Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2024
Sunnudagur, 10. nóvember 2024
Hvað er í boði í Brussel
Stundum getur allskonar tal í kringum Evrópusambandsaðild verið furðulegt, svo sem að það blasi ekki við hvað felist í slíkri aðild og að einhvers konar aðildarviðræður þurfi að fara fram til að komast að því. Hvað er í pakkanum? Hvað er í boði? Við bara höfum ekki hugmynd! Förum í viðræður til að komast að því!
Af því að - sjáið til - Ísland er með svo mikla sérstöðu. Fámenn eyja í Norður-Atlantshafi sem reynir að stunda landbúnað í samkeppni við sólríkari svæði og halda úti dreifðri byggð.
Er ekki hægt að búast við allskyns styrkjum og undanþágum? Jafnvel að fá meira í kassann en aðildin kostar?
Fá fé úr vösum þýskra skattgreiðenda, eins og Austur-Evrópa og önnur svæði sem Íslendingar virðast vilja bera sig saman við?
Fær ekki Malta slíka meðferð? Fámenn eyja sem reiðir sig á meginlandið?
En svona hugsa þeir ekki í Brussel. Þar eru menn ekki að fara breyta reglunum fyrir Ísland. Jú, mögulega eru einhverjir styrkir í boði þar til þeir eru það svo ekki lengur. Kannski er ákveðin sérstaða í legu Íslands sem veitir smávegis afslátt. En aðildarviðræðurnar eru í raun aðlögunarviðræður: Hversu hratt og vel getur Ísland aðlagað sig að kröfum Evrópusambandsins - ekki öfugt.
Svo geta menn hugleitt það vel og vandlega hvort Evrópusambandið sé eitthvað sem er að dafna og batna eða eitthvað sem er að grotna niður. Eru fyrirtækin innan þess að vaxa og eflast eða hreinlega að loka verksmiðjum og flýja? Eru orkureikningarnir að hækka eða lækka? Er glæpum að fjölga eða fækka? Er verið að aðlaga innflytjendur að evrópskum gildum eða víkja fyrir framandi gildum úr fjarlægri fornöld?
Þetta með gjaldmiðilinn er svo önnur saga sem þarf ekki að blanda saman við aðild að Evrópusambandinu. Best væri auðvitað að loka Seðlabanka Íslands og koma á algjöru frelsi en þá þurfa opinberir starfsmenn að missa störfin svo sú umræða nær ekki lengra.
Hvað er svo í boði í Brussel? Það blasir við. Þar á bæ fara menn ekki í aðildarviðræður heldur innlimunarviðræður, og kröfurnar blasa við.
Innganga í ESB ekki töfralausn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 7. nóvember 2024
Hvað gerir Trump núna?
Það er alveg magnað að heyra fólk tala um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.
Hvað gerir hann núna?
Núna stoppar hann ekkert með þingmeirihluta í farteskinu!
Hann mun núna banna fóstureyðingar!
Núna verður Project 25 hrint í framkvæmd!
Ég tek eftir því að enginn talar um að Trump muni gera eitthvað hræðilegt aftur eða eins og seinast. Það man hreinlega enginn eftir neinu sem hann gerði annað en að á hans forsetatíð valdi Hæstiréttur Bandaríkjanna að endurskoða eigin úrskurð um heimildir alríkisins til að setja lög um fóstureyðingar innan ríkja Bandaríkjanna. Sem sagt: Ekki einu sinni verk Trump.
Hefur fólk gleymt því að hann var forseti í 4 ár og því algjörlega fyrirsjáanlegur? Auðvitað hjálpa þingmeirihlutar en þeir eru jú samt bara það - þingmenn sem kjósa um mál, hver og einn, og stundum úr takt við þarfir og óskir forsetans.
Auðvitað er þetta viðbúið tal og eins hótanir fólks um að flytja frá Bandaríkjunum og hvaðeina og að ætla núna að stofna til mótmæla og rústa eigum venjulegs fólks. Eftir nokkrar vikur af ósköp venjulegri forsetatíð sem hefst á því að undirrita margar tilskipanir mun fólk ekki taka mikið eftir því hver er forseti Bandaríkjanna, a.m.k. ekki í Evrópu. Trump mun birtast á sjónvarpsskjá þar sem hann fer í opinberar ráðstefnur og þess háttar og yppa öxlum.
Eins og seinast.
Þriðjudagur, 5. nóvember 2024
Leiðrétting: Harris vildi EKKI koma í hlaðvarpið
Blaðamenn afhjúpa stundum skoðanir sínar á viðfangsefninu og gera það með ýmsum hætti. Það getur verið óvart en líka viljandi.
Þeir geta sagt frá næstum því öllu sem skiptir máli til að veita samhengi en sleppt ákveðnum atriðum til að beina huga lesenda eða hlustenda í rétta átt.
Þeir geta blandað saman staðreyndum og uppspuna.
Þeir geta valið að skilgreina eitthvað á ákveðinn hátt svo hughrifin verði ákveðin, svo sem að kalla hóp raðnauðgara frá Pakistan Asíubúa.
Svo geta þeir sagt frá því þegar Kamala Harris vildi koma í hlaðvarp Joe Rogan, vinsælasta hlaðvarpsstjórnanda heims, en fékk það ekki, eða með orðum blaðamanns:
Í október kom út þriggja klukkustunda langur viðtalsþáttur við Trump sjálfan.
Teymi Harris er sagt hafa átt í viðræðum við Rogan á síðustu vikum um að koma í hlaðvarpið en ekkert varð af því.
Joe Rogan þó! Að stunda ritskoðun til að ná fram pólitískum markmiðum! Að hampa einum frambjóðanda en meina öðrum aðgangi!
Eru það ekki hughrifin sem er reynt að kalla fram hérna?
Staðreyndin er allt önnur. Donald Trump settist niður í hljóðveri Rogan og ræddi þar ýmis mál í þrjár klukkustundir. Þrjár klukkustundir! Þannig eru þættir Rogan. Þeir eru það sem kallast long form viðtöl. Þetta er leyniuppskrift Rogan - það sem kom honum á kortið. Fólk er orðið þreytt á kappræðum, örstuttum og klæðskerasniðnum viðtölum og hraðaspurningum.
Svona viðtöl tekur Rogan í eigin hljóðveri þar sem er allt til alls, tæknimaður, skjár til að varpa á og öskubakki til að setja vindlaöskuna í, eða jónuöskuna ef því er að skipta.
Og hvað vildi Kamala Harris? Hún vildi að Rogan kæmi til hennar og að viðtalið við hana tæki að hámarki eina klukkustund. Þetta eru opinberar upplýsingar. Af hverju að sleppa því að nefna þetta? Jú, til að fá þig til að hugsa með þér að Rogan hafi haft pólitískan ásetning - að hampa viðmælandum sem kom í þrjá tíma í hljóðver en loka á annan sem vildi fá stjórnanda í stofuna sína og drepa í raun þá viðtalstegund sem stjórnandi er þekktur fyrir og hlýtur vinsældir út á.
Ég skil alveg að við Evrópumenn teljum Harris vera betra forsetaefni en Trump. Hún talar eins og við viljum að sé talað og lofar skattahækkunum og öðru sem við kjósum svo ítrekað með. En leyfum nú Bandaríkjamönnum bara að eiga sínar kosningar og í versta falli að sumra mati - ef Trump vinnur - þá hættum við að þurfa styðja fleiri stríð en við gerum nú þegar, og ríki Bandaríkjanna fá sjálf að ákveða hvaða lög gilda innan landamæra þeirra, meðal annars um fóstureyðingar, rétt eins og ríki Evrópu.
Ekki svo slæmt, þrátt fyrir allt.
Rogan lýsti formlega yfir stuðningi við Trump | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 4. nóvember 2024
Hin hliðin
Það er oft áhugavert að lesa skoðanir þeirra á hinni hliðinni í málum, svo sem að lesa og hlusta á málflutning nasistans - þess raunverulega sem trúir á yfirburði hvíta kynþáttarins - eða róttæka múslímans sem vill pakka konum inn að eilífu og banna þeim að keyra bíla.
Það þýðir ekki að ég sé á hinni hliðinni en að kynna sér hana getur mögulega veitt smávegis samhengi.
Vandamálið er að oft þarf að grafa djúpt eftir slíkum sjónarmiðum. Ekki fá þau sanngjarna umfjöllun í fjölmiðlum og jafnvel talið óþarfi enda bara vondar skoðanir sem þarf ekki að ávarpa. En það eru til leiðir.
Í dag las ég svolitla greiningu á rússneska vefmiðlinum RT.com sem hitti örlítið naglann á höfuðið. Hér fylgir tilvitnun í lengra lagi því miður, og bara á ensku, en ég vona að fólk láti sér hana ekki duga og lesi alla greininguna:
The strict demand for loyalty to the narrative hides the fact that US foreign policy is about restoring global primacy and not an altruistic commitment to liberal democratic values. The US considers Ukraine to be an important instrument to weaken Russia as a strategic rival.
The RAND Corporation, a think tank funded by the US government and renowned for its close ties with the intelligence community, published a report in 2019 on how the US could bleed Russia by pulling it further into Ukraine. RAND proposed that the US could send more military equipment to Kiev and threaten NATO expansion to provoke Moscow to increase its involvement in Ukraine:
Providing more US military equipment and advice could lead Russia to increase its direct involvement in the conflict and the price it pays for it While NATOs requirement for unanimity makes it unlikely that Ukraine could gain membership in the foreseeable future, Washington pushing this possibility could boost Ukrainian resolve while leading Russia to redouble its efforts to forestall such a development.
However, the same RAND report recognized that the strategy of bleeding Russia had to be carefully calibrated, as a full-scale war could result in Russia acquiring strategic territories, which is not in the interest of the US. After Russia launched its military operation in February 2022, the strategy was similarly to keep the war going as long as there were not significant territorial changes.
In March 2022, Leon Panetta (former White House chief of staff, secretary of defense, and CIA director) acknowledged: We are engaged in a conflict here, its a proxy war with Russia, whether we say so or not The way you get leverage is by, frankly, going in and killing Russians. Even Zelensky recognized in March 2022 that some Western states wanted to use Ukraine as a proxy: There are those in the West who dont mind a long war because it would mean exhausting Russia, even if this means the demise of Ukraine and comes at the cost of Ukrainian lives.
US Secretary of Defense Lloyd Austin outlined the objectives in the Ukraine proxy war to as weakening its strategic adversary:
We want to see Russia weakened to the degree that it cant do the kinds of things that it has done in invading Ukraine So it [Russia] has already lost a lot of military capability. And a lot of its troops, quite frankly. And we want to see them not have the capability to very quickly reproduce that capability.
There have also been indications of regime change as a wider goal of the war. Sources in the US and UK governments confirmed in March 2022 that the objective was for the conflict to be extended and thereby bleed Putin, as the only end game now is the end of Putin regime. US President Joe Biden suggested that regime change was necessary in Russia: For Gods sake, this man cannot remain in power. However, the White House later walked back these dangerous remarks.
A spokesperson for then UK Prime Minister Boris Johnson also made an explicit reference to regime change by arguing, the measures were introducing, that large parts of the world are introducing, are to bring down the Putin regime. James Heappey, the UK minister for the armed forces, similarly wrote in the Daily Telegraph:
His failure must be complete; Ukrainian sovereignty must be restored, and the Russian people empowered to see how little he cares for them. In showing them that, Putins days as President will surely be numbered and so too will those of the kleptocratic elite that surround him. Hell lose power and he wont get to choose his successor.
Ég tek að miklu leyti undir þessa greiningu sem er jú lítið annað en samantekt á orðum okkar ástkæru leiðtoga og talsmanna. Mér finnst að auki ekki að utanríkisstefna Bandaríkjanna eigi að vera forgangsmál fyrir Ísland eða Evrópu. Mér finnst ekki að það eigi að vera forgangsmál að moka ungum mönnum í hakkavél til að láta Rússlandi blæða út og að það vera skynsamlega ráðstöfun til að stuðla að friði. Greiningin á rússneska miðliðnum er alveg ljómandi og að minnsta kosti áhugaverð.
Sá sem skrifaði hana er eflaust heilaþvegin strengjabrúða Rússlandsforseta en þá er þeim mun mikilvægara að vita hvernig hann sér heiminn og hvernig hann upplifir okkar fjölmiðlalandslag. Ég held því um leið fram að vestrænir blaðamann séu líka strengjabrúður.
Ég er ekki að segja að við eigum að taka meira mark á rússneskum fjölmiðlum en okkar. Það sem ég er að segja er að til að skilja nokkurn skapaðan hlut þurfi að fá öll sjónarhorn á borðið, og að vestrænir fjölmiðlar séu hérna að bregðast meira og minna. Þeir sem vilja vita meira þurfa því að hoppa af sporinu. Þeir sem vilja það ekki geta verið á því.
Því hvernig er hægt að halda uppi samræðum þegar báðir aðilar þagga niður í hvor öðrum? Fái aldrei hina hliðina?
Það er ekki hægt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 2. nóvember 2024
Þegar maður gerist fjölmiðill
Pistlar Páls Vilhjálmssonar, fyrrverandi kennara og fyrrverandi blaðamanns, eru lesnir um það bil 15 þúsund sinnum á viku. Það er á pari við lestur á heimildin.is og mannlif.is skv. mælingum Gallup. Það, og sé tekið mið af efnistökum Páls (oft vönduð rannsóknarblaðamennska þar sem þræðir eru bundnir saman), og það mætti alveg eins segja að hann sé einsmannsfjölmiðill og um það bil fjórði vinsælati fjölmiðill Íslands.
Og þegar fjölmiðill kemst of nálægt einhverjum óþægilegum sannleika, eða neitar að leyfa slíkum sannleika að hverfa í gleymsku sögunnar, þá er hann að mála á sig skotskífu sem herská hagsmunasamtök reyna að skjóta á.
Takmark slíkra samtaka er auðvitað þöggun eins og Páll hefur rakið í pistlum sínum. Ef dómskerfið fellst á slíkt verður í raun búið að innleiða ritskoðun á Íslandi. Það verður nútímaleg útgáfa af fyrri tíma takmörkunum á tjáningu um trúarbrögð. Hin nútímalegu trúarbrögð kalla sig ekki trúarbrögð en eru það og löggjafinn dansar í takt.
Auðvitað munu árásir hagsmunasamtaka á mann úti í bæ ekki bera neinn árangur. Pistlarnir verða áfram skrifaðir og hýstir og birtir og hljóta mikla útbreiðslu. Höfundur mun verja sig fyrir dómstólum og hafa sigur. Það liggur við að segja að hagsmunasamtökin séu að gera sig að athlægi og vekja enn meiri athygli á leyndarmálum sínum fyrir vikið. Mögulega búin að ýta á sjálfseyðingarhnappinn.
Það má a.m.k. vona.
Og svo sannarlega segja að lítil þúfa hafi vellt þungu hlassi.
Samtökin '78 kæra Pál Vilhjálmsson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |