Föstudagur, 4. desember 2020
Gott ár fyrir ÁTVR
Árið hefur verið gott fyrir ÁTVR. Áfengissala fyrstu ellefu mánuði ársins er umtalsvert meiri en hún var árið 2019 og munar þar rúmum 17%. Að sögn Sigrúnar Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR, helgast það að líkindum af því að fleiri Íslendingar eru á landinu en undanfarin ár. Veitinga- og skemmtistaðir hafa að miklu leyti verið lokaðir eða með skerta opnunartíma auk þess sem Fríhöfnin hefur ekki verið virk í sölu áfengis.
Þannig að í stað þess að hafa hér hjörð af heilnæmum útlendingum sem tíma ekki að kaupa áfengi í vínbúðunum eru Íslendingar á landinu og þeir láta ofurskattlagningu á áfengi ekki hamla sér, enda vanir henni frá því þeir hættu að kaupa landa í kringum tvítugt.
Ekki má svo njóta áfengisins í félagsskap vinahópa eða stjórfjölskyldu. Það er því drukkið með makann á næstu sessu í sófanum á meðan sjónvarpið sér um afþreyinguna. Er ekki til orð yfir slíkt?
Annars fer að verða óþarfi að mæla magn selds áfengis til að vita að áfengissala hefur aukist. Rannsóknir hafa sýnt að sóttvarnaraðgerðir svokallaðar og efnahagslegar hamfarir þeirra (eins og þeim hefur verið beitt síðan í mars) ýta undir misnotkun á vímuefnum. Það má því segja að á meðan yfirvöld halda til streitu lokunum á vinnustöðum og skerðingu á atvinnu- og athafnafrelsi þá sé verið að ýta undir áfengissölu og -neyslu.
Skál fyrir því, ekki satt?
![]() |
50% söluaukning á jólabjór |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 3. desember 2020
Íþróttir barna og smitstuðull
Þegar þetta er ritað er smitstuðullinn á Íslandi 45,5 og sennilega eitthvað hærri í ákveðnum landshlutum. Börn fá ekki að stunda íþróttir.
Í sveitarfélaginu sem ég bý í, í Danmörku, Tårnby, er smitstuðullinn núna 376,1. Sonur minn, sem verður 10 ára á laugardaginn, kom alsæll heim af fótboltaæfingu áðan.
Æfingin var að vísu fámenn. Þeir sem hafa umgengist smitaða eru beðnir um að fara í próf og halda sig heima við í nokkra daga, og smitað og lasið fólk er vissulega heima hjá sér, en fyrir aðra heldur lífið áfram.
Er barbararíkið Danmörk gjörsamlega búið að tapa sér í dáleiðslu Donald Trump og Lukashenko? Eða er einfaldlega um ákveðinn meðalveg að ræða? Vissulega eru takmarkanir í Danmörku: Fjöldatakmarkanir, staðbundnar takmarkanir, lokað á áfengissölu eftir kl. 22 á kvöldin og ýmsar kvaðir á verslanir og vinnustaði en sonur minn komst á fótboltaæfingu í dag og fer í skólann á morgun og ég í vinnuna og fyrir það er ég þakklátur.
Fimmtudagur, 3. desember 2020
Hugmynd að ræðu
Kæru ráðstefnugestir,
Ég er forsætisráðherra Íslands - landsins sem prófaði og prófar enn eins og brjálæðingur. Við raðgreinum sýnin, rekjum þau, einangrun smitaða óháð aldri og heilsufari og eyðum fúlgum fjár í að stöðva smit. Þetta urðum við fræg fyrir í vor þegar veiran lóðféll og við opnuðum landamærin nokkuð vel. Að vísu var þá komið sumar þegar veirur þrífast illa í loftinu og heilsufar fólks er hvað best, en ég þakka prófunum og því að mörg þúsund Íslendingar voru lokaðir inni á heimilum sínum.
Það kom babb í bátinn í haust þegar veður kólnaði og fólk fór á ný að vera móttækilegt um leið og loftslagið batnaði fyrir loftborna veiru en þá skelltum við aftur í lás. Við höfum ausið úr sjóðum okkar og tekið lán fyrir nánast allri þjóðarframleiðslunni og teljum að það muni berja niður veiruna. Nú eða framlengi veirutímabilið með því að hægja á smitum.
Þetta erum við Íslendingar orðnir frægir fyrir og þið eflaust spennt að berja mig augum - forsætisráðherrann sem situr nú í miðri gjaldþrota- og sjálfsmorðsbylgju, með skuldir upp fyrir rjáfur til að eiga við og það á kosningaári. Takk fyrir það.
En hef ég þá einhverja visku til að deila með ykkur? Já. Á fámennri eyju er auðvelt að fylkja fólki á bak við málstað þegar mikið liggur við. Samtakamátturinn í vor var mikill. Um leið eru sprungur fljótar að myndast í samstöðunni þegar allskyns lokanir, takmarkanir og bann við íþróttaiðkun barna hætta að birtast í smitkúrvunni. Því miður. Ég var að vonast til að geta haldið uppteknum hætti til eilífðar. Ég ætla til dæmis að setja í lög heimild til að skella í útgöngubann ef svokölluð sóttvarnaryfirvöld leggja það til. Andspyrnan við slíkt er óþolandi.
Mitt ráð er því að byrja veirufaraldur á umfangsmikilli aukningu á völdum ríkisins, þegar samstaðan er mest. Fyrir utan útgöngubann má nefna heimild til að þvinga nál inn í handleggi almennings og sprauta þar inn hraðsoðnu bóluefni. Núna er ég hrædd um að hafa misst af þeirri lest.
Ég þakka áheyrnina.
![]() |
Katrín ávarpar aukaþing SÞ um Covid-19 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 2. desember 2020
Grímur og veira
Þriðjudagur, 1. desember 2020
Veirufræði
Nú er ég enginn veirufræðingur (eða loftslagsvísindamaður, hagfræðingur, stjórnmálamaður eða bankamaður) en læt alltaf koma mér á óvart hvað þarf lítið til til að vita miklu meira en blaðamenn um hitt og þetta. Bara með því að lesa nokkrar greinar, horfa á nokkur myndbönd, blaða aðeins í gegnum efni á Google Scholar og leita á leitarvélum sem hafa ekki forritað í burtu allar safaríkustu leitarniðurstöðurnar tekur í raun enga stund að kynna sér ýmis mál.
Þegar það er búið tekur svo við furða mín á öllum þeim spurningum sem blaðamenn spyrja ekki.
Til dæmis hefur að því ég best veit ekki verið nokkuð talað um árstíðarsveiflur í veirusmitum sem leiða til COVID-19, sem er raunar stórfurðulegt. Hér er lítil grein um efnið (en fyrir þá sem vilja vita miklu meira get ég mælt með myndböndum Ivor Cummins á Youtube).
Greinin er með auðskiljanlegan titil: Potential impact of seasonal forcing on a SARS-CoV-2 pandemic
Ég ætla að spara smáatriðin og koma mér beint í ályktanir, meðal annars (en ekki eingöngu) byggðar á greininni:
- Sóttvarnaraðgerðir í Evrópu og norðurhluta heimsins í vor voru ekki ástæða þess að veirusmitum fækkaði í sumar. Ástæða fækkandi veirusmita var einfaldlega hlýnandi veðurfar sem er veirunni óhagstætt
- Smit fóru ekki á flug í haust vegna þess að fólk slakaði of mikið á. Veðurfar fór kólnandi sem er veirunni hagstætt
- Veirusmit munu ekki falla mikið á næstu 1-2 mánuðum vegna sóttvarnaraðgerða heldur vegna þess að þau hafa einfaldlega náð til margra
- Með því að hægja um of á smitum með fletjun samfélagins er verið að lengja veirutímabilið, ekki stöðva það
- Með því að lengja veirutímabilið aukast líkurnar á því að vernd á þeim öldruðu og öðrum með veikt ónæmiskerfi mistakist og þar með er verið að auka líkurnar á því að þeir öldruðu eða aðrir með veikt ónæmiskerfi fái veiruna
En ætli það sé þorandi að stinga upp á öðrum flötum málsins en fjölda smita? Nei, ætli það.
Mánudagur, 30. nóvember 2020
Think globally, act locally - ekki nei?
Fyrir mörgum áratugum var oft sagt að umhverfisvernd snérist um að hugsa heildrænt en framkvæma staðbundið (sem er léleg þýðing á slagorðinu "think globally, act locally"). Þetta var auðvelt að skilja, líka sem barn. Þú getur kannski ekki sagt öðrum heimshlutum fyrir verkum en getur a.m.k. gengið frá eigin rusli og sett notuð batterí í þar til gerð ílát og sleppt því að hella olíu í lækinn. Vonandi leiðir svo hið góða fordæmi og hinar ábyrgu gjörðir til einhvers á heimsvísu.
Nú er þessi öðruvísi háttað. Nú mætti segja að slagorðið í gildi sé: "Forget globally, screw yourself locally".
Til dæmis er útblástur vestrænna ríkja á hinni sárasaklausu sameind, CO2, gjörsamlega áhrifalaus fyrir loftslagið og heildarmagn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu, sérstaklega þegar haft er í huga að aukning sama útblásturs er aðallega að eiga sér stað í vanþróaðri heimshlutum. Kínverjar og Indverjar halda áfram að auka sinn útblástur í a.m.k. 10 ár í viðbót áður en þeir verða nógu ríkir til að kaupa dýrari tækni til að framleiða orku úr öðru en jarðefnaeldsneyti (og hafa þá fyrst og fremst bætt loftgæði í huga en ekki gagnslaus loftslagslíkön). Mið-Ameríka, Brasilía og mörg svæði Afríki eiga líka inni tímabil þróunar þar sem raforkan þarf að koma með sem ódýrustu og viðhaldsminnstu orkuaflandi aðferðinni. Og það er bara allt í lagi!
Ofurskattar á almenning í vestrænum ríkjum í nafni gróðurhúsaáhrifa gera ekkert nema skerða lífskjör almennings. Ekkert annað! Og jú, eyða regnskógunum. Ef allir Bretar hættu að nota jarðefnaeldsneyti á morgun þá yrði "sparnaður" í losun uppurinn með aukningu Kínverja á frekar stuttum tíma (að mig minnir 1-2 árum).
Svo er auðvitað vert að nefna að í þau fáu skipti sem menn hafa nennt að setjast yfir óbeina losun svokallaðra grænna orkugjafa þá er ávinningurinn í formi minnkandi losunar ekki jafnmikill og menn telja sér í trú um. Turn vindmyllu þarf t.d. að búa til úr stáli, með notkun hita frá kolabruna og námuvinnslu og flutninga á hráefnum og lokaafurð. Sé allt reiknað saman eru menn ekkert endilega að gera mikið til að draga úr losun - bara innleiða dýran millilið á milli orkugjafa og neytanda - láta kolin bræða stálið í vindmylluna í stað þess að knýja orkuverið.
Á Vesturlöndum tala menn um orkuskiptin eins og það þýði að fara úr jarðefnaeldsneyti í endurnýjanlegt eldsneyti. Það er bara okkar skilningur á orðinu. Á mörgum svæðum þýða orkuskiptin þau að fara úr engri orku í einhverja orku - að þurfa ekki lengur að brenna þurrkaða kúamykju og fá rafmagn í staðinn, gjarnan úr kolaorkuveri. Á öðrum svæðum vilja menn losna við skítuga kolareykinn og skoða þá olíu og jarðgas sem valkost. Orkuskiptin eru ekki þau sömu fyrir alla. Þetta nenna fáir að tala um og fyrir vikið eru ríki nörruð inn í sáttmála sem í besta falli eru verðlaus pappír en í versta falli eyðileggjandi fyrir hagkerfi þeirra og velferð íbúa.
![]() |
Beint: Loftlagsfundur og breytingar síðustu 5 ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 29. nóvember 2020
Heimurinn kyrrsettur en ávinningur enginn
Magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði hámarki á síðasta ári og hefur haldið áfram að hækka það sem af er þessa árs, þrátt fyrir viðamiklar aðgerðir til að sporna við kórónuveirufaraldrinum.
Eða samkvæmt hlýnunarprestunum hjá NOAA:
"After removal of the long-term increasing trend at each site one is left with a seasonal cycle caused primarily by seasonal photosynthesis and respiration of ecosystems on land. The three figures below show the 10-year average seasonal cycle, and the year-to-year variations. These natural variations are large, and so far the "missing" emissions have not stood out."
Allt þetta virðist koma blaðamanni á óvart. Var ekki nóg að kyrrsetja stóra hluta heimsins, læsa fólki inni, drepa störf, senda milljónir fátæklinga í hungurdauða og aðrar milljónir í dauða vegna allskyns annarra sjúkdóma, breyta atvinnu í glæpi, kremja líftóruna út úr gömlu fólki með einangrun og andlegri vanrækslu og lepja upp allar ráðleggingar verndaðra hópa embættismanna og milljarðamæringa til að svo mikið sem hægja á aukningu CO2 í andrúmsloftinu?
Ef ekki, hvað ætla þá hlýnunarprestarnir að leggja til næst? Þeir hafa jú lengi daðrað við að loka á hitt og þetta til að minnka útblástur á CO2.
Kannski þarf bara að ganga enn lengra, enn lengur?
Nú eða fleygja þessari snákaolíu vúdú-vísinda út um gluggann og á ný byrja að huga að velferð mannkyns.
![]() |
Metmagn gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 28. nóvember 2020
Gamla fólkið
Yfirleitt, þegar veira fer á stjá, þá fer hún á flug. Enginn er með ónæmi og allir móttækilegir. Veiran er loftborin og hoppar á milli og nær til allra. Sem betur fer eru flestir samt hraustir og þeir sem eru það ekki fara til læknis. Sumir hafa farið í bólusetningu en það flýtir bara ferli sem annars hefði átt sér stað. Samfélagið byggir smátt og smátt upp ónæmi, með eða án bóluefnis. Veiran hættir að rekast á móttækileg fórnarlömb og deyr út. Aftur verður óhætt að heimsækja ömmu á elliheimilið. Þar á bæ var veirutímabilið tímabil færri heimsókna en ella.
Nú blasa aðrar aðstæður við.
Með takmörkunum er búið að hægja á útbreiðslu ónæmis. Eftir marga mánuði af veirutíma er veiran ennþá frekar auðveldlega að finna móttækilega einstaklinga. Varnarveggurinn á milli veiru og þeirra öldruðu er minni og stopulli en á hefðbundnu veirutímabili. Líkurnar á að veiran nái til þeirra eldri eru miklu meiri en venjulega. Veiran bíður róleg eftir tækifæri sínu. Hún ætlar sér inn á elliheimilin og henni hefur verið gert auðveldar fyrir.
Í stuttu máli: Vegna þess hvað er búið að ganga vel að fletja út ónæmi er hugsanlega verið að hámarka fjölda þeirra af elstu kynslóðunum sem munu fá í sig veiruna. Verið er að hámarka fjölda dauðsfalla vegna veiru með því að lágmarka fjölda þeirra sem smitast.
Um þetta eru til ritrýndar greinar sem ég mun finna og tengja á.
Nú þegar sóttvarnarlæknir talar um glapræði þá er rétt að benda á að það er glapræði að búa ekki til almennilegan varnarvegg sem skýlir okkar elstu meðborgurum frá veiru sem er hættuleg þeim en fæstum öðrum.
![]() |
Miklar tilslakanir núna væru glapræði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 26. nóvember 2020
Út úr kófinu
Mig langar að benda á svolitla grein sem ég, meðal annarra, skrifa undir:
Í henni kemur margt fram sem verður vonandi nýtt í opinberri umræðu um sóttvarnaraðgerðir í framhaldinu, sérstaklega þegar stefnir í að yfirvöld ætli að herða enn þumalskrúfuna á samfélaginu.
Ég vil svo benda áhugasömum á síðuna Pandata.org en þar er búið að safna saman ótrúlega mikið af gögnum sem beint og óbeint snúa að COVID-19 umræðunni. Frá þeirri síðu:
Við getum bara vonað að súlurnar á toppnum (hjartasjúkdómar, krabbamein og elliglöp) muni ekki stækka meira en ella vegna áhrifa sóttvarnaraðgerða!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Miðvikudagur, 25. nóvember 2020
Nýtt Indefence?
Eru sóttvarnaraðgerðir að fæða af sér nýtt Indefence-átak, þar sem hópur borgara sameinar krafta sína og berst gegn yfirvöldum með ráðum og dáðum, og nær almenningi á sitt band?
Og sigrar vonandi, aftur.
Mér sýnist það.
Og lögsóknir eru í undirbúningi nú þegar.
Réttarríkið er á leiðinni í stórt próf. Niðurstaðan verður afgerandi fyrir framtíðina. Nú þegar má spyrja sig spurninga um hvata yfirvalda ýmissa ríkja til að innleiða kæfandi aðgerðir til að berjast gegn veiru sem drepur ekki meira en flensan. Nema, auðvitað, þá sem ættu að hafa vit á því að passa sig.
Nú þurfa borgarar að skrúfa tortryggniskvarðann sinn alveg í botn.
Sjáum hvað setur.
![]() |
Rök fyrir því að stjórnarskrá hafi verið brotin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |