Það sem Ísrael er að gera í Palestínu er alveg skelfilegt. Auðvitað kölluðu hryðjaverkaárásir Hamas (undir fagnaðarlátum Palestínumanna) á viðbrögð en það er eitthvað annað og meira að gerast. Þjóðarmorð jafnvel.
Íslenskir nemendur hafa tilkynnt sínar sex kröfur en vantar ekki sjöundu kröfuna?
Vantar ekki að skora á Egyptaland að opna flóttamannabúðir frekar en að reisa múr sem lokar flóttamenn inni? Eða Jórdaníu, Sádi-Arabíu og önnur nágrannaríki? Er virkilega einhver lausn í því fólgin að dreifa flóttamönnum um alla Evrópu? Að hætta á glæpaöldu í kjölfarið, ef hún er ekki hreinlega hafin nú þegar? Að gera það að eina úrræði fólks á flótta að enda í einhverju framandi samfélagi sem skilur ekki viðhorf þeirra til kvenna og barna (svo ég orði hlutina mjög varfærið)? Samfélagi sem flóttamennirnir fyrirlíta jafnvel vegna lifnaðarhátta og ýmissa viðhorfa sem við á Vesturlöndum tökum sem sjálfsögðum hlutum (svo sem að það sé ekki í lagi að pynta samkynhneigða fyrir kynhneigð sína).
Ef rússneskt herskip réðist á Færeyjar og Færeyingum yrði stökkt á flótta þá er ég viss um að Íslendingar tækju við þeim opnum örmum (hið gangstæða er reyndar líklegra vegna þátttöku Íslendinga í strengjabrúðustríði Bandaríkjanna í Úkraínu). Þeir eru úr samskonar samfélagi, tungumálin eru svipuð og menningarárekstrar yrðu engir (þeir nota meira að segja íslenska kokkteilsósu og kaupa hana í Bónus í Færeyjum). Má ekki óska flóttamönnum frá Palestínu sömu möguleika? Að sjálfsögðu.
Mér finnst að þetta mætti verða sjöunda áskorun unga fólksins svo flóttamenn þurfi ekki að tvístrast fjarri heimahögum inn í samfélög sem þeir geta sýnilega ekki fótað sig í. Það væri sigur fyrir alla.
![]() |
Nemendur í Hagaskóla í verkfall fyrir Palestínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 3. febrúar 2024
Ráðherra veit ekki hvað snýr upp né niður
Ráðherra hælisleitenda vill nú ekki meina að stofnanir sem heyri undir ráðuneyti hans séu að yfirbjóða venjulegt fólk á leigumarkaði til að koma þar fyrir hælileitendum og flóttamönnum.
Voðalega er þetta loðið svar sem um leið stangast á við upplifun íbúa í Reykjanesbæ undanfarið ár eða svo:
Nú síðast berast fréttir af því að leigusalar kjósa að leigja Vinnumálastofnun húsnæði frekar en íbúum sveitarfélagsins. Jafnvel virðist hagkvæmara að leggja niður rekstur hótels, segja öllu starfsfólki upp vinnunni og leigja ríkinu herbergin.
Af hverju eru menn að tala með loðnum hætti? Eru ekki til gögn um þróun leiguverðs, fjölda leiguíbúða á markaði og allt þetta? Sundurliðað eftir staðsetningu og fleiru. Það má jú varla lána vini sínum aðgang að hluta bílskúrs án þess að þurfa skrá það í gagnagrunna ríkisins. Gögnin eru til. Er ekki einfaldlega hægt að fletta upp í þeim?
Ekki vantar heldur stofnanirnar sem taka saman gögn á ýmsa vegu um þróun hins og þessa: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Þjóðskrá, Seðlabanki Íslands, Hagstofan. Geta þessar stofnanir ekki upplýst okkur um eitthvað?
Ef ekki þá kemst ráðherra auðvitað upp með að vita hvorki hvað snýr upp né niður og getur þannig haldið blaðamanni í skefjum.
Um daginn fékk ég senda mynd frá vini mínum sem átti erindi í Borgartúnið. Myndinni, sem ég birti í þessari færslu, fylgdi skilaboð í þá veruna að allt þetta mætti leggja niður, nema kannski mötuneytið. Ætla ég að taka undir þá hugmynd.
![]() |
Hafnar því að ríkið yfirbjóði leiguhúsnæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)